Síða 1 af 2
Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 16.okt 2013, 00:15
frá bjarni95
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 16.okt 2013, 17:12
frá hobo
Þetta verður gaman að sjá!
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 17.okt 2013, 00:56
frá bjarni95
Grunnurinn kominn á stuðara ofl.


Málning kominn á stuðara ofl.


Allt að gerast!
-Bjarni
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 18.okt 2013, 15:04
frá nervert
Sæll bjarni
Þetta er flott verkefni hjá þér en ég mæli með að búir til þráð í "jeppinn minn" undirflokknum og leyfir okkur hinum að sjá þetta verkefni hjá þér þar.
með bestu kveðju
Narfi
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 18.okt 2013, 15:42
frá bjarni95
nervert wrote:Sæll bjarni
Þetta er flott verkefni hjá þér en ég mæli með að búir til þráð í "jeppinn minn" undirflokknum og leyfir okkur hinum að sjá þetta verkefni hjá þér þar.
með bestu kveðju
Narfi
Takk fyrir það. Mér fannst þetta passa betur undir stærri aðgerð, þetta er enganveginn þráður um bílinn sem slíkan, bara sprautunina frá a til ö.
Bíllinn er í sandblæstri í þessum skrifuðu orðum og mun ég setja fleiri myndir inn í kvöld vonandi, svo myndir af appelsínugulum bíl á sunnudag/mánudag ef allt gengur vel.
-Bjarni
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 18.okt 2013, 16:26
frá Óskar - Einfari
Verður gaman að fá að fylgjast með :D
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 18.okt 2013, 17:52
frá bjarni95
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 18.okt 2013, 18:40
frá tommi3520
Clean vinna, hvar léstu blása og hvað kostaði það ef ég má spurja, þarf að gera eins við gamla toyotu
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 18.okt 2013, 20:47
frá bjarni95
Þetta er nú samt frekar grófur blástur en hann var blásinn hjá Zink stöðinni í Hafnarfirði, verðinu ætla ég að halda fyrir mig en þeir hafa verið mjög sanngjarnir :)
-Bjarni
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 18.okt 2013, 21:09
frá Navigatoramadeus
bjarni95 wrote:Þetta er nú samt frekar grófur blástur en hann var blásinn hjá Zink stöðinni í Hafnarfirði, verðinu ætla ég að halda fyrir mig en þeir hafa verið mjög sanngjarnir :)
-Bjarni
ágætt þú skyldir nefna þetta að fyrra bragði, það sést á myndunum að þetta er groddavinna, stálið er verpt og skotið á ýmsa staði og í gegn en það tætir þá ryðvörnina af innan úr svo þú þarft að reyna að grunna vel undir og innaní.
það er bara meira mál en menn halda að sandblása svo þunnt stál sem er í bílum með öflugum sandblástursgræjum, þarf að slá verulega af loftþrýstingi og nota fínan sand/salla svo það tekur tíma ef vel á að vera en þetta er ágætisredding þegar maður er með gamlan bíl.
var að vinna við þetta í mörg ár hjá Sandtak í hafnarfirði, sandblása allan andsk.....
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 18.okt 2013, 22:42
frá bjarni95
Navigatoramadeus wrote:bjarni95 wrote:Þetta er nú samt frekar grófur blástur en hann var blásinn hjá Zink stöðinni í Hafnarfirði, verðinu ætla ég að halda fyrir mig en þeir hafa verið mjög sanngjarnir :)
-Bjarni
ágætt þú skyldir nefna þetta að fyrra bragði, það sést á myndunum að þetta er groddavinna, stálið er verpt og skotið á ýmsa staði og í gegn en það tætir þá ryðvörnina af innan úr svo þú þarft að reyna að grunna vel undir og innaní.
það er bara meira mál en menn halda að sandblása svo þunnt stál sem er í bílum með öflugum sandblástursgræjum, þarf að slá verulega af loftþrýstingi og nota fínan sand/salla svo það tekur tíma ef vel á að vera en þetta er ágætisredding þegar maður er með gamlan bíl.
var að vinna við þetta í mörg ár hjá Sandtak í hafnarfirði, sandblása allan andsk.....
Reyndar voru frambrettin beygluð undir köntunum og þessar dældir fullar af spartli, ég var búinn að sjá það áður en hann var blásinn. Ég veit að hann lækkaði verulega þrýstingin fyrir þetta en var með mjög grófan sand í þessu. Þar sem hann fór í gegn voru aðallega bara ryðsvæði, ekkert sem skemmdist vegna of hás þrýstings eða svoleiðis, að ég best veit allavega
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 19.okt 2013, 08:28
frá Navigatoramadeus
skil þig, þetta er bara svakalega tímafrekt ef vel á að vera og verður því fokdýrt svo þetta er alveg viðunandi fyrir gamla bíla, allt betra en að láta ryðga áfram.
keep up the good work :)
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 20.okt 2013, 17:53
frá bjarni95
Setti nýja sílsa undir bílinn í dag og hélt áfram undirvinnunni, gaman gaman :)
Bílstjórasílsinn komin undir og nokkuð af trefjasparti í göt

