6.2 dísel í Pajero?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
6.2 dísel í Pajero?
Jæja. Langt síðan ég hef staðið í bílabrasi af nokkru viti en nú er ég að velta fyrir mér að rifja upp gamla takta.
Þannig er mál með vexti að ég á 95árg af 2,8 pajero sem er orðinn mótorlaus, en boddý og grind eru eins óaðfinnanleg og hægt er að gera sér vonir um fyrir svona gamlan pajero.
Mig vantar tilfinnanlega að gera bílinn ökufæran og mér gæti áskotnast svona 6,2 mótor...
Hvað segiði um það, haldiði að það sé ekki bara snilld að troða þessu ofaní húddið? Hugmyndin var að hafa allt annað orginal, því ég á annan svona bíl í varahluti ef skipting skyldi gefa upp öndina.
Látiði mig nú heyraða! :D
Þannig er mál með vexti að ég á 95árg af 2,8 pajero sem er orðinn mótorlaus, en boddý og grind eru eins óaðfinnanleg og hægt er að gera sér vonir um fyrir svona gamlan pajero.
Mig vantar tilfinnanlega að gera bílinn ökufæran og mér gæti áskotnast svona 6,2 mótor...
Hvað segiði um það, haldiði að það sé ekki bara snilld að troða þessu ofaní húddið? Hugmyndin var að hafa allt annað orginal, því ég á annan svona bíl í varahluti ef skipting skyldi gefa upp öndina.
Látiði mig nú heyraða! :D
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Fínt ef þú hefur pláss fyrir túrbínu/túrbínur líka.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Já ég á sko tvo 2,8 pajero, báðir intercooler turbo, og það er alveg pæling ef þetta combo kemur vel út að setja mmc túrbínurnar við hann..
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Jæja Bjarni spurningin er hvað á að nota pæjuna,ef það á bara að leika sér þá "goforit" en þetta er líklega 2 x þyngra en 2.8 sama afl og talsverð vinna og aur að koma þessu saman og útkoman er framþungur,hávær,seinn torkari sem verður