Síða 1 af 1

Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 11.okt 2013, 13:46
frá helgip
Sælir
Ég er búinn að fylgjast með þessum vef lengi og finnst hann bæði fræðandi og skemmtilegur.

Ég er með algera byrjenda spurningu sem ég vona að einhver geti svarað.
Mér býðst Jeep Grand Cherokee 2002 með 4.7 veĺ sem er ekin ca 70-80 þús mílur. Það er farin headpakkning og það var eitthvað surg og læti í vélinni. Stimpill farinn?

Er einhver fróður hér sem gæti skotið ca. á hvað kostar að taka upp svona vél.?

Bíllinn er lítið slitinn og yrði notaður í sumarferðir .

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 11.okt 2013, 14:00
frá villi58
Erfið spurning, of litlar upplýsingar þannig að þú ættir að fá einhvern sem hefur mikið vit á svona vélum. Getur verið frá nokkrum tuga þúsunda til nokkuð hundruð. Mátt alveg reikna með að mótorinn sé ónýtur en ætti vera hægt að meta ástand nokkuð nærri lagi ?

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 11.okt 2013, 16:49
frá Aparass
Þegar heddpakkningar fara í 4,7 lítra vélinni þá vill heddið stundum þenjast það mikið út að ventilsætin losna og þá lemur hann öllu saman, samt yfirleitt bara á aftasta cylender þar sem kælingin er minnst.
Það er fullt af pening sem kostar að laga þetta.
Það borgar sig öruglega að fara í tímagírinn á vélinn þegar þetta er gert og bara tímagírssettið kostar sirka 140 þús.
Það virðist allt vera ótrúlega dýrt í þessa vél.
T.d. bara pönnupakkningin kostar minnir mig 30 þús. Hún er hluti af svona "spash shield"
Að henda svona vél á verkstæði og láta gera hana upp kostar sennilega aldrei undir miljón miðað við að það sé farið í kjallara líka og skipt um legur o.þ.h

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 11.okt 2013, 16:54
frá sukkaturbo
Sælir ég mundi athuga með aðra vél úr svona bíl sem verið er að rífa en er hægt að gangsetja og prufa. kveðja guðni

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 11.okt 2013, 17:12
frá H D McKinstry
Að laga þessa vél kostar um 6-900.000,- á verkstæði.

Og svo á eftir að finna út afhverju vélin fór svona? Vatnskassi, lok á vatnskassa, vatnsdæla og vatnslás er algengt að sé ónýtt þegar þessir bílar hitna mikið.

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 11.okt 2013, 18:07
frá JLS
Ja hérna, ég sem hef alltaf haldið að það væri dýrt að gera við dísel vélar og ódýrt að gera við bensínvélar. Það er greinilega ekki svo lengur :)

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 11.okt 2013, 20:06
frá dart75
þetta er reyndar mjög einföld vél að gera upp og mun odýrara en að taka upp disel mótor

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 11.okt 2013, 20:37
frá Freyr
Ef það bankar í vélinni eru allar líkur á að það sé farinn stangarlega, það er þekktur veikleiki í þessum vélum. Ekki nema þú gætir gert allt sjálfur og hafir aðgang að ódýrum varahlutum eða heilli vél mun það aldrei standa undir sér fyrir þig að kaupa þennann bíl. Þyrftir að fá hann gefins til að þetta eigi möguleika á að standa undir sér m.v. að kaupa bíl með vél í lagi. Það er hægt að fá svona bíla í lagi á lítinn pening núorðið. Það eru nokkrir '02 með ásett verð 690 á bílasölur.is, pottþétt hægt að fá einhvern þeirra á um hálfa, einnig sé svona bíla kringum það verð og jafnvel ódýrari á bland.is.

Kv. Freyr

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 12.okt 2013, 00:31
frá Garðar
aðalspurningin er hvaða hljóð þetta er.
það er ekki svo dýrt í þetta ef maður flytur varahlutina sjálfur inn að gera þetta upp.
Ég tók svona vél með ónýtar heddpakkningar og stimpilbank í gegn, skipti um heddpakkningar, allan tímagír, alla stimpla og undirliftur. varahlutir kostuðu ca 120þús þannig að ef maður getur unnið vinnuna sjálfur er þetta ekkert fráleitt en maður má samt ekki borga mikið fyrir bílinn

Re: Biluð vél í Grand Cherokee

Posted: 12.okt 2013, 13:29
frá AgnarBen
Það er 2001 svona bíll til sölu í Fréttablaðinu í dag á 550 þús, ekinn 112 þús.km, skoðaður ´14.