Farþegasílsinn komin undir, óspartlaður


Trefjaspartlað yfir sárið og hnoðin bílstjórameginn

Búið að loka gatinu að aftan og spartla yfir

Trebbamotta yfir gatinu við áfyllingalokið, á eftir að draga trebbaspartl í þetta

Svona var helgin hjá mér :)
-Bjarni
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 22.okt 2013, 23:24
frá bjarni95
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 23.okt 2013, 08:19
frá hobo
Ég er nú ekki vanur að vera með neikvæð komment, en bílasmiður sagðu mér eitt sinn að trefjaplast ætti ekki heima með stálboddíi. Boddíið væri að hreyfast og teygjast en trebbinn gerir það ekki, þangað til hann slítur sig lausan frá stálinu með tilheyrandi ryðmyndun og fleira eftir örfá ár.
Og svo hnoðaðar blikkplötur í sílsum, eru sílsar ekki krítískir upp á styrk bílsins?
Sorry fyrir að vera með leiðindi, best væri ef þú gætir skotið þessi komment á kaf og haldið áfram með framtakssemina og klárað bílinn, sem verður örugglega tekið eftir á fjöllum.
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 23.okt 2013, 08:41
frá Ingójp
Trebbi á ekki heima þarna. Frábært að heilmála tíkina svo springur trebbinn. Myndi skera þetta burt og sjóða í þetta
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 23.okt 2013, 08:52
frá ellisnorra
Trebbi er fínn í druslureddingar (er ekki að kalla þessa súkku druslu) en ekki ef viðgerðin á að endast í meira en eitt ár án þess að ryð komi út.
Þetta er hinsvegar mjög gott framtak og gífurlega dýrmætt í reynslubanka ungs bílaáhugamanns. Og svo þegar frá líður þessari yfirhalningu sérðu best sjálfur hvað á að gera og hvað ekki. Í næsta verkefni verðuru reynslunni ríkari og svoleiðis lærum við grúskararnir.
Sjálfur hef ég alltaf reddað mér í skúrnum og allt sem ég kann hef ég lært sjálfur með aðstoð vina og ættingja.
Cheap budget verkefni hafa alltaf heillað mig, amrískir þættir um uppgerðir á bílum með nánast ótakörkuðum peningum er ekki minn tebolli.
Mér finnst þetta semsé æðislegt og hvet þig til að halda áfram svona fikti!
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 23.okt 2013, 10:45
frá juddi
Mikið rétt hjá Ella ungir menn þurfa að byrja einhverstaðar og þetta er metnaðarfullt verkefni meðan flestir jafnaldrar eru fastir í tölvuleikjum ,kanski kemstu ekki í suðu til að sjóða í þetta annars er mun betra að nota plastviðgerðarefni heldur en trebba það springur síður frá
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 23.okt 2013, 12:10
frá Navigatoramadeus
hobo wrote:Ég er nú ekki vanur að vera með neikvæð komment, en bílasmiður sagðu mér eitt sinn að trefjaplast ætti ekki heima með stálboddíi. Boddíið væri að hreyfast og teygjast en trebbinn gerir það ekki, þangað til hann slítur sig lausan frá stálinu með tilheyrandi ryðmyndun og fleira eftir örfá ár.
Og svo hnoðaðar blikkplötur í sílsum, eru sílsar ekki krítískir upp á styrk bílsins?
Sorry fyrir að vera með leiðindi, best væri ef þú gætir skotið þessi komment á kaf og haldið áfram með framtakssemina og klárað bílinn, sem verður örugglega tekið eftir á fjöllum.
sílsar eru krítískir uppá styrk bílsins þegar hann er með "sjálfberandi" boddý, þeas, án grindar en það á ekki við hérna.
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 23.okt 2013, 12:31
frá hobo
Já er það svoleiðis já, ok.
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 23.okt 2013, 17:50
frá Stebbi
Navigatoramadeus wrote:
sílsar eru krítískir uppá styrk bílsins þegar hann er með "sjálfberandi" boddý, þeas, án grindar en það á ekki við hérna.
Reyndu að taka þessa umræðu við skoðunarmenn á Íslandi. Svo þegar þú ert búin að lesa yfir þeim þá ætla ég með bílinn minn í skoðun. :)
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 23.okt 2013, 18:09
frá Sævar Örn
Í hvað festast t.d. bílbelti bílanna? yfirleitt í hurðarpóst sem tekur styrk sinn að miklu leiti frá innri síls, innri síls festist svo í ytri síls sem oft er ryðgjarn, ég hef margoft séð grindarbíla með það ryðgaða sílsa að beltisfestingar losna, sem betur fer bara þegar ekki hefur á það reynt heldur bara þegar eigandinn var að setja á sig beltið.
Það finnst mér ekki í lagi og því finnst mér það rétt að þetta sé krítískur hluti yfirbyggingarinnar, og þá allra helst að ytri síls sé gatlaus svo saggi ekki í tómarýminu og innri síls nái að ryðga líka
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 24.okt 2013, 13:58
frá bjarni95
Ég veit nú ekki alveg hvernig ég á að svara þessu. Þetta er eitthvað sem ég læri bara af :-) þetta er nú bara jeppi, ekki forsetabíllinn. En eins og komið hefur fram er ég að gera þetta á um 150 þús króna budgeti og er ég vel innan þeirra marka nú þegar :-)
