Síða 1 af 1

Smur þrístingsmælir

Posted: 16.sep 2013, 16:53
frá Cruserinn
Er að spá í að setja smurþrýstingsmæli í jeppann minn (lc90) hvernig tengir maður svoleiðis og hvar fæ ég bestu mælana

Re: Smur þrístingsmælir

Posted: 17.sep 2013, 06:04
frá Raggi B.
Til að þú þurfir ekki að vera mixa téstykki hingað og þangað þá er einfaldast að fá sér nýjan sendir með viðvörun, skrúfa hann í staðinn fyrir orginal sendirinn fyrir smurljósið.

Þá eru 2 pólar á sendinum annar líklega merktur G (gauge) fer í mælinn sem ný leiðsla og WC (warning contact) fer í ljósið í mælaborðinu s.s. snúruna sem var áður í orginal sendinn.

Þessi mynd hér lýsir þessu ágætlega :
Image

svo er hægt að panta svona senda og mæla hér t.d. :

http://egauges.com


Fékk mér VDO, hefur virkað fínt hjá mér allavega, var ódýrara að panta þetta sjálfur að utan en fá hér heima.

Re: Smur þrístingsmælir

Posted: 17.sep 2013, 12:57
frá JHG
Ég fékk mér mekkanískan mæli, þá liggur þunn olíuslanga inní mælaborð. Hann virkar mjög vel og var mjög auðvellt að koma honum fyrir (og enginn olíuleki inní bíl).