Síða 1 af 1

hversu breiður er of breiður?

Posted: 14.sep 2013, 11:45
frá Sævar Páll
Sælir. Er aðeins að velta fyrir mér felgumálum undir bílinn hjá mér og fór að spá hversu breiður of breiður jeppi væri? Ég er t.d núna með bíl á 44 með 14.5 tommu breiðar felgur, með um 9 cm backspace, og þá mælist hann um 2.45 út fyrir ystu brún hjóla. Ég held að lögin séu upp á max 2.55, en ég gæti verið að fara með rangt mál þar. Nú eru t.d einbreiðu brýrnar flestar merktar 2.60 , sem þýðir að ef að ég fer í 18 tommu breiðar felgur með sama backspace er ég kominn á svolítið grátt svæði með að komast yfir brýr.
Hver er ykkar reynsla í þessum málum?

Með fyrirfram þökk, Sævar P

Re: hversu breiður er of breiður?

Posted: 14.sep 2013, 12:31
frá Magni
2.55 er hámarksbreidd

um stærð og þyngd ökutækja
nr 155/2007.

7. gr.
Breidd ökutækis.
Leyfileg breidd bifreiðar og eftirvagns er 2,55 m með þeirri undantekningu að yfirbygging
jafnhitavagns má vera 2,60 m