hversu breiður er of breiður?
Posted: 14.sep 2013, 11:45
Sælir. Er aðeins að velta fyrir mér felgumálum undir bílinn hjá mér og fór að spá hversu breiður of breiður jeppi væri? Ég er t.d núna með bíl á 44 með 14.5 tommu breiðar felgur, með um 9 cm backspace, og þá mælist hann um 2.45 út fyrir ystu brún hjóla. Ég held að lögin séu upp á max 2.55, en ég gæti verið að fara með rangt mál þar. Nú eru t.d einbreiðu brýrnar flestar merktar 2.60 , sem þýðir að ef að ég fer í 18 tommu breiðar felgur með sama backspace er ég kominn á svolítið grátt svæði með að komast yfir brýr.
Hver er ykkar reynsla í þessum málum?
Með fyrirfram þökk, Sævar P
Hver er ykkar reynsla í þessum málum?
Með fyrirfram þökk, Sævar P