Síða 1 af 1
Wranglerprump
Posted: 10.okt 2013, 11:10
frá sjoari
Ég var að fá mér 1994 Wrangler með 2.5L vél og var að spá í hvort einhver gæti aðstoðað mig hérna. Þannig er mál með vexti að þegar ég gef honum inn þá finnst mér vera eitthvað prumpuhljóð í honum, ég er búinn að skipta um kerti og loftsíu, kveikjulokið var ekki til og ekki heldur hamar og þræðir. Ég þreif loftspjaldið við inntaksgreinina og lagaðist hann eitthvað við það. En einhvern veginn finnst mér að vélin eigi að vera aðeins kraftmeiri og ekki svona prump. Bíllinn er eiginlega orginal, óbreyttur og annars bara fínn.
Re: Wranglerprump
Posted: 10.okt 2013, 18:19
frá dórikaldi
hann er bara með innilokunar verki á að vera á svona lítilli eyju :-)
Re: Wranglerprump
Posted: 11.okt 2013, 09:24
frá Wrangler Ultimate
Sælir átti svona vél í nokkur ár.
Þetta er í raun einfalt, ef bíllinn er að hökta/prumpa þá er annaðhvort ekki neisti að skila sér eða bensín.. nema þetta sé tölvuvesen.
Kertaþræði, hamar og kveikjulok er möst að skipta um, síðan þarftu að skoða spíssana og bensínsíuna hjá þér og mögulega dæluna ef hitt er í lagi.
Ef ekkert af þessu virkar... tja þá er ég ráðalaus í bili en ég held að þetta liggi í einhverju af ofantöldu.
kv
Gunnar
www.F4x4.is
Re: Wranglerprump
Posted: 11.okt 2013, 09:45
frá juddi
Því miður eru sumir Wranglerar ekki með bensín síu orginal og hafa spíssar því verið að stíflast í þeim og valda gangtruflunum
Re: Wranglerprump
Posted: 11.okt 2013, 10:36
frá sjoari
Ég setti einhvern spíssahreinsi í bensínið en það skilaði ekki miklu, en ég er að tippa á að þetta sé dælan, hún sé að taka loft eða bara slitin, þegar það minnkar á tanknum þá liggur við að það drepist á bílnum þegar ég gef honum inn, sérstaklega í halla.Takk fyrir svörin strákar.
Re: Wranglerprump
Posted: 11.okt 2013, 20:12
frá Freyr
Svissaðu á - af - á - af - á, gerðu það á innan við 5 sek. Þá fer vélarljósið að blikka til að sýna villukóða, hringurinn endar á 55. Ef það koma t.d. fyrst tvö blikk, svo fjögur blikk og svo tvisvar sinnum fimm blikk er kóði 24 til staðar. Hringurinn endurtekur sig aftur og aftur meðan svissað er á, endar alltaf á 55 og byrjar svo upp á nýtt. Settu hingað inn hvaða kóðar koma. Það er þó ekki gefið að það séu kóðar þó hann láti svona en ekki spurning að athuga það samt.
Freyr
Re: Wranglerprump
Posted: 23.okt 2013, 09:52
frá sjoari
Ástæðan fyrir prumpinu var að samsetningin frá pústgreininni, fyrir ofan afgasnemann, var laus um 1 sentimeter og þá fékk neminn einhver vitlaus boð og virkjaði ekki innspýtinguna.
En nú er það næsta verkefni og er það að finna hvers vegna maður þarf að starta vélinni lengi áður en hún fer í gang, þegar hún er búin að standa yfir nótt. Hún fer ekki í gang fyrr en það kviknar á örinni í mælaborðinu.