Þyngd jeppa

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Þyngd jeppa

Postfrá sonur » 12.sep 2013, 22:43

Sælir

Ég er búin að leita en finn ekkert um þetta þannig ég ákvað að henda þessu hingað inn til snillinganna :D
Það sem ég vill spyrja að er get ég létt jeppann minn og látið endurvikta hann og skrá hann í þeirri
þyngd eða er þetta bara stöðluð föst og óbreytanleg þyngd á bifreiðinni þegar hann kom inn til landsins?

Er með minn prófið er að reyna að sleppa fyrir horn :D


Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá HaffiTopp » 12.sep 2013, 22:56

Hvernig bíll og hversu gamall. Hver er skráð heildarþyngd?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Þyngd jeppa

Postfrá ellisnorra » 12.sep 2013, 23:16

Ef þú ert með litla bílprófið en ert með bíl sem er með skráða heildarþyngd meira en 3500kg þá er eina ráðið í stöðunni að fara í meiraprófið. Hægt er að taka millistigs próf held ég þó ég sé ekki með það á hreinu. (er sjálfur með próf á allt og alveg sama um lítil próf :)
Hitt er ég með á hreinu eftir að ég og félagi minn létum á þetta reyna að þú skráir ekki meiraprófsbíl niðurfyrir 3500kg mörkin. Vigtin á bílnum kemur málinu lítið við í þessu sambandi, þú getur hinsvegar lækkað bifreiðagjöldin hjá þér með því að létta bílinn og láta endurvigta hann. Síðan er mismunur á eiginþyngd og heildarþyngd burðargetan og ef þú ert með þungan bíl með litla skráningu geturu lent í því að missa farþega úr skráningunni.
Ath þegar bíll er vigtaður skal eldsneytistankurinn vera fullur (eða allavega mælirinn í botni ;)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá sonur » 13.sep 2013, 00:07

Tja

Ég er í rauninni að velta þessu bara fyrir mér er ekki búinn að kaupa bílinn en það getur orðið að
veruleika ef ég get fiffað þetta til..

Er með Ford Econoline 250 sem ég mun koma til með að taka húsið af grindini og setja annað hús
sem ég á alveg fremst á grindina (single cab 2manna hús 30cm frá framstuðara að petulum) og smíða
pall á grindina fyrir bíla- timbur- og alskonar drasl fluttning, billinn er skráður um 2200kg eigin þyngd
en það stendur ekkert um heildarþyngd (gamalt skráningar skýrteini í bílnum) hvað er það sem er
verið að ræða með heldarþyngdina? ás2 ber 1900kg en hann má bara draga um 800kg kerru eða vagn

Eru þið þá að tala um að alveg sama hversu mikið billinn má bera á ásnum að þá er búið að skrá
hér á landi að bíllinn 2200kg plús kerra 800 að það sé heildarþyngd sem hann má bera??

Image
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Þyngd jeppa

Postfrá ellisnorra » 13.sep 2013, 07:57

Hringdu í umferðarstofu og biddu um að fá uppgefna heildarþyngd við viðkomandi skráningarnúmer. Þetta er talan sem skiptir öllu máli. Svo ef þú léttir bílinn þá ber hann bara meira.
Hinsvegar hefur verið hægt að fiffa heildarþyngd aðeins til eftir hentugleika sýnist mér, en aldrei yfir eða undir 3500kg, en endilega spurðu samt að því hjá umferðarstofu.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

jongud
Innlegg: 2627
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Þyngd jeppa

Postfrá jongud » 13.sep 2013, 09:21

Það þarf ekkert að hringja, inni á us.is er hægt að slá inn bílnúmer og þá fær maður einhverjar grunnupplýsingar (ekkert um eigande eða þessháttar) og þar á meðal eiginþyngd
http://ww2.us.is/
"Leita í ökutækjaskrá" er ca. á miðri síðu hægra megin

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá sonur » 13.sep 2013, 09:44

elliofur wrote:Hringdu í umferðarstofu og biddu um að fá uppgefna heildarþyngd við viðkomandi skráningarnúmer. Þetta er talan sem skiptir öllu máli. Svo ef þú léttir bílinn þá ber hann bara meira.
Hinsvegar hefur verið hægt að fiffa heildarþyngd aðeins til eftir hentugleika sýnist mér, en aldrei yfir eða undir 3500kg, en endilega spurðu samt að því hjá umferðarstofu.


já ég hafði samt haldið að ef billinn má vera þetta ákveðið mikið á ás en ekki í drætti að þá mætti ég setja á hann uppað 3500kg

semsagt bill 2200kg - 3500kg = 1300kg sem ég mætti löglega aka með á bílnum án meiraprófs

Ætla að heyra i umferðarstofu



jongud wrote:Það þarf ekkert að hringja, inni á us.is er hægt að slá inn bílnúmer og þá fær maður einhverjar grunnupplýsingar (ekkert um eigande eða þessháttar) og þar á meðal eiginþyngd
http://ww2.us.is/
"Leita í ökutækjaskrá" er ca. á miðri síðu hægra megin



Það kemur ekki upp heildarþyngd eða þarna í þessarri ökutækja skrá, var búinn að athuga þetta

Pajeroinn minn
Skráningarnúmer: NX485
Fastanúmer: NX485
Verksmiðjunúmer: JMBL146GWLJ551333
Tegund: MITSUBISHI
Undirtegund: PAJERO
Litur: Rauður
Fyrst skráður: 25.10.1990
Staða: Úr umferð
Næsta aðalskoðun: 01.05.2008
C02 losun (gr/km):
Eiginþyngd (kg): 1880
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Þyngd jeppa

Postfrá gislisveri » 13.sep 2013, 10:22

250 Econoline er held ég í öllum tilvikum meiraprófsbíll, amk. fyrir okkur sem erum fæddir eftir ca. 1979.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Þyngd jeppa

Postfrá jeepcj7 » 13.sep 2013, 13:37

Econoline 250 er undir 3500 kg heildarþyngd ef hann er á 60 semi en líklega yfir 3500 ef hann er á 60 full float.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá sonur » 13.sep 2013, 13:53

jeepcj7 wrote:Econoline 250 er undir 3500 kg heildarþyngd ef hann er á 60 semi en líklega yfir 3500 ef hann er á 60 full float.


held að hann sé með dana44 aftan með læsingu og er afturdrifinn
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Þyngd jeppa

Postfrá jeepcj7 » 13.sep 2013, 14:17

Þá er þetta ekki orginal hásing miðað við að þú sért með liner þar er bara dana 60 aftan annaðhvort semi eða full float.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá Oskar K » 13.sep 2013, 19:32

ef bíllinn er skráður með Leyfða heildarþyngd yfir 3500kg þá máttu ekki keyra hann, alveg sama hver eiginþyngdin er og hvað þú setur mikið á hann.

skelltu þér bara á C1 réttindi elli og hættu þessu rugli, þá máttu keyra allt sem er minna en vörubíll, og sumt sem gæti kallast vörubíll :)
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Þyngd jeppa

Postfrá Stebbi » 13.sep 2013, 22:16

Er hann skráður Sendibíll eða Vörubíll? Ef þú ert með próf frá 1.júl 1993 til 1.jan 1997 þá máttu keyra alla aðra bíla en vörubíla og sendibíla eins þunga og þú vilt, mátt keyra 100 tonna húsbíl eða bílakrana. Svona gamall bíll gæti verið með fólksbílaskráningu og þá eru allir vegir færir.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá HaffiTopp » 14.sep 2013, 10:09

sonur wrote:já ég hafði samt haldið að ef billinn má vera þetta ákveðið mikið á ás en ekki í drætti að þá mætti ég setja á hann uppað 3500kg

semsagt bill 2200kg - 3500kg = 1300kg sem ég mætti löglega aka með á bílnum án meiraprófs

Ætla að heyra i umferðarstofu


Ótrúlega margir sem halda að nýja B-prófið dugi manni að keyra td. 14 manna bíl ef maður tekur bara 8 farþega hehe.
Eða þá að eins og þú nefnir að lesta bílinn upp að þessum 3500 kg þótt hann sé gefinn upp með að bera meira.

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá sonur » 17.sep 2013, 23:14

Ekki fór sem fór með þennan 250 Econoline en hann var meiraprófs bíll

Ég keypti þess í stað Mözdu pickup með burðargetu 1200kg sem dugir mér akkurat í það sem ég
var búinn að hugsa mér að nota hann í, færa corollu á milli staða :D

En núna kemur önnur spurning sem ég finn ekki svarið við:
má ég lengja grindina í bilnum um 1meter ánþess að þurfa að breyta burðargetunni?
mér er sama með heildarþyngdina ætla að reyna að viðhalda áfram sömu þyngd bilsins eftir breytingu

samtals þyngd bils og burðargeta er 2900kg

Eins hefur mér alltaf langað að henda svona litlum pickup á tvöföld dekk að aftan er eitthvað sem segir til um að það meigi ekki undir svona litinn bil?
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá HaffiTopp » 18.sep 2013, 00:15

Það er alltaf lausn ef þig langar að fá aðra burðargetu í jeppa eða pikköp að taka bara grindarbút úr öðrum smærri bíl og bæta henni inn í og láta grindarnúmerið fylgja með ;)
Man reyndar ekki alveg hver prósentin af nýja grindarbitanum eiga að vera en minnir að það hafi verið 11% :/

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá sonur » 18.sep 2013, 15:35

HaffiTopp wrote:Það er alltaf lausn ef þig langar að fá aðra burðargetu í jeppa eða pikköp að taka bara grindarbút úr öðrum smærri bíl og bæta henni inn í og láta grindarnúmerið fylgja með ;)
Man reyndar ekki alveg hver prósentin af nýja grindarbitanum eiga að vera en minnir að það hafi verið 11% :/



já en það er einmitt málið. þessi mazda er með mestu burðargetuna af þeim sem ég var búin
að leita af miðað við það að þurfa ekki að taka meiraprófið tilþess að keyra þá.

