Síða 1 af 1
Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 20.sep 2013, 14:52
frá StefánDal
Í kjölfar umræðunar hérna:
viewtopic.php?f=5&t=20134fór ég að velta því fyrir mér hvort einhver hérna hafi útbúið svona handbremsu í jeppa aftan á millikassa. Bremsudiskurinn er festur á milli flangsa á drifskafti og millikassa

Þetta er í sjálfu sér ekki ólíkt orginal útbúnaði í td. Patrol nema hvað að hér er notaður diskur. Ég hef hinsvegar verið að velta því fyrir mér í gegnum tíðina hvort það sé hægt að komast hjá því að vera með þetta barka tengt og þurfa þá að finna bremsudælu úr td. Subaru 1800.
Nota í staðin bremsudælu úr mótorhjóli með þar sem handfangið er þrællinn og forðabúrið í senn.
viQHg~~60_35.JPG)
Er þetta of veikburða búnaður? Eða jafnvel ólöglegt?
Fann ekki betri mynd af mótorhjólabremsubúnað en þessa. Myndin hér að ofan sýnir bremsubúnað úr krossara. En í Suzuki Hayabusu er þetta töluvert stærra allt saman. Tvær bremsudælur meðal annars.
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 20.sep 2013, 15:10
frá Óskar - Einfari
Ég ætlaði að fara þessa leið þegar að ég skipti út afturhásingunni hjá mér. Eftir þónokkrar pælingar fannst mér þetta vera of mikil fyrirhöfn fyrir eitthvað svona "ómerkilegt" eins og handbremsu. Það var líka spurning um plássið við millikassan, hvort að diskurinn kæmist fyrir. Síðan veit ég ekki alveg hvort það sé gæfulegt að vera að bæta við þyngd á millikassaleguna. Ég er reyndar á sjálskiptum bíl og er búinn að vera án handbremsu í tvö ár og sakna hennar voða lítið. En bíllin þarf þetta víst til að fá skoðun þannig að ég er þessa stundina að setja í hann bremsudælur að aftan sem eru með handbremsum. Ég eiginlega sé eftir að hafa ekki gert það strax því að þetta stefnir allt í að verða mikklu einfaldari leið.
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 20.sep 2013, 17:14
frá StefánDal
Óskar - Einfari wrote:Ég ætlaði að fara þessa leið þegar að ég skipti út afturhásingunni hjá mér. Eftir þónokkrar pælingar fannst mér þetta vera of mikil fyrirhöfn fyrir eitthvað svona "ómerkilegt" eins og handbremsu. Það var líka spurning um plássið við millikassan, hvort að diskurinn kæmist fyrir. Síðan veit ég ekki alveg hvort það sé gæfulegt að vera að bæta við þyngd á millikassaleguna. Ég er reyndar á sjálskiptum bíl og er búinn að vera án handbremsu í tvö ár og sakna hennar voða lítið. En bíllin þarf þetta víst til að fá skoðun þannig að ég er þessa stundina að setja í hann bremsudælur að aftan sem eru með handbremsum. Ég eiginlega sé eftir að hafa ekki gert það strax því að þetta stefnir allt í að verða mikklu einfaldari leið.
Þetta var bara svona hugmynd hjá mér.
Passar ekki Subaru dælan beint á Patrol hásinguna hjá þér? Mig minnir að ég hafi heyrt að það þurfi eingöngu að bora út annað augað og þá smellpassar þetta.
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 20.sep 2013, 17:36
frá nobrks
Siðast þegar ég vissi, var vökvahandbremsa ólögleg.
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 20.sep 2013, 17:51
frá Andrés
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 20.sep 2013, 21:31
frá Freyr
Þetta er tvennt um leið, stöðuhemill og neyðarhemill og skv. reglugerð þarf neyðarhemill að vera með "beina vélræna tengingu" sem gerir glussaleiðina ólöglega. Hinsvegar eru svo margir nýlegir bílar með rafmagnshandbremsu að það er spurning hvort þeim sé stætt á þessu mikið lengur.
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 20.sep 2013, 22:23
frá Aparass
Virðist vera til fullt af sniðugu stuffi.
http://www.jdmgarageuk.com/ksport-hydraulic-handbrakehttp://www.streetrod.com.au/brakekits.htmHérna er síðan sett framleitt fyrir gömlu 4-runnerana.
https://www.allprooffroad.com/9095brake ... rkingbrake*Og meira fyrir toyotur.
http://www.sky-manufacturing.com/new/de ... php?id=142Hérna eru sniðugar dælur til að mixa í hvað sem er.
http://www.alko.com.au/vehicle-technolo ... al/brakes/Sumt af þessu kostar fullt af þúsundköllum og annað gefur manni bara góðar hugmyndir að búnaði sem hægt væri að smíða.
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 20.sep 2013, 22:37
frá Sveinbjörn V
Svona glussadælur úr sleðum eða hjólum missa alltaf þrýstinginn eftir x tíma. Halda stundum bara í nokkra klukkutíma.
Best að gleyma þessari hugmynd strax segi ég.
Þetta er ekki hannað til að halda þungum hlutum !
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 22.sep 2013, 09:12
frá Óskar - Einfari
StefánDal wrote:Óskar - Einfari wrote:Ég ætlaði að fara þessa leið þegar að ég skipti út afturhásingunni hjá mér. Eftir þónokkrar pælingar fannst mér þetta vera of mikil fyrirhöfn fyrir eitthvað svona "ómerkilegt" eins og handbremsu. Það var líka spurning um plássið við millikassan, hvort að diskurinn kæmist fyrir. Síðan veit ég ekki alveg hvort það sé gæfulegt að vera að bæta við þyngd á millikassaleguna. Ég er reyndar á sjálskiptum bíl og er búinn að vera án handbremsu í tvö ár og sakna hennar voða lítið. En bíllin þarf þetta víst til að fá skoðun þannig að ég er þessa stundina að setja í hann bremsudælur að aftan sem eru með handbremsum. Ég eiginlega sé eftir að hafa ekki gert það strax því að þetta stefnir allt í að verða mikklu einfaldari leið.
Þetta var bara svona hugmynd hjá mér.
Passar ekki Subaru dælan beint á Patrol hásinguna hjá þér? Mig minnir að ég hafi heyrt að það þurfi eingöngu að bora út annað augað og þá smellpassar þetta.
Það þarf að bora út og snitta báða færsluboltana fyrir subaru dæluna þegar að hún er sett á patrol kjamma.
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 22.sep 2013, 18:58
frá sukkaturbo
Sælir lýst vel á þessa umræðu það þarf einmitt að smíða handbremsu í 54" Cuserinn á millikassan og líka að koma hraðamælinum í samband. Við erum með Tacoma millikassa og í Tacoma er rafmagnsmælir en við erum með barkamælir kveðja Guðni
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 22.sep 2013, 20:00
frá Stebbi
Passar ekki barkamælir úr hilux í gatið í staðin fyrir rafmagnsdótið.
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 22.sep 2013, 20:14
frá sukkaturbo
Sæll Stebbi þú segir nokkuð þetta verð ég að skoða og takk fyrir hintið læt vita kveðja guðni
Re: Handbremsa á drifskaft með bremsudisk?
Posted: 22.sep 2013, 20:54
frá StefánDal
Stebbi wrote:Passar ekki barkamælir úr hilux í gatið í staðin fyrir rafmagnsdótið.
99% viss um það