Síða 1 af 1
Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 20.sep 2013, 09:23
frá vignirbj
Ég er með Ford Explorer 91, hann er sjálfskiptur og með drifið á framhásingunni bílstjóramegin. Ég er nýbúinn að kaupa dana 44 og 14b til að setja undir en þetta er undan chevrolet og framhásingin er með kúluna farþegamegin.
Spurningin er, hvort er meira vit í að breyta framhásingunni þannig að drifið sé bílstjóramegin eða mixa annaðhvort annan millikassa eða gírkassa og millikassa aftan á 4.0 vélina í bílnum?
Hefur einhver mixað eitthvað svipað aftan á þessa vél?
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 20.sep 2013, 14:50
frá vignirbj
Er enginn með neinar hugmyndir???
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 20.sep 2013, 15:36
frá Tómas Þröstur
Ég myndi forðast mix með kassa - dýr renniverkstæðavinna ef útkoman á að vera þokkaleg og öxlar í gír- millikassa verða líklega veikari með made in Iceland öxlum heldur en verksmiðjuframleiddum öxlum. Kannski væri best að finna aðra hásingu eða skifta út vél - gírkassa og millikassa í heilu lagi með heilu setti úr öðrum bíl.
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 20.sep 2013, 16:32
frá vignirbj
sennilega alveg rétt hjá þér. Kannski maður snúi bara hásingunni og fái sér svo 302 og c4
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 20.sep 2013, 16:38
frá atlifr
Sæll
Ég myndi láta snúa hásingunni. Láta gera það þannig að þú getir notað sömu öxla bara öfugu megin. Ég hugsa að það sé ekki mjög dýr aðgerð ef þú kemur með strípað rörið á verkstæði sem framkvæmir svona.
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 21.sep 2013, 07:59
frá RangerTRT
Enn hver er ástæðan að skifta ut hasingu, dana 35 klof hásinginn sem er undir orginal er alveg draumur i jeppa og er með sömu öxlum og krossum eins og dana 44
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 21.sep 2013, 11:06
frá jongud
RangerTRT wrote:Enn hver er ástæðan að skifta ut hasingu, dana 35 klof hásinginn sem er undir orginal er alveg draumur i jeppa og er með sömu öxlum og krossum eins og dana 44
Einn gallinn við klofnu hásinguna er hvað hún er könntuð að framan. Það getur munað um það í kúludrætti.
Ég mæli með hásingu undan litla bronco eða svipaðri.
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 21.sep 2013, 14:10
frá Freyr
Hvað stór dekk? Dana 30 reverse undann cherokee er með kúluna bílstjóramegin og hefur dugað fínt í þeim bílum sem eru svipað þungir og með svipað vélarafl. Hún er þó eitthvað breiðari, man ekki hve mörgum cm þó en Agnar Ben hér á spjallinu er með 8,8 undann explorer að aftan undir cherokee og getur ábyggilega uppfrætt þig ef áhugi er fyrir hendi.
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 21.sep 2013, 21:20
frá grimur
Það á ekki að vera stórmál að víxla rörunum í D44 hásingu. Fræsa/brenna úr götunum í keisingunni og skera liðhúsin laus þannig að það sé hægt að slá þetta allt í sundur. Svolítið ofbeldi en vel hægt.
Stór kostur er að það má stilla spindilhalla og afstöðu á pinjón alveg eins og best verður á kosið í svona aðgerð, ásamt því að pláss fyrir drifskaft er á réttum stað.
Við að fara með drifskaftið á "hina hliðina" veldur oftast einhverju plássveseni, t.d. púst, smursíur, olíupönnur, mótorfestingar eða annað sem þarf endilega að vera þar sem kúlan og skaftið eiga að lenda.
Bara mínir 2 aurar :-)
kv
Grímur
Re: Ford 4.0 V6 annar gírkassi eða snúa framhásingu???
Posted: 21.sep 2013, 22:41
frá vignirbj
Takk fyrir svörin, ég er að fara úr dana 35 vegna þess að drifið var ónýtt og ég vildi frekar kaupa hásingar í lagi en að eyða 50 þúsund í lítið drif.
Niðurstaðan er að snúa dana 44 hásingunni og fara svo í 302 seinna meir