Síða 1 af 1
Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 09:07
frá Stjáni
Erum með jeep xj á "38 GH og það er búið að setja framstífur úr patrol að framan, taka spindilkúluna af þverstífunni og setja augafóðringu.
Stýrigangur er orginal fyrir utan að það er búið að öfugkóna liðhúsin og setja stýriendana ofaná húsin.
Allar fóðringar eru nýjar (Royal purple, bláu frá stáli og stönsum) og allir slitfletir nýjir.
Spindilhalli er um 6 gráður.
Stífurnar eru nánast alveg láréttar þegar hann stendur í hjólin.
Vandamálið er það að hann er hættulegur í hjólförum, s.s. vill henda sér uppúr þeim,
búinn að fara 2 sinnum í hjólastillingu og alltaf jafn slæmur....
Hvað mynduð þið halda að væri ráðið? Kannski auka spindilhallann??
kv. Kristján
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 10:06
frá Tómas Þröstur
Líklega eru dekkin að búa þetta til. Allavega er það þannig hjá mér að dekkin búi til akstureiginleikana. Sami bíll fínn á nýjum dekkjum en næstum ókeyrandi nema fyir vana á slitnum dekkjum.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 11:10
frá snöfli
Orsökin getur verið einhver en dekkin allavega magna þetta upp. Er mðe mikið slitin Toyo undir núna sem láta svipað og þú lýsir. Var áður með hálfslitin DC MTZ og varð ekkert var við þetta og ekki heldur á 41"IROK. Þettar er undir patrol:) l.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 11:19
frá Stjáni
spurning hvort ég prófi bara að víxla fram og aftur og ath hvort það verði breyting :)
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 12:28
frá Gudnyjon
Svo er spurning hvort að 6 gráður sé nóg.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 14:31
frá Kiddi
Hvaða backspace er á felgum og er stýrisdempari?
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 19:12
frá Stjáni
Er ekki alveg viss hvaða backspace er á felgunum en það er allavega of lítið því felgurnar eru að ná að krafsa í stýriendana hehe jú það er stýrisdempari
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 19:15
frá Stjáni
er eiginlega orðinn áhveðinn í að auka spindilhallann aðeins en mér finnst það bara svo ólíklegt að það sé hann sem er að valda þessu hehe :P
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 19:18
frá villi58
Held að þetta séu dekkin hjá þér.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 19:21
frá Stjáni
Dekkin eru orðin frekar slitin og búið að skera í þau en það eru heldur betri að aftan ég ætla að prófa að víxla og sjá hvort það breyti einhverju
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 20:33
frá olei
Þetta vandamál lagast ekki við að auka spindilhalla. 6°er alveg nóg.
Prófaðu að víxla dekkjum og prófaðu líka að breyta millibilinu að framan - lítið í einu og taktu svo prufurúnt. Nokkrir millimetrar á felgubrún geta skipt sköpum einmitt varðandi þetta atriði.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 21:17
frá Stjáni
Er einmitt búinn að vera fikta í millibilinu og hann er plús mínus 1-2 mm saman um 5mm
(mælt við mitt dekk) en já kem til með að víxla dekkjunum í fyrramálið og taka rúnnt :P
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 21:36
frá olei
Ertu búinn að prófa að stilla hann alveg beinan á millibilinu, eða jafnvel örlítið útskeifan?
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 21:40
frá Stjáni
olei wrote:Ertu búinn að prófa að stilla hann alveg beinan á millibilinu, eða jafnvel örlítið útskeifan?
já prófaði það og eins hafa hann örlítið útskeifann og líka örlítið innskeifann, fer þó aldrei meira en ca 5 mm yfir en alltaf jafn leiðinlegur haha
ps. Ferlegt að geta aldrei horft í kringum sig þegar maður er að keira því maður þarf bara að bíta fast saman á 60 kmh ef það eru hjólför og vona það besta :D
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 21:46
frá olei
Já það er fremur þreytandi. Dekkin geta verið vandamálið - ef þau eru orðin mjög slöpp.
