musso tregur í gang

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

musso tregur í gang

Postfrá runar7 » 28.sep 2013, 23:28

musso hjá mér 2,9 tdi er ótrúlega skrítin í gang þegar hann er kaldur hann flýgur í gang, gengur í svona 1-3 sec og deyr aftur svo þarf ég bara að starta og starta í 1-2 mínutur og þá rétt höktir hann í gang og er svo alveg eðlilegur eftir það dettur ykkur eitthvað í hug hvað þetta gæti verið ?



User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: musso tregur í gang

Postfrá snöfli » 29.sep 2013, 12:42

Hljómar eins of loft í dísil lögn einhversstaðar frá tanki að olíuverki. Olía til að starta strax inná spíssum og olíuverki, þarf svo að dæla loftbólu í gegn eftir það. l.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: musso tregur í gang

Postfrá snöfli » 29.sep 2013, 12:56

Gætir séð smit einhversstaðar. Gat nógu lítið til að loft kommist inn þegar dautt er á olíudælunni þarf ekki að vera það stórt að leki sjáist vel. Fara í genum öll tengi og þétta. Hosuklemmur etc. Það er blikklok afturí undir aftursætinu á þessum bíl, ef ég man rétt, bílstjórameginn. Þar undir er tengingin í tankinn með hæðarmælium etc. Kíktu þar líka. Þar ryðgar þetta stundum. Allavega þrífa og horfa eftir smiti og herða upp.


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: musso tregur í gang

Postfrá juddi » 29.sep 2013, 15:09

Skoða vel hráolíusíu og ekki hika við að skipta um hana ef hún er ekki nýleg
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


JLS
Innlegg: 87
Skráður: 31.jan 2012, 21:15
Fullt nafn: Jens Líndal

Re: musso tregur í gang

Postfrá JLS » 29.sep 2013, 18:39

Ég er með svona Musso dísel sem er með sama vesen og þú lýsir, þar sem minn músso er notaður sem túnjeppi í sveitinni þá var þetta vandamá leyst á auðveldan hátt, við leggjum honum alltaf í smá brekku/halla með framendann niður, þá dettur hann alltaf í gang sé nóg rafmagn, en halli hann aftur yfir nótt eða lengur þá þarf nánast að beyta rússa aðferðinni með að hafa bensínstartmótor :)

En það er auðvelt að prufa leggja bílnum í smá halla, ef hann dettur í gang þá er gat á lögn :)


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: musso tregur í gang

Postfrá sukkaturbo » 29.sep 2013, 18:54

Sæll settu rafmagnsdælu á þetta og rofa svona dæla fæst í Bílanaust kveðja guðni


Höfundur þráðar
runar7
Innlegg: 169
Skráður: 06.nóv 2012, 15:58
Fullt nafn: Rúnar Hlöðversson

Re: musso tregur í gang

Postfrá runar7 » 30.sep 2013, 00:40

þið eruð nú meiri snillingarnir fann smá pínu lítið gat á slönguni sem kemur frá tankinum og fer inn á olíuverkið við hliðinna á spíssunum stitti slönguna aðeins og tróð henni aftur upp á og bíllinn eins og nýr þakka ykkur æðislega fyrir allar tilögurnar þið eruð meistarar!!!


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 42 gestir