Síða 1 af 1

Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 29.sep 2013, 10:29
frá thorjon
Sælir félagar,
Jæja, skal nú enn einu sinni leitað í fróðleiksbrunn ykkar :)

Er að standa í hækkunarveseni og færslu á hásingum etc. á Patrol 98 og finnst maður er að standa í þessarri vitleysu datt mér í hug hvort ég ætti að færa gormana á afturhásingunni út undir grind ?

Hver er kosturinn ?

á maður þá að smíða sætið beint undir grind ? er ég þá að miða í raun við það sem platan fyrir samsláttarpúðann er á hásingunni ?

Hvað þarf ég að hafa þykkt í botnplötunni ?

og eitt annað sem ég var að velta fyrir mér,,, þarf ekki að sulla olíunni af drifinu áður en soðið í það ? og í þeirri spurningu var e´g líka að velta fyrir mér þarf maður að rífa öxlana alveg úr ? semsagt bara vera með "berann hólkinn"/hásinguna meðan suðuvinna er framkvæmt eða hvernig hafa menn verið að leysa þetta ?

Amms, fullt af spurningum en sannfærður að þarna úti eru einhverjir sem eru margoft búnir að framkvæma þetta og geta beint mér á rétta braut í þessum efnum ;)

kv: Þórjón

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 29.sep 2013, 11:09
frá jongud
Nú er ég ekki Patrol sérfræðingur en varðandi suðuna þá skiptir máli hve nálægt olíunni þú ert að sjóða og hvað mikið.
Ef þú ert t.d. að sjóða demparafestingu utarlega á hásingu á þarftu ekki að hafa áhyggjur af olíunni í drifinu, svo er líka ekki gott að sjóða mikið í einu utaná hásingar, heldur taka hlé. Einhversstaðar sá ég því haldið fram að hásingin gæti farið eitthvað að vinda sig ef verið er að sjóða mikið á hana öðru megin.
Svo er líka gott að nota tækifærið og öxuldraga og tappa af olíunni og tékka á hjólalegunum.

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 29.sep 2013, 11:32
frá arniph
því utar sem gormar og demparar eru á hásinguni því stöðugri verða bílarnir heldur en að hafa þá mjög innarlega en hann misfjaðrar minna aftur á móti sem virðist skipta suma voðalega miklu máli.

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 30.sep 2013, 18:19
frá Brjotur
Sem sönnum og anægðum patroleiganda þa finnst mer það vera ut i hött að færa gormana ut undir grind , billinn er frabær i akstri eins og hann er, og ekki er hann valtur , og eins og bennt var a þa styttir þu fjöðrunina og menn eru nu yfirleitt að reyna að lengja hana frekar en stytta :) afhverju að breyta þvi sem gott er ? eg bara spyr ?

Kveðja Helgi

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 30.sep 2013, 21:33
frá thorjon
Takk fyrir svörin félagar. Já ætli maður láti gormadruslurnar þá ekki bara vera áfram á sínum stað :) Enda nóg annað að bogglast við þessa breytingu þó svo maður bæti ekki ofaná vinnuna ;)

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 30.sep 2013, 22:19
frá ofur patti
Sæll það eru ekki neinir kostir við að færa gormana utar þá lendir þú í því að þegar billin misfjaðrar rekst dekkið í gormaskálina það er miklu betra að hækka með þvi að færa standard gormaskálina niður ef þú vilt losna við klossana að sjóða í hásingu og rör er mjög vandassamt farðu varlega í það það veit maður eftir 25 ára vinnu við járnsmiði

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 30.sep 2013, 23:27
frá thorjon
ofur patti wrote:Sæll það eru ekki neinir kostir við að færa gormana utar þá lendir þú í því að þegar billin misfjaðrar rekst dekkið í gormaskálina það er miklu betra að hækka með þvi að færa standard gormaskálina niður ef þú vilt losna við klossana að sjóða í hásingu og rör er mjög vandassamt farðu varlega í það það veit maður eftir 25 ára vinnu við járnsmiði


Var nú reyndar að spá í að fá mér OME progressive gormana, þessa sem eru standard 10 cm lengri en original
i staðinn fyrir að setja klossa eða síkkun á gormaskál, en þar sem ég er að færa hásinguna einnig 7 sm. aftar er ég þá ekki samt sem áður bundinn við að sjóða í/á hásinguna neðri gorma"festinguna" til að færa hana á sinn stað ?

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 01.okt 2013, 15:53
frá ivar
Var nú reyndar að spá í að fá mér OME progressive gormana, þessa sem eru standard 10 cm lengri en original
i staðinn fyrir að setja klossa eða síkkun á gormaskál, en þar sem ég er að færa hásinguna einnig 7 sm. aftar er ég þá ekki samt sem áður bundinn við að sjóða í/á hásinguna neðri gorma"festinguna" til að færa hana á sinn stað ?

Ef ég skil þig rétt, þá getur þú sloppið við hásingasuðu með því að lengja stífurnar um þessa 7cm og færa gormaskálina uppi á grind.

Re: Hver er kosturinn við að færa afturgormana "utar"

Posted: 02.okt 2013, 03:59
frá Brjotur
Það er lang minnsta malið að færa gormasætið a hasingunni efra sætið er rammbyggt a grindina hundfult að færa það :(