Síða 1 af 1

Að gera upp stýrisdælu í 2LT

Posted: 29.okt 2013, 20:24
frá 66 Bronco
Kvöldið.

Ég er með stýrisdælu í höndunum, af 2LT. Dælan er alldöpur, hljóð og hnökrar í stýri. Ég á fóðringasett í þessa dælu og er byrjaður að rífa hana en velti fyrir mér hvort vandinn liggi í slitnum fóðringum eða hvort annað og meira liggi að baki. Dælingin virðist fara þannig fram að miðflóttaaflið ýti litlum spjöldum út út rásuðu hjóli út í veggi á þar til gerðu hólfi, og í fljótu bragði sé ég ekki mikið sem getur verið að þessum búnaði sé hann til staðar og snúist..

Kunnugir?

Kveðja góð,
Hjörleifur.

Re: Að gera upp stýrisdælu í 2LT

Posted: 30.okt 2013, 08:26
frá Tómas Þröstur
Þekki ekki sérstaklega stýrisdælur í Toyota en þær geta sjálfsagt rifið sig eins og aðrar dælur. Það sem getur verið bilað þegar ekkert sést að dælunnui sundurtekinni er pakkdósin í dælunni sem skilur á milli sog og þrýstihlið. Ef bobblar í forðabúri þegar lagt er á stýri þá er pakkdós í dælunni líklega farin.

Re: Að gera upp stýrisdælu í 2LT

Posted: 30.okt 2013, 14:22
frá 66 Bronco
Sæll.

Ég reif dæluna og skipti um allar pakkdósir og o hringi úr setti frá Toyota. Breytti engu. En gaman er frá því að segja að dælan var til hjá Toyota á mjög skaplegu verði.

Kveðja

Hjörleifur.

Re: Að gera upp stýrisdælu í 2LT

Posted: 30.okt 2013, 14:39
frá villi58
66 Bronco wrote:Sæll.

Ég reif dæluna og skipti um allar pakkdósir og o hringi úr setti frá Toyota. Breytti engu. En gaman er frá því að segja að dælan var til hjá Toyota á mjög skaplegu verði.

Kveðja

Hjörleifur.

Keyptir þú þá dæluna og ef hvað kostaði hún ?

Re: Að gera upp stýrisdælu í 2LT

Posted: 30.okt 2013, 15:15
frá biturk
eru ekki bara spjöldin í dælunni orðin of slitin

Re: Að gera upp stýrisdælu í 2LT

Posted: 30.okt 2013, 17:57
frá Sævar Örn
oft dugar að snúa spöðunum við til að hún fari að afkasta sem ný dæla