Varðandi sílsana þá vissi ég þetta bara ekki, þrátt fyrir það ætla ég að halda mig við hnoð og vel af trebba með, það er nú mikið hald í trebbanum ef það er mjög gróft undirlag sem trebbinn nær taki á. Ég gerði sílsana mjög grófa undir trebbanum og hurðafalsið er mjög gróft eftir sandblásturinn svo ég held að þetta eigi eftir að halda ágætlega. Svo kemur stór stigbrettatankur undir sílsinn svo það kemur vonandi aldrei högg uppundir hann.
Ég set líka vel af ryðvörn undir allar bætur og inni holrými til að gefa þessu nokkur ár í viðbót.
En auðvitað fer þetta allt í reynslubankann og geri ég þetta betur næst, þá verð ég vonandi með suðugræjur ofl. þetta er vonandi bara byrjunin á löngum jeppadelluferli :-)
-Bjarni
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 24.okt 2013, 15:01
frá birgthor
Navigatoramadeus wrote:sílsar eru krítískir uppá styrk bílsins þegar hann er með "sjálfberandi" boddý, þeas, án grindar en það á ekki við hérna.
Ég hef aldrei áttað mig á því hvernig menn fá þessa niðurstöðu. Sjálfberandi yfirbyggingar eru styrktar öðruvísi en yfirbyggingar á grind, sílsar yfirbygginga er mikilvægir burðarþolslega hvort sem er um sjálfberandi yfirbyggingu eða ekki. Það er ekki langt síðan alvarlegt slys var þar sem froðufylltir sílsar á grindar jeppa voru taldir ástæða þess hversu yfirbyggingin fór illa.
http://fib.is/myndir/FIB-3.2011.pdfSjá bls 24-26
Suzuki Vitara er ekki einn af þeim bílum sem eru hvað sterkastir þegar kemur að tæringu og burðarþoli, því mæli ég eindregið með því að þú lagir sílsana og gerir þetta almennilega. Burðarþol yfirbyggingar er ekki einungis til þess að bera bílstjóran og farþegar í sætunum heldur eiga yfirbyggingar bíla að verja þig í árekstrum eða bílveltum.
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 24.okt 2013, 17:37
frá ellisnorra
Þessi grein er nú efni í alveg annan þráð og allar staðreyndarvillurnar sem í henni eru.....
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 24.okt 2013, 19:52
frá Freyr
Hef einmitt "dáðst" að skoðunarstöðvunum í mörg ár vegna sílsa. Setja endurskoðun á bíl vegna styrkleikamissis en hleypa honum svo í gegn með t.d: Álímdum tjöruborða með áli á annarri hliðinni, plötu með hnoð á hornunum og kítti, poly urethan fylling með málningu yfir o.s.frv....
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 24.okt 2013, 21:34
frá Stebbi
Ég fæ til dæmis athugasemd út á styrkleikamissir á innri síls hjá mér sem er ekkert annað en blikkplata sem hlífir hlið bílsins þar sem hún kemur niður fyrir gólfplötu. Í mínu tilfelli er enginn styrkur í svokölluðum síls en þetta ryðgar með árunum og svo er þetta byrði einfaldlega fjarlægt og ryðvarin innri hliðin á boddýinu, þá fær maður athugasemd en......... ef ég tek 2,5" rör og renni inn í sárið og festi það til endana með subbulegri suðu þá er litið svo á að búið sé að bæta upp styrkleikamissinn og engin athugasemd.
Þetta segir allt sem segja þarf um skoðanstöðvar og styrkleika sílsa. Og til að taka allan vafa af þá er berandi hluti boddýs hjá mér í gólfbitum sem liggja út í hliðarbita sem eru inní hliðunum á bílnum. Allt þetta berandi dót er fyrir ofan þennan "síls" sem skoðanamenn sjá ekki sólina fyrir.
Nú veit ég ekki hvernig frágangurinn á súkkuni er en það er um að gera að skoða það vel, það er ekkert víst að sílsinn sé það krítískur hluti af yfirbygginguni. Það eru ekki allir bílar eins smíðaðir.
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 24.okt 2013, 23:47
frá bjarni95
Stebbi wrote:
Nú veit ég ekki hvernig frágangurinn á súkkuni er en það er um að gera að skoða það vel, það er ekkert víst að sílsinn sé það krítískur hluti af yfirbygginguni. Það eru ekki allir bílar eins smíðaðir.
Nú er ég að gera þetta í fyrsta skipti svo ekki dæma mig hart ef ég fer að bulla eitthvað.
Eins og þetta var hjá mér var ytri sílsinn að hverfa af ryði en aldrei neitt sett á það í skoðunum seinustu ára. Þegar ég skar ytra byrðið í burtu blasti við mér ynnri síls alveg óryðgaður og stráheill, þar voru einnig hurðapóstarnir fremri og aftari en þeir fóru í innra byrðið og festast þar. Ég tel því að ytra byrðið sé að mestu leyti hlíf fyrir innra byrðið og að það sé ekki mikill styrkur í honum miðað við innri sílsinn. Eins og ytri sílsinn er smíðaður original gefur hann mikið eftir við högg uppundir hann sem ég tel að sílsinn hjá mér þoli betur, svo kemur níðsterk trefjamotta sem fer á mjög gróft undirlag sem heldur trefjunum betur við stálið og veitir því mikinn styrk, þar ofaná set ég svo mjúkt bílaspartl til að fá slétta áferð, spartlið þolir vel hristing og hreyfingu áður en það springur.
-Bjarni
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 30.okt 2013, 00:41
frá bjarni95
Núna er búið að gluða grunni á græjuna og fær hún vonandi lit annað kvöld :)



