Ég er að þrjóskast til að skipta um hjólalegu að framan í Hiluxhásingu. Þannig er mál með vexti að það fór allt í döðlur og ég plokkaði gömlu innri leguna út í frumeindum, fremri virðist þó hafa sloppið en ég er kominn með allt nýtt í nafið.
Ég er búinn að koma leguhúsinu og draslinu fyrir inní nafinu, en kem ómögulega legunni uppá draslið á hásingunni því það er eins og það sé eitthvað hak fyrir þarna innarlega (sjá viðhengið), en það er vel brotið uppúr því. Semsagt vantar alveg góðan cm að ég komi nafinu á réttan stað.
Það eru alveg ummerki um að allt hafi farið í döðlur, nuddað hér og þar og eins og einhver hafi misst slípirokk hingað og þangað yfir dótið. Hinn sénsinn er að ég hafi fengið vitlausa legu, sem ég efast samt um því hún smellpassar inn í nafið.
Hérna er ágætis skýringamynd af þessu dóti, þetta er semsagt innsta draslið.

Einhverjir reynsluboltar?