En fleira getur komið til - t.d ef afturstífurnar halla mikið þá beygir græjan við að velting, það getur aukið á svona óumbeðna sjálfstýringu.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.sep 2013, 21:50
frá Stjáni
já... Finnst þetta samt vera meira að framan heldur en að afturfjöðrunin sé að hafa þessi áhrif,
þetta virkar mikið einsog það sé hreinlega dauðaslag í stýrinu þó svo sé ekki, bíllinn er fljótur að leita uppúr förum þó maður sé bara á ca 40 kmh hehe en auðvita spilar allt inní :)
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 07.sep 2013, 01:48
frá Hfsd037
Hljómar eins þú sért á ónýtum dekkjum, um leið og maður er komin niður fyrir 3-4mm þá byrja dekkin að hoppa meira og gefa frá sér leiðindahvín.
EKki hjálpar það til ef dekkin eru misslitin, td útaf fyrri eigandi sem keyrði um á of litlu eða miklu lofti...
Mynstursdýptin skiptir svo miklu máli varðandi aksturseiginleika, það er ekki skrítið að allir losi sig við AT dekkin sem eiga um 5-6mm eftir á meðan það fæst einhver peningur fyrir þau, maður finnur fljótt hvað jeppinn verður slæmur í akstri þegar mynstrið er að detta niður í 5-6mm...
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 07.sep 2013, 12:14
frá villi58
Afgreiddu málið strax og settu góð dekk undir og prufaðu, ótrúlegt hvað misslitin/gömul dekk geta pirrað mann.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 07.sep 2013, 13:56
frá cameldýr
Ég held, eftir lýsingunni að dæma að spindilhallinn sé of lítill.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 07.sep 2013, 14:32
frá villi58
olei wrote:Þetta vandamál lagast ekki við að auka spindilhalla. 6°er alveg nóg.
Prófaðu að víxla dekkjum og prófaðu líka að breyta millibilinu að framan - lítið í einu og taktu svo prufurúnt. Nokkrir millimetrar á felgubrún geta skipt sköpum einmitt varðandi þetta atriði.
Það fer eftir felgum hversu vel þær eru smíðaðar hvort þýðir eitthvað að mæla í þær, öruggusta leiðin er að setja réttskeiðar á bremsudiskana og mæla svo á milli þar með ert þú með réttasta punktinn.
Alveg búinn að gefast upp að mæla í dekk eða felgur því að það er sjaldnast nokkuð að marka svoleiðis mælingu.
Að vera á 38" dekkjum sem eru bólgin út og suður og óvandað felgur, þá mundi ég eyða tímanum í að mæla á rétta staði.
Þessi mælingaraðferð sem margir nota er eins og gert er undir fólksbílum en allt annað gildir með stóru dekkin og ég skil ekki hvernig hvarlar af mönnum að reyna að mæla eins og fólksbílum þegar sjást bólgur á dekkjum og óvandaðar felgur.
Komið nú ykkur á þá öld sem við lifum á í dag og takið tillit til þess sem við erum með í höndunum.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 07.sep 2013, 16:23
frá Kiddi
Ég skil ekki hvernig menn geta tengt þetta við spindilhalla. Það er eins og það eigi alltaf að vera upphafið og endirinn að öllu slæmu í aksturseiginleikum jeppa? 6 gráður er fínn spindilhalli fyrir 38" bíl.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 07.sep 2013, 17:41
frá Wrangler Ultimate
þetta lýsir sér sem slit í stýrisvél. dauðaslagið.
þetta eru kónísk tannhjól inn í þessum græjum sem hægt er að herða upp á með rónni og sexkantinum sem er ofan á þessum vélum. ertu búinn að tékka hvort það sé slag í henni eða stýris liðunum upp í stýri. passaðu að herða ekki of mikið
ertu með polyurithane fóðringar í hliðarstífunni ? það hefur aldrei fúnkerað í mínum bíl. alltaf slag í þessu plast dótaríi.
dauðaslag í stýrisdempara getur verið vandamálið líka
hvaða þrýsting ertu með í dekkjunum ? of mikill eða lítill geta orsakað þetta líka.
25psi er prima fyrir xj þyngd
hversu breiðar eru felgurnar undir bílnum. meira en 13-14" og minna backspace en 5" og þá verður þetta alltaf vesen.
kv
gunnar
f4x4.is
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 07.sep 2013, 17:43
frá Wrangler Ultimate
hvernig fjöðrun ertu með að aftan ?
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 07.sep 2013, 18:16
frá cameldýr
Kiddi wrote:Ég skil ekki hvernig menn geta tengt þetta við spindilhalla. Það er eins og það eigi alltaf að vera upphafið og endirinn að öllu slæmu í aksturseiginleikum jeppa?
Kannski af því að það er alltaf verið að breyta jeppum en ekki t.d. toyota yaris?
6 gráður er fínn spindilhalli fyrir 38" bíl.
Mér finnst 6 gráður frekar lítið og er hallinn örugglega 6 gráður?
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 08.sep 2013, 02:27
frá Kiddi
cameldýr wrote:Kiddi wrote:Ég skil ekki hvernig menn geta tengt þetta við spindilhalla. Það er eins og það eigi alltaf að vera upphafið og endirinn að öllu slæmu í aksturseiginleikum jeppa?
Kannski af því að það er alltaf verið að breyta jeppum en ekki t.d. toyota yaris?
6 gráður er fínn spindilhalli fyrir 38" bíl.
Mér finnst 6 gráður frekar lítið og er hallinn örugglega 6 gráður?
Nú jæja. Hvað segir þú þá að sé góður spindilhalli fyrir 38"?
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 08.sep 2013, 14:14
frá AgnarBen
áður en ég breytti mínum xj þá var hann á 30" gatslitnum dekkjum sem hegðuðu sér nákvæmlega svona, lét illa í hjólförum og rásaði almennt doldið á veginum. Ég var sannfærður um það að stýrisvélin væri ónýt og ætla að tækla það eftir breytinguna. Hann fór síðan á 39,5" Irok og á þeim fann ég ekki fyrir þessu og gerði aldrei neitt meira í þessu með stýrisvélina !
Ætla að veðja tíkalli á að þetta séu dekkin ....
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.nóv 2013, 20:18
frá Stjáni
Hef trú á að þetta séu dekkin,
það eru allir slitfletir nýjir og ekki til slag í maskínunni og já spindilhallinn er 6 gráður og ég hef keyrt annan eins bíl með sama spindilhalla,
það er fourlink að aftan og allar fóðringar nýlegar
en þarf að fara prófa önnur dekk hef bara ekki haft tíma í þetta enn hehe
en takk fyrir góð svör :)
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.nóv 2013, 20:32
frá jeepson
Prufðau að síkka stífurnar meir. Best væri ef að þær halla frá grind og uppí hásinguna. Þá leitast líka hásingin við að fara upp ef að þú skellur t.d á barði eða kant. Og bíllnn verður rás fastari. Ég er með jafnmikla síkkun á 33" pattanum og á 38" pattanum mínum. 33" pattinn er alveg draumur að keyra. Það er reyndar sá stóri líka en ég hugsa að ég smíði nýja stífu vasa fyrir þann stóra og síkki stífurnar meira á honum. Þær er beinar en ég vill fá þær til að vísa aðens upp frá grind.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.nóv 2013, 20:39
frá Stjáni
Þetta er ekki hallavandamál á stýfunum það veit ég ;)
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 06.nóv 2013, 21:47
frá snöfli
Mundi líka veðja á dekkinn. Varðandi AT405 þá eru þau ómögueg mikið slitin og geta ekki verið neitt annað. Það hvað mynstrið er misopið yfir hringinnn gerir það að verkum að þú keyrir á 12 eða 16 kant eða hvað það er fyrir rest. Það slitnar meira það sem er minna gúmmí og minna þar sem það er meira og hjólið verður ekki hringlótt og er því síhoppandi. MIkið slitinn 38" eða diagonal 38" getur verið þín orsök. Alt slit gerir þetto svo barar verra. l.
Re: Hjólastilling/ rásar í hjólförum (jeep xj)
Posted: 28.jan 2014, 13:09
frá Stjáni
Hafði mig í að skipta út framdekkjunum og bíllinn allt annar í akstri,
alveg magnað hvað dekkin skipta miklu máli hehe.
Skelltum okkur í Landmannalaugar fyrir stuttu í bongó blíðu og skemmtilegu færi, hér er tengill á video úr þeirri ferð :)
https://www.facebook.com/photo.php?v=10 ... =3&theater