Afturhásing Lancrusier 80
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 143
- Skráður: 14.okt 2013, 22:36
- Fullt nafn: Sigurður Vignir Ragnarsson
- Bíltegund: ford
Afturhásing Lancrusier 80
Sælir spjallverjar var að kaupa Toyotu Tacoma breyttan bíl verður á 41 tommu Iroc dekkjum ætla að skipta um afturhásingu hann er með dana 50 fordhásingu að framan en er með orginal að aftan. Hvað ætli passi best var að hugsa um toy 80 eða jafnvel afturhásinu úr ford 150 ára 2004 eða nýrra, hún er 9.75 semi floating. kveðja gráni
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Afturhásing Lancrusier 80
80 Cruiser að aftan er flottur búnaður og tiltölulega veikleikalaus í bíl af þessari stærð. Það sem hefur verið að hrjá nýrri Tacomur og Hiluxa er tvennt, drifstærð og hjóllegur (aðallega Hiluxana, hef ekki heyrt af því á Tacomu) og 80 Cruiser hásingin leysir hvort tveggja.
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Afturhásing Lancrusier 80
sæll, býst við því að þú hafir keypt gamla björgunarsveitarbílinn frá vík :)
minnir að best hafi verið að nota miðjuna úr lc 60 afturhásingu og smíða hana í tacomu afturhásinguna, eða að það hafi verið þægilegasta lausnin í þessu brasi þegar við vorum að spá í þessu,
ég veit að félagi minn var búinn að smella nokkrum myndum af honum þegar hann mátaði 44" undir hann, skal sjá hvort ég geti ekki fengið hann til að senda mér þær svo ég geti hent þeim hérna inn ef ég man eftir því :)
til lukku með bílinn ég vona að hann muni standa sig vel hjá þér
minnir að best hafi verið að nota miðjuna úr lc 60 afturhásingu og smíða hana í tacomu afturhásinguna, eða að það hafi verið þægilegasta lausnin í þessu brasi þegar við vorum að spá í þessu,
ég veit að félagi minn var búinn að smella nokkrum myndum af honum þegar hann mátaði 44" undir hann, skal sjá hvort ég geti ekki fengið hann til að senda mér þær svo ég geti hent þeim hérna inn ef ég man eftir því :)
til lukku með bílinn ég vona að hann muni standa sig vel hjá þér
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Re: Afturhásing Lancrusier 80
Sæll.
Ef þetta er Víkverjabíllinn þá er hann með LC 80 og Dana 50 blöndu að framan. Sem sagt Dana 50 köggul og LC 80 öxla, liðhús og ná. Til að ná sömu breidd og að aftan voru settir þykkir speiserar. LC 80 væri góður kostur undir hann að aftan en þá lendir þú samt í brasi með hraðamælinn því hann er tekinn gegnum ABS skynjarana. Hugsanlega væri hægt að koma hraðamælinum í millikassann því það virðist vera svoleiðis í beinskipta bílnum. En ef þú setur 9,5" miðju en heldur rest ertu laus við það vandamál.
Kv. Smári.
Ef þetta er Víkverjabíllinn þá er hann með LC 80 og Dana 50 blöndu að framan. Sem sagt Dana 50 köggul og LC 80 öxla, liðhús og ná. Til að ná sömu breidd og að aftan voru settir þykkir speiserar. LC 80 væri góður kostur undir hann að aftan en þá lendir þú samt í brasi með hraðamælinn því hann er tekinn gegnum ABS skynjarana. Hugsanlega væri hægt að koma hraðamælinum í millikassann því það virðist vera svoleiðis í beinskipta bílnum. En ef þú setur 9,5" miðju en heldur rest ertu laus við það vandamál.
Kv. Smári.
Re: Afturhásing Lancrusier 80
Setja 9,5" Cruiser miðju í orginal hásinguna og málið er dautt. Ekkert vesen, !!
Mjög einfalt og margir búnir að fara þessa leið í Tacomu, 120 Cruiser og Hilux !!
kv,
Mjög einfalt og margir búnir að fara þessa leið í Tacomu, 120 Cruiser og Hilux !!
kv,
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Afturhásing Lancrusier 80
Straumur wrote:Setja 9,5" Cruiser miðju í orginal hásinguna og málið er dautt. Ekkert vesen, !!
Mjög einfalt og margir búnir að fara þessa leið í Tacomu, 120 Cruiser og Hilux !!
kv,
Sniðugt.
Þarf að gera eitthvað meira en að breyta boltagötunum á hásingunni?
En mér var að detta svolítið í hug, hvað með Pajero 9,5" hásinguna með original loftlæsingunni?
Það er að vísu erfitt að fá hlutföll í hana, en eru hún ekki álíka sterk og 9.5 cruiser?
Re: Afturhásing Lancrusier 80
Ég heyrði í artic trucks með svona í fyrra vetur að setja 9,5" í tacomu hásingu og var það 900 þúsund eins og ég skyldi væri það fyrir utan köggull
Smári Einarsson
Audi Q7
Dodge Ram 2500 38"
Blazer 1979 44"
Audi Q7
Dodge Ram 2500 38"
Blazer 1979 44"
Re: Afturhásing Lancrusier 80
Miðjan er skorin úr báðum hásingum, miðjuhúsið úr 9,5" soðið í orginal hásinguna, finna hásingu undan 60 Cruiser, helst með loftlás og hlutfalli, það heldur kostnaði niðri. Fá Gumma í GJ járnsmíði til að sjóða þetta í og sjóða styrkingar á og þetta er langt frá því að vera 900 kall.
En gæti alveg trúað að þetta sé 900 kall hjá Artic, nýr loftlás er einhver 200-250þ, hlutfall 60-80 ásamt auka kostnaði í legum, Cruiser hásing, rífa hásinguna undan, sjóða þetta, loftdæla og áfram má halda. Eflaust hægt að koma með hásinguna og allt til þeirra fyrir mun minni kostnað ef menn eru á því að láta þá gera þetta.
kv,
En gæti alveg trúað að þetta sé 900 kall hjá Artic, nýr loftlás er einhver 200-250þ, hlutfall 60-80 ásamt auka kostnaði í legum, Cruiser hásing, rífa hásinguna undan, sjóða þetta, loftdæla og áfram má halda. Eflaust hægt að koma með hásinguna og allt til þeirra fyrir mun minni kostnað ef menn eru á því að láta þá gera þetta.
kv,
Re: Afturhásing Lancrusier 80
80 cruser hásingin er mikið mjórri og því myndi ég fara þá leið að skipta um miðju... veit um einn bíil þar sem hásingin var notuð komplett og þar voru notaðir 5 cm spacerar sitthvoru meginn sem er ekki nóu gott að mínu mati uppá hjólalegur og annað
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Afturhásing Lancrusier 80
Kárinn wrote:80 cruser hásingin er mikið mjórri og því myndi ég fara þá leið að skipta um miðju... veit um einn bíil þar sem hásingin var notuð komplett og þar voru notaðir 5 cm spacerar sitthvoru meginn sem er ekki nóu gott að mínu mati uppá hjólalegur og annað
Mér sýnist eftir smá gúgl að tacomu hásingar (2006) séu 66,5-tommur platti-í-platta en 80 cruiser 63,5-tommur
Það ætti að vera fræðilegur möguleiki á að sjóða hásingarendana úr tacomu utaná 80-cruiser hásingu og breikka hana þannig og nöta tacomu-öxlana.
En hvernig er það, nú hafa tacomur verið framleiddar með sterkari hásingum en 80 cruiser. Eru þær eitthvað sjaldgæfar?
Re: Afturhásing Lancrusier 80
Lc80 hásing er ekki með drifkúluna í miðjunni, en ef lengri öxullinn er notaður beggja vegna, breikkar hún um 10cm (Megas).
...og svo óþarfa upplýsingar, á lc80 höbb er felgubotninn 1" utar en á LC60/LC70/(LC40) höbb með sömu legum. Sem sagt meira álag á hjólalegur í LC80.
...og svo óþarfa upplýsingar, á lc80 höbb er felgubotninn 1" utar en á LC60/LC70/(LC40) höbb með sömu legum. Sem sagt meira álag á hjólalegur í LC80.
Re: Afturhásing Lancrusier 80
"Það ætti að vera fræðilegur möguleiki á að sjóða hásingarendana úr tacomu utaná 80-cruiser hásingu og breikka hana þannig og nöta tacomu-öxlana."
Þá ertu að gera nákvæmlega það sama og er vanalega gert, sagar bara sundur nær hjólalegunum en miðjunni, kemur út á sama stað.
Þá ertu að gera nákvæmlega það sama og er vanalega gert, sagar bara sundur nær hjólalegunum en miðjunni, kemur út á sama stað.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur