smá spauglering með sjálfskipptingu

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá runar7 » 03.nóv 2013, 19:29

lenti í smá leiðindum fyrir helgi og klessti mussoinn hjá mér smá og kom þar af leiðandi gat á vatnskassa og einhversstaðar lekur smá sjálfskippti olía þannig bíllinn er ekki keyrsluhæfur er aðalega að spá í því hversu langt er í lagi að draga svona ssk musso þarf að færa hann um svona 5-6 kílómetra til að koma honum inn í aðstöðu til að gera við hann myndi sleppa að draga hann mjöööööög rólega á aðfangastað eða þarf ég að redda mér kerru undir hann? Kv Rúnar




Navigatoramadeus
Innlegg: 276
Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
Bíltegund: Cruiser
Staðsetning: Álftanes

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá Navigatoramadeus » 03.nóv 2013, 19:34

það ætti að standa í handbókinni, ef það er spurning þá er einfaldast að aftengja afturskaptið amk ef hann er ekki með sídrifi sem ég held séu bara 3.2L V6 bílarnir.

einhverjir bílar ssk, eru með uppgefið í handbókum að megi draga á ca 30km/h einhverja km leið.


Gudnyjon
Innlegg: 57
Skráður: 05.nóv 2011, 20:54
Fullt nafn: Jón jóhannsson

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá Gudnyjon » 03.nóv 2013, 20:37

Er ekki hlutlaus í millikassanum ?


Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá runar7 » 03.nóv 2013, 20:59

nei það er ekki hlutlaus á millikassa þetta er rafknúinn milli kassi sem er bara með 2h/4h/4l því miður :(


elli rmr
Innlegg: 303
Skráður: 09.mar 2012, 22:56
Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
Bíltegund: D-MAX

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá elli rmr » 03.nóv 2013, 21:20

Izusu er með rafmagnsmillikassa og það er hægt að setja hann í hlutlausan með því að halda inni 2h og 4l minnir mig... Er mussó ekki með eithvað svipað?


Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá runar7 » 03.nóv 2013, 21:43

uhh á músso geturu ekki ýtt takkanum inn þannig ég veit ekki alveg hvernig það virkar ætli ég neiðist ekki bara til þess að græja mér kerru undir drossíuna tek ekki áhættuna á því að steikja skipptinguna

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá StefánDal » 03.nóv 2013, 23:48

Skrúfaðu bara aftur drifskaftið úr og dragðu bílinn :)

User avatar

arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá arni87 » 04.nóv 2013, 19:20

Það ætti að duga að taka afturskaftið undan, og ef þér finnst ástæða til að taka frammskaftið líka þá kippiru því líka undan.
Þegar þú ert búinn að taka sköftin undan þá er engin hreyfing á skiftingunni.
Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá Subbi » 16.des 2013, 12:39

færð hlutlausann pottþétt með því að þrýsta samtímis á hi og lo takkan í mælaborðinu

Þannig er það á flestum þessara rafdrifnu kassa að ef samtimis er ýtt á þessa takka þá færu neutral á millikassan ef hann er rafdrifinn
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: smá spauglering með sjálfskipptingu

Postfrá StefánDal » 16.des 2013, 13:03

Subbi wrote:færð hlutlausann pottþétt með því að þrýsta samtímis á hi og lo takkan í mælaborðinu

Þannig er það á flestum þessara rafdrifnu kassa að ef samtimis er ýtt á þessa takka þá færu neutral á millikassan ef hann er rafdrifinn


Það er snúningstakki í Musso. Getur bara snúið í aðra hvora áttina.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 48 gestir