Photobomb frá kæró og besta vini ;)

-Bjarni
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 30.okt 2013, 01:14
frá íbbi
flottur gangur í þessu hjá þér.
þú ert samt að ofmeta styrk trebbans, hann sem slíkur er nokkuð sterkur, en hann fer út í veður og vind leið og það kemur almennilegt högg á bílinn. trebbi er fínn til að loka suðunum og flr slíkt, en maður notar hann ekki einan og sér sem ryðbætiefni.
en maður verður að byrja einhverstaðar. og sú reynsla sem þú ert að afla þér fer öll í reynslubankann,
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 02.nóv 2013, 23:47
frá bjarni95
Jæja, það er kominn litur á bílinn, reyndar er hann nánast tilbúinn en myndir af því koma seinna.
Svona leit hann út á föstudaginn eftir að rúðan fór í

Bara skemmtilegt!
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 03.nóv 2013, 00:42
frá jeepcj7
Flottur
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 03.nóv 2013, 22:45
frá Stebbi
Svo er bara að smyrja hann saman og fara út að jeppast.
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 03.nóv 2013, 23:43
frá bjarni95
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 13.nóv 2013, 13:52
frá TDK
djöfull líst mér vel á þetta litakombó.
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 13.nóv 2013, 14:40
frá Gunnar00
Lúkkar Helvíti vel hjá þér.
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 02.des 2013, 23:05
frá bjarni95
TDK wrote:djöfull líst mér vel á þetta litakombó.
Gunnar00 wrote:Lúkkar Helvíti vel hjá þér.
Takk fyrir :)
Það verður allavega erfitt að týnast svona hehe
-Bjarni
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 02.des 2013, 23:14
frá LFS
mjög töff hefur heppnast nokkuð vel hja þer !
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 02.des 2013, 23:25
frá bjarni95
LFS wrote:mjög töff hefur heppnast nokkuð vel hja þer !
Takk, já ég er mjög ánægður með þetta :)
Re: Súkkan verður appelsínugul!
Posted: 03.des 2013, 13:27
frá gislisveri
Þú verður að uppfæra prófílmyndina þína maður!
Súkkukveðja,
Gísli.