Hjólastilling á Range Rover

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
lexipain
Innlegg: 3
Skráður: 11.nóv 2013, 16:58
Fullt nafn: Axel Axels
Bíltegund: Range Rover

Hjólastilling á Range Rover

Postfrá lexipain » 11.nóv 2013, 17:22

Sæl veriði,

Ég fór með jeppann minn í hjólastillingu í dag þar sem ég tók eftir því að framdekkinn voru orðin mjög óeðlilega kantslitin miðað við 7 þúsund kílómetra keyrslu þó það fyndist ekkert skrítið upp í stýri, en afturdekkin virtust hinsvegar vera í mjög góðu ástandi. Búið að keyra hann mjög beina (og hringtorgalausa) leið frá kaupum.

Þegar bíllinn var sóttur (ég sótti hann ekki sjálfur) vildi starfsmaðurinn á verkstæðinu þó meina að bíllinn hefði verið mikið verri að aftan (dekkin eru hinsvegar í mjög góðu standi að aftan) og það hefði lítið þurft að tune-a að framan. Svo gat hann ekki útvegað útprent af breytingunni og sagði að ég hefði þurft að biðja um það fyrr því gögnin væru ekki lengur til.

Nú er ég ALGER nýgræðingurinn þegar það kemur að þessum málum og spyr því hvort þetta sé eðlilegt?
Getur skökk afstaða felganna að aftan haft svona mikil áhrif á slit framdekkjanna ÁN þess að afturdekkinn sjálf myndu hljóta sömu örlög ? Því þau hafa ekkert slitnað hingað til þrátt fyrir þá yfirlýsingu að hann hafi verið mikið skakkari að aftan.

Mbk. Axel



User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hjólastilling

Postfrá Sævar Örn » 11.nóv 2013, 17:30

Gat verkstæðismaðurinn ekki svarað þér því heldur?

Það er engin bein slit tenging milli fram og afturásanna, skökk afturhjól geta hinsvegar haft þau áhrif að bíllinn rattar ekki beint, stýrishjólið snýr örlítið til hliðar í beinni keyrslu.

Hverskonar jeppi er þetta?
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
lexipain
Innlegg: 3
Skráður: 11.nóv 2013, 16:58
Fullt nafn: Axel Axels
Bíltegund: Range Rover

Re: Hjólastilling

Postfrá lexipain » 11.nóv 2013, 17:49

Ég held ég verði eiginlega að hringja í þá aftur til að reyna að fá nákvæmari svör.

Þetta er 2004 árgerð af Range Rover. 4.4l v8, og er algerlega óbreyttur (lookar eins og fólksbíll hliðina á flestu á þessu spjalli ;) )

Stýrishjólið virðist ekki sveigja neitt til hliðanna og gerði það ekki fyrir stillingu heldur. Ég hélt einmitt sjálfur að það væri engin slittenginn á milli ásanna og bjóst því við að skekkjan væri meiri að framan í ljósi þess að hann rattaði beint fyrir stillingu og afturdekkin voru í mjög góðu standi, ólíkt köntunum á framdekkjunum sem voru keypt á sama tíma. (kantarnir looka eins og þau hafi farið góða 20þús+ km en ekki 7)

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hjólastilling

Postfrá Sævar Örn » 11.nóv 2013, 17:54

Það er þá mögulega óþarfi að draga gæði stillingarinnar í efa, auðvitað eru tækin sem verkstæði nota mjög mismunandi og þykir mér einkennilegt að verkstæðið skuli ekki halda gögn yfir niðurstöður hjólastillinga til dæmis til þess að hafa eitthvað í höndunum ef seinna komi bíllinn með sundurtætt dekk vegna mögulega einhvers annars, slits í hjólabúnaði eða höggs sem kom stillingunni úr skorðum.

Á mínum vinnustað er þetta alltaf gert og geymt í möppu, bílnúmer dagsetning og kílómetrastaða.

Ég veit reyndar fyrir víst að það er algengt að RR. verði vanstilltur að aftanverðu og oft kemur það minna niður á dekkjasliti aðallega vegna þyngdarmunar sem hvílir á afturás sé miðað við framásinn.


mbk. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
lexipain
Innlegg: 3
Skráður: 11.nóv 2013, 16:58
Fullt nafn: Axel Axels
Bíltegund: Range Rover

Re: Hjólastilling

Postfrá lexipain » 11.nóv 2013, 18:15

Nei nákvæmlega, ég vildi aðallega forvitnast vegna fáfræði minnar í þessu, en ég þakka kærlega fyrir svörin


Elmar Þór
Innlegg: 50
Skráður: 11.sep 2011, 18:54
Fullt nafn: Elmar Þór Hauksson

Re: Hjólastilling

Postfrá Elmar Þór » 11.nóv 2013, 18:37

Ég hef ekki kynnst því öðruvísi en svo að þegar ég borga reikninginn þá fylgir útprentunn á hjólastillingunni sem sagt vottorð.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hjólastilling

Postfrá Sævar Örn » 11.nóv 2013, 19:47

Útprentun á hjólastillingu og vottorð annarsvegar eru sitt hvor hluturinn, Verkstæði þarf ekki að senda neinar niðurstöður til Samgöngustofu eða Aðalskoðunar til að votta að hjólastilling hafi verið framkvæmd, heldur eingöngu að votta að faglærður aðili hafi séð um hjólamælinguna og vottað hana löglega og örugga. Þetta er t.d. gert þegar bílum skráningum á bílum er breytt og þegar tjónabílar eru viðgerðir.

Útprentið er ógilt sem vottorð ef því er skilað til skoðunar. En uppáskrifað vottorð er gilt.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: Hjólastilling

Postfrá Fordinn » 11.nóv 2013, 20:15

Eitt sem þú veist örugglega, enn er ekki örugglega réttur loftþrystingur miðað við hvað framleiðandi gefur upp á dekkjunum hja þér.... það þarf ekki að vera að það sé sama psi framan og aftan....


Játi
Innlegg: 63
Skráður: 13.okt 2011, 21:07
Fullt nafn: Játvarður Jökull Atlason
Bíltegund: Pajero
Staðsetning: Reykhólar

Re: Hjólastilling

Postfrá Játi » 11.nóv 2013, 21:08

það hefur líka mikil áhrif á hvernig dekkin slitna þegar menn eru mikið að kanna hversu vel bíllin liggur í begjum og svoleiðis og þá sérstaklega á þyngri bílum tala nú ekki um ef það er aðeins of lint í dekkjum
Subaru Legacy GX 2.5 MY 2000 195/65R15
Mitsubishi Pajero 3.5 MY 1999 35/12.5R15

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1929
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Hjólastilling

Postfrá Sævar Örn » 11.nóv 2013, 22:19

Svona fyrst menn eru farnir að benda á dekkin þá vil ég líka benda á eitt og það er að ef dekk er byrjað að misslitna eitthvað af viti þá hættir það dekk aldrei að misslitna. Alveg eins og það dugar ekki að skipta bara um annað dekkið á tvöföldum felgum því þá mun annað dekkið alltaf snúast hraðar en hitt, innri kannturinn á slitnu dekki snýst hraðar en sá ytri og myndar þvingun í dekkinu sem gefur eftir með því að halda áfram að misslitna.

eitthvað sem margir gleyma að taka með í reikninginn


kv. Sævar
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Hjólastilling á Range Rover

Postfrá Subbi » 16.des 2013, 12:33

svo getur hundurinn legið í að fóðringar að aftan sé orðnar slitnar og vitlaus hjólhalli þar sem slítur afturdekkjum vitlaust og dekkjum hafi verið víxlað á milli eins og menn gera þeas færa slitnari dekkin á ásana sem eru í lagi og slíta svo jafnt óslitnu dekkjunum
Kemst allavega þó hægt fari


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur