Efnið sem Artic Trucks er með er þetta bara mjög góð grjótvörn í lítratali eða er það eitthvað sterkara?
Munurinn á Rhinoliner og þessu frá A/T er sá að þeir í plastverk hita efnið í 60gráður og það fara um 12 lítrar af því á pall eins og t.d japanskan X-cab bíl, svona miðað við samtalið í dag við þá.
En efnið sem Artic Truck er með, kemur í 4 lítra fötu og dugar alveg vel á svona pall samkvæmt því sem þeir sögðu.
Svo er verðmunurinn.
-Plastverk talaði um 90þús svo það hentar nú kanski ekki alveg í ódýrari "druslurnar".
-Arctic Trucks selur fötuna (4lítrar) ásamt rúllu og tilheyrandi á 19900.
-Bílanaust er með þykka grjótvarnardrullu í líters brúsum sem kosta um 2500kr brúsinn. Svo er keypt sprauta (fjölnota) sem stungið er í þessa brúsa, tengd við loft og úðað á viðkomandi flöt. Sá sem talað var við minnti að sprautan kostaði um 5þús. tékkuðum ekkert nánar á því.
Þessi í Bílanaust sagðist hafa heyrt að þeir hjá Bílahöllinni (
http://www.bilarydvorn.is/ )
væru einnig að gera þetta með heithúðun og væru ódýrari en Plastverk en hringdum ekki þangað og athuguðum.
Svo nú dæmir hver fyrir sig hvað hentar þeim og endilega þrasa um hvað sé best fyrir hvern og einn ;)