Síða 1 af 1
Plexigler
Posted: 16.okt 2013, 09:23
frá juddi
Hvar er besta verðið á plexigleri ? vantar efni í nýjar hliðar rúður í krepplinginn
Re: Plexigler
Posted: 16.okt 2013, 17:06
frá hobo
Veit ekki með verðið, en þessir eru sterkir í plasti.
Hef sent til þeirra skapalón úr pappa og fékk plexi til baka borað og fínt.
http://www.fast.is/
Re: Plexigler
Posted: 16.okt 2013, 19:35
frá Geiri
Getur skoðað Logoflex.
logoflex.is
Re: Plexigler
Posted: 16.okt 2013, 19:45
frá LFS
verður það ekki rispað og matt með timanum ?
Re: Plexigler
Posted: 16.okt 2013, 19:48
frá Haukur litli
Það rispast jú en Acryl/plexigler rispast síður og upplitast síður en polycarbonate/Lexan/Makrolon, en hið síðarnefnda er sterkara.
Re: Plexigler
Posted: 16.okt 2013, 21:45
frá juddi
Takk fyrir þetta drengir, en þó þetta mattist með tímanum er ok ekki ætla ég að vera glápa útum aftur rúðurnar, annars má öruglega polera þær eins og plastframmljós
Re: Plexigler
Posted: 17.okt 2013, 08:14
frá patrolkall
Keypti plexigler í pallhús fyrir ári síðan hjá plexigler.is á Reykjanesi.
Besta verðið og það sem skiptir miklu máli - frábær þjónusta og viðmót.
Re: Plexigler
Posted: 17.okt 2013, 08:41
frá Tollinn
patrolkall wrote:Keypti plexigler í pallhús fyrir ári síðan hjá plexigler.is á Reykjanesi.
Besta verðið og það sem skiptir miklu máli - frábær þjónusta og viðmót.
Sammála þessu, keypti hjá þeim hjá plexigler í pallhús. Sendi þeim teikningar úr AutoCAD og pdf og þeir skáru nákvæmlega eftir þessu og sendu mér til RVK með litlum sem engum tilkostnaði.
kv Tolli