Síða 1 af 1

Það flautar í pústinu hjá mér...

Posted: 13.sep 2013, 16:29
frá aggibeip
Góðan dag..

Ég hef verið að pæla í því hvort að það þyki eðliðegt að það komi einskonar flaut úr pústinu hjá mér.. Félagi minn sagði við mig um daginn "flott túrbínuflaut í pústinu hjá þér" í kaldhæðni auðvitað en það gaf mér hint um að þetta flaut kæmi útaf túrbínuni..

Þetta er 2.4 TDI Hilux.

Er kanski bara svoldið hipp að hafa flautupúst í dag eða þarf ég að hafa áhyggjur af þessu ?

Re: Það flautar í pústinu hjá mér...

Posted: 13.sep 2013, 16:35
frá biturk
Tjekkaðu á slagi í öxlinum á túrbínunni

Re: Það flautar í pústinu hjá mér...

Posted: 13.sep 2013, 16:53
frá Hjörturinn
Ertu með opið púst eða hljótkút?

Re: Það flautar í pústinu hjá mér...

Posted: 13.sep 2013, 17:03
frá aggibeip
Opið púst :)

Re: Það flautar í pústinu hjá mér...

Posted: 13.sep 2013, 22:05
frá Stebbi
Er þetta þá ekki bara eðlilegt.

Re: Það flautar í pústinu hjá mér...

Posted: 14.sep 2013, 16:59
frá íbbi
í turbo bílum með opið kerfi flautar oft hressilega með vélarhljóðinu, mér finnst alltaf gaman af því

Re: Það flautar í pústinu hjá mér...

Posted: 14.sep 2013, 18:24
frá villi58
Þetta er trúlega eðlilegt en samt góð regla að athuga slag í öxli túrbínu reglulega, eins skoða hosur og taka á hosuspennunum (öllum) þá gæti sparast töluverður peningur, þetta dót er ekki gefins í dag. Góðar stundir.

Re: Það flautar í pústinu hjá mér...

Posted: 16.sep 2013, 08:31
frá aggibeip
Ollræt :)

Takk fyrir !