Síða 1 af 1

Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 11.sep 2013, 15:27
frá Ketilbjörg
Sælir ég er með Pajero 2001 árgerð.
Það er búið að vera eintómt basl á að setja hann í fjórhjóladrifið, þetta lýsir sér þannig að ef maður færir úr afturhjóladrifinu og í 4x4 sídrif ( sem er fyrsta stillinginn) þá gerist
ekkert nema að gula millikassa ljósið fer að blikka og það er ekkert hægt að gera nema að drepa á bílnum og setja stöngina aftur í afturhjóladrif og starta þá koma ljós á aftuhjólin ( í mælaborðinu)
Ef maður hlustar eftir því þegar þetta gerist þá er eins og hann sé að reyna að skipta en hættir svo við.
Bíllinn er búinn að fara 2-3 á verkstæði útaf þessu og það er búið að skipta um alla rofa og nema sem stjórna þessu ( 5 stykki að ég held) og þegar hann kemur aftur þá virkar þetta í smá tíma og svo dettur allt í sama farið aftur.
Er einhver sem hefur lent í einhverju svipuðu og er með konkrít lausn?

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 11.sep 2013, 18:57
frá snöfli
Ekki með reynalsu af þessu sérstaklega, en eldri bílin er með vakúm dælu og dót sem tengir/aftengir annan framöxulin í stað drifloka. Ef eitthvað af því bixi virkar ekki þá fer hann ekki í framdrfið.

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 11.sep 2013, 19:00
frá Stebbi
Ef hann fer að snuða þegar þú reynir að setja í 4h þá er framdrifið ekki að taka. Þá snuðar bara tengidótið í millikassanum á milli fram og aftur.

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 15.sep 2013, 17:45
frá íbbi
ég er að spá í kaupum á einum 01 pajero, og hann lætur einmitt svona. alveg sama hvað maður gerir við fjórhjóladrifið þá blikkar bara gult millikassaljós

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 12.des 2016, 09:41
frá ajrally
Það er vacuum rofar frammí húddinu h/m sem eru sennilega bilaðir þeir stjórna vacuum flæði á membru á framdrifi en að sjálfsögðu þarf að greina þetta betur til að vera viss .

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 13.des 2016, 12:30
frá Freyr
A til baedi kassa og framdrif ef vantar. 661-2153

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 13.des 2016, 18:32
frá snöfli
Þessi þráður er frá 2013. Er einhver endurnýting í gangi?

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 13.des 2016, 23:19
frá Freyr
Hmm já einmitt, tók ekki eftir því, sá þetta bara sem ólesið á forsíðunni þegar ég svaraði hér að ofan....

Re: Bilað drif í Pajeró 2001

Posted: 14.des 2016, 07:00
frá hobo
Bíllinn er löngu kominn í lag og seldur hjá henni systur minni.
Nú er keyrt um á Patrol með bros á vör.