Síða 1 af 1
Eldsneitistanka smíði
Posted: 23.sep 2013, 21:04
frá sá gamli
Sælir.
ég var að spökulera hvort það væru ekki einhverir héna sem ættu myndir eða teikningar að bensíntank sem ég gæti smíðað mér sem aukatank í jeppanhjá mér. Er á litlum bíl og það er ekkert plás undir honum þannig að ég var að spá í að smíða tank inní bílin.
Re: Eldsneitistanka smíði
Posted: 23.sep 2013, 22:48
frá Cruser
Er þá ekki málið að smíða sílsatanka?
Kv Bjarki
Re: Eldsneitistanka smíði
Posted: 24.sep 2013, 11:24
frá villi58
Cruser wrote:Er þá ekki málið að smíða sílsatanka?
Kv Bjarki
Gott að hafa flotholt
Re: Eldsneitistanka smíði
Posted: 24.sep 2013, 11:30
frá Hjörturinn
Svo selur vélasalan plasttanka á mjög góðu verði í mörgum mismunandi stærðum, myndi tékka á þeim áður en þú smíðar.
Re: Eldsneitistanka smíði
Posted: 24.sep 2013, 16:14
frá biturk
Taktu bara mælingar og custom smíðaðu, lang best
Hvernig bíll er þetta
Re: Eldsneitistanka smíði
Posted: 25.sep 2013, 00:45
frá sá gamli
Ekki hef ég heirt um þessa plasttanka, ætla að skoða þá.
ég hef alla aðstöðu til að smíða tank en var bara að spá hvað ég þyrfti margar milliplötur í tankin svo það sé ekki að veltast stnslaust í honum.
ég ek á gaz 69
Re: Eldsneitistanka smíði
Posted: 25.sep 2013, 12:37
frá biturk
sá gamli wrote:Ekki hef ég heirt um þessa plasttanka, ætla að skoða þá.
ég hef alla aðstöðu til að smíða tank en var bara að spá hvað ég þyrfti margar milliplötur í tankin svo það sé ekki að veltast stnslaust í honum.
ég ek á gaz 69
það náttúrulega fer dálítið bara eftir stærð á honum í sjálfu sér og virðist vera allur gangur á því þegar maður hefur opnað kassa
ég myndi hafa svona 30cm sirka á milli plata og hafa opið upp i og niðri á hverju platta umþabil 5cm á hæðina, þá ætti maður að vera búinn að stoppa mest allan sulligang í tanknum en samt hafa yfirdregið fyrir eldsneitið til að renna á milli hólfa