Stýrisvesen í Terrano
Posted: 23.okt 2013, 12:54
Sælir, ég er með smá vandamál í stýrisgang á Terrano. Bíllinn er 35 tommu breyttur. Stundum verður hann þungur í stýri, þá helst í litlum snúning, í akstri tekur hann stundum svolítið í, kippir, eins og bíll án vökvastýris. Þegar ég setti hann upp á búkka að framan og beygði á dekkjunum með handafli (ekki á stýrinu) í báðar áttir þá vall vökvi upp úr forðatankinum. Veit einhver ykkar jeppasnillinga hvað vandmálið sé, hvort það sé dælan eða maskínan sem gerir þetta? Með fyrirfram þökk.