Síða 1 af 1

Viðgerð á palli..

Posted: 11.nóv 2013, 16:54
frá seg74
Sælir meistarar.

Ég var að kippa pallinum af hjá mér, er með hilux dc 1992.

Þverbitinn er er fremst og boltar pallinn niður er brotinn báðum meginn hjá mér og ég var að spá hvernig sé best að redda þessu.

Er hægt að fá nýjan svona þverbita t,d hjá höskuldi eða er bara settur nýr u-biti?

Hefur einhver staðið í svona áður og fundið góða lausn svo ég sé nú ekki að brasa við að finna upp hjólið?

Re: Viðgerð á palli..

Posted: 11.nóv 2013, 21:17
frá Valdi 27
Spurning um að taka mál af bitanum og búa til máta og fara með á næsta blikkverkstæði. Láta beygja fyrir sig og sjóða nýja þar sem gamli bitinn á að vera. Grunna svo í lokin og mála.

Kv Valdi

Re: Viðgerð á palli..

Posted: 11.nóv 2013, 21:45
frá Karvel
Er Höskuldur enn starfandi ?