Síða 1 af 1

Alternator vesen

Posted: 02.nóv 2013, 11:57
frá arni87
Nú er ég í tómu basli með alternator.

Það kom upp hleðsluljós í bílinn hjá mér.
Alternatorinn tekinn úr og skoðaður,
Skift um kol og hann þrifinn að innan.
Settur saman og aftur í bílinn.
En það logar enn hleðsluljós hjá mér.
Eini munurinn er að miðstöðin snýst þegar ég kveiki á henni, ljósin loga þegar maður kveikir á þeim.


Hvað er þá til ráða?

Þetta er í Musso utan á 2.9 vélinni
í Bílanaust klóra menn sé í hausnum þegar þeir sjá gripinn.

Hann lýtur svona út:
Image
Image
Myndir fengnar að láni á veraldarvefnum

Re: Alternator vesen

Posted: 02.nóv 2013, 12:48
frá villi58
Þú getur opnað hann og mælt dýóðubrúnna sem er algeng bilun í altanatorum, svo ef þarf þá mæla ankerið, mæla vöfin í belgnum, ath. öryggi fyrir hleðslu, tengingar og hleðslustýringu.

Re: Alternator vesen

Posted: 02.nóv 2013, 14:55
frá raggos
Ég er nýbúinn að vera í basli með minn alternator.
Skv Rafstillingu þá er mjög algengt að spennureglir fari í Daewoo / Sssangyong gerðinni og sá varahlutur fæst að þeirra sögn ekki og því sögðu þeir mér að ég þyrfti nýjan alternator.
Ég var heppinn og fékk notaðan Benz alternator sem ég gat sett í staðinn. Hann er þó örlítið öðruvísi að því leiti að það er ekki þessi plastplöggur á honum, bara 3 vírfestingar.