Síða 1 af 1

Haldari fyrir bílboddí

Posted: 12.sep 2013, 09:23
frá Steinmar
Sælir

Mér er vandi á höndum; þannig er að ég er að fara að taka í gegn boddí á Ford Excursion. Planið er að taka körfuna af grindinni og ryðbæta, sandblása, mál og svo framvegis.

Hugmyndin var að nota svipaða aðferð og rallíbílasmiðir hafa notað; setja boddíið i haldara svo hægt sé að snúa því eða rúlla eins og kjöti á teini.

Veit einhver um einhvern sem gæti átt svona grind og væri tilbúinn að leigja mér búnaðinn ? Ekki veit ég hvað karfan strípuð er þung en giska á um það bil 400-450 kílógrömm.

Er ekki einhver þarna úti sem veit um svona "haldara" ?

Það næst í mig í síma 823-5255

Kv. Steinmar

Re: Haldari fyrir bílboddí

Posted: 12.sep 2013, 18:20
frá Sævar Örn
Ég hef aldrei séð svona græjur öðruvísi en heimasmíðaðar og þá passandi fyrir akkurat það boddí sem um ræðir hverju sinni, og ég hef séð nokkrar svona græjur..

Re: Haldari fyrir bílboddí

Posted: 12.sep 2013, 18:30
frá hobo
Ég hef séð svona einu sinni og mig minnir að sá sem var að láta vinna boddíið fyrir sig, hafi verið eigandinn af þessu fyrirtæki, eða tengdur því.
Hann getur kannski leitt þig áfram.
http://ja.is/blendi-hafnarfjordur/

Re: Haldari fyrir bílboddí

Posted: 12.sep 2013, 19:21
frá Ágúst M
Ég smíðaði mér svona fyrir minn Surburban frekar einfalt og virkar fínt. Verst er að það rignir stöðugt og ekki hefur viðrað til sandblásturs lengi. Það hlítur að stitta upp einhverntíma.
Kveðja
Ágúst M

Re: Haldari fyrir bílboddí

Posted: 13.sep 2013, 09:05
frá Steinmar
Takk fyrir þetta, nú vinn ég úr þessu, leggst kannski undir feld og ákveð framhaldið.

Kv. Steinmar