Síða 1 af 1

rancho 9000

Posted: 10.nóv 2013, 14:12
frá biturk
eru einhverjir hjérna með svona dempara? getiði gefir mér reinslu af þeim?

hvernig eru þessir hjérna

http://www.my4by.com/rancho-rs999036-shock-p-3376.html?filter_name=RS999036

er þetta ekki ágætis travel á fjöðrun eins og til dæmis á ferozunni sem ég er að smíða? get ég notað þessa dempara bæði að framan og aftan?

eru þessi demparar stillanlegir á 9 vegu eins og ég hef heirt um? hvernig stilla menn þá?


eru einhverjir aðrir betri demparar sem eg ætti að skoða frekar, mér fynnst þessir nefnilega helvíti ódýrir miðað við það sem maður heirir um þá

Re: rancho 9000

Posted: 10.nóv 2013, 15:26
frá jongud
Rancho 9000 eru með stillanlegan stífleika.
Þeir eru stilltir annaðhvort með takka utaná dempurunum (5 mismunandi stig) eða með lítilli loftdælu sem er tengd við demparana með grönnum loftslöngum og gefur þá stiglausa stillingu innan úr bíl.

Re: rancho 9000

Posted: 11.nóv 2013, 19:31
frá jeepcj7
Þetta eru fínir demparar og þægilegur fídus að geta stillt þá á einfaldan hátt er búinn að nota svona í patrol,willys,bronco og er núna með svona í f250 og bara svínvirkar eldri týpur voru með 5 stillingum en þeir yngri eru með 9 stillingar bara lítill hnappur sem er snúið neðst á demparanum en eins og Jón segir er hægt að fá remote control inn í bíl líka.
Þessir sem þú vísar í eru með svakalegt travel með því lengsta sem gerist í dempurum ætti að virka fínt ef þú kemur þessu fyrir passaðu bara að láta demparann aldrei slá saman þá er hann ónýtur alveg sama hvað hann er dýr og fínn.

Re: rancho 9000

Posted: 12.nóv 2013, 22:27
frá biturk
Þakka ykkur fyrir drengir....spurning hvort ég þurfi allt þetta travel :)

Re: rancho 9000

Posted: 13.nóv 2013, 08:50
frá villi58
Það er einn galli á þessum dempurum það er gúmmíhosan sem hlífir leggnum, vill safnast mold og drulla sem kemst ekki í burt og er alltaf blautt og þá ryðgar stimpillinn með tímanum. Þarf að losa af eftir drullutúra og smúla burt.