Mikill olíuleki
Posted: 20.sep 2013, 00:57
Nú er mikill olíuleki á vélinni hjá mér og skilur bíllinn eftir sig regnboga á öllum bílastæðum í rigningu...
Þetta er greinilega vélaolía og virðist koma aftanúr vélinni, mér datt fyrst í hug að pakkdósin væri farin, ég fór með bílinn á smurstöð í dag að skoða þetta og þeir segja að heddpakkningin gæti verið farið þar sem olíusmitið byrjar undir henni. Er þetta eitthvað sem kostar mikla peninga og vinnu að laga? Er þetta pottþétt heddpakkningin eða er þetta pakkdósin? Er einhver auðveld leið til að komast að því? Datt í hug að nota ólíuhreinsi og hreinsa vélina vel, fara svo einn hring og skoða hvaðan olían kemur.
Þetta er alveg pottþétt ekki ventlalokspakkningin, það er allt skraufaþurrt undir henni að heddpakkningunni, þar er efri lína olíunnar. Ég er líka nokkuð viss um að þetta sé ekki pakkdósin aftanúr vélinni þar sem kúplingin virkar alveg eðlilega, ef hún væri útötuð í smurolíu myndi hún snuðra helling.
Vélin sem um ræðir er 1.8l Suzuki sidekick vél 1996 árg.
-Bjarni
Þetta er greinilega vélaolía og virðist koma aftanúr vélinni, mér datt fyrst í hug að pakkdósin væri farin, ég fór með bílinn á smurstöð í dag að skoða þetta og þeir segja að heddpakkningin gæti verið farið þar sem olíusmitið byrjar undir henni. Er þetta eitthvað sem kostar mikla peninga og vinnu að laga? Er þetta pottþétt heddpakkningin eða er þetta pakkdósin? Er einhver auðveld leið til að komast að því? Datt í hug að nota ólíuhreinsi og hreinsa vélina vel, fara svo einn hring og skoða hvaðan olían kemur.
Þetta er alveg pottþétt ekki ventlalokspakkningin, það er allt skraufaþurrt undir henni að heddpakkningunni, þar er efri lína olíunnar. Ég er líka nokkuð viss um að þetta sé ekki pakkdósin aftanúr vélinni þar sem kúplingin virkar alveg eðlilega, ef hún væri útötuð í smurolíu myndi hún snuðra helling.
Vélin sem um ræðir er 1.8l Suzuki sidekick vél 1996 árg.
-Bjarni