En ef ég dett inná aðra grind með minnaprófs réttindum með meiri burð þá stekk ég á það
ef það er hægt að gera eins og þú segir bæta grindinni inní hina :D
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá sonur » 01.okt 2013, 20:36

elliofur wrote:Hringdu í umferðarstofu og biddu um að fá uppgefna heildarþyngd við viðkomandi skráningarnúmer. Þetta er talan sem skiptir öllu máli. Svo ef þú léttir bílinn þá ber hann bara meira.
Hinsvegar hefur verið hægt að fiffa heildarþyngd aðeins til eftir hentugleika sýnist mér, en aldrei yfir eða undir 3500kg, en endilega spurðu samt að því hjá umferðarstofu.



Núna er ég búinn að spurjast fyrir um þetta á skoðunarstöð getur verið að liðið sé bara svo ungt þarna að það þekki ekki til svona bjánaskaps að vera að breyta þyngd bifreiða og þessháttar :D

en nú sé ég fram á það að þurfa að lengja grindina í bilnum um 50cm tilþess að ná þeirri lengd af palli sem mig langar að hafa og vegna þessa þarf ég að láta endurvikta hann aftur tilþess að ég sé löglegur í umferðinni, segjum svo að bifreiðin verði 100kg þyngri en áður er þá tekið 100kg af burðargetunni á móti uppgefinni heildarþyngdinni áður?

semsagt heildarþyngd bíls fyrir breytingu 2900kg þar af 1700kg í eiginþyngd og 1200kg í burðargetu
verður þetta þá eftir breytingu 1800kg eiginþyngd og 1100kg í burðargetu?

og svo öfugt ef ég sleppi að lengja grindina og létti bilinn töluvert þá hækkar bara burðargetan á móti ekki satt?

Þeir þarna niðurfrá gátu ekki svarað þessu, fannst ég vera að tala um kerru fyrst þannig ég bara þakkaði fyrir mig og fór.
Síðast breytt af sonur þann 02.okt 2013, 10:28, breytt 1 sinni samtals.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Þyngd jeppa

Postfrá Stebbi » 02.okt 2013, 00:58

Þetta passar hjá þér, heildarþyngdin getur aldrei breyst bara eiginþyngd. Ef þú léttir hann þá eykst burðargetan þangað til að einhver á skoðunarstöðinni heldur því fram að þú hafir létt hann svo mikið að það komi niður á burð bílsins.

Lengdu hann bara um 50cm og segðu engum frá.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Þyngd jeppa

Postfrá ellisnorra » 02.okt 2013, 08:20

sonur wrote:semsagt heildarþyngd bíls fyrir breytingu 2900kg þar af 1200 í burðargetu
verður þetta þá eftir breytingu 3000kg heildarþyngd og 1100kg í burðargetu?


Ekki rugla saman heildarþyngd og eiginþyngd.

Heildarþyngdin breytist aldrei.

Eiginþyngdin er þyngd á bílnum eins og hann vigtast á löggildri vigt.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Höfundur þráðar
sonur
Innlegg: 1090
Skráður: 17.okt 2010, 01:29
Fullt nafn: Elías Guðmundsson

Re: Þyngd jeppa

Postfrá sonur » 02.okt 2013, 10:26

elliofur wrote:
sonur wrote:semsagt heildarþyngd bíls fyrir breytingu 2900kg þar af 1200 í burðargetu
verður þetta þá eftir breytingu 3000kg heildarþyngd og 1100kg í burðargetu?


Ekki rugla saman heildarþyngd og eiginþyngd.

Heildarþyngdin breytist aldrei.

Eiginþyngdin er þyngd á bílnum eins og hann vigtast á löggildri vigt.


já auðvitað ég átti við eiginþyngd ekki heildarþyngd þarna


En ef ég fer að lengja bilinn og segi engum frá, lendi svo í tjóni eða verra einhver tjónar minn bil
og ég lendi í því að vera í órétti vegna þess að ég lét ekki breytingarskrá bilinn með réttri lengd
þá læt ég frekar skrá hann og læt vigta hann.

Takk fyrir svörin strákar.
Elli 6921247
Nissan terrible 1991 v6 38"


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 37 gestir