Viðhald og fyrirbyggjandi aðgerðir

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
simmiguide
Innlegg: 2
Skráður: 09.okt 2013, 21:44
Fullt nafn: Sigmundur Grétar Hermannsson

Viðhald og fyrirbyggjandi aðgerðir

Postfrá simmiguide » 09.okt 2013, 21:51

Góða kvöldið,

Ég er lengi búinn að velta því fyrir mér að versla mér miðlungs breyttan jeppa. Ég hef ákveðið að kaupa 2003 -2005 árgerð af Toyota Hilux, helst 35" breyttan með dísel vél. Ég hef litla þekkingu á vélum og viðgerðum en stefni að því að læra eitthvað aðeins svo ég sé ekki gjörsamlega úti á þekju.

Ég var bara að velta því fyrir mér hvert þið mynduð fara með svona HIlux í söluskoðun?
Er eitthvað sem ég þarf að skoða sérstaklega varðandi ástand á svona bíl áður en ég kaupi hann annað en að hann hafi verið smurður reglulega og líti almennt vel út?
Það þýðir nefnilega ekkert fyrir mig að kíkja undir bíl því ég hef ekki hundsvit á því hvernig þetta á allt saman að líta út.



User avatar

Gilson
Innlegg: 70
Skráður: 21.aug 2012, 22:28
Fullt nafn: Gísli Þór Sigurðsson

Re: Viðhald og fyrirbyggjandi aðgerðir

Postfrá Gilson » 09.okt 2013, 23:33

Varðandi söluskoðun held ég að það væri vel við hæfi að fara með hann í Arctic trucks


Höfundur þráðar
simmiguide
Innlegg: 2
Skráður: 09.okt 2013, 21:44
Fullt nafn: Sigmundur Grétar Hermannsson

Re: Viðhald og fyrirbyggjandi aðgerðir

Postfrá simmiguide » 09.okt 2013, 23:42

Takk fyrir fljótt svar.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 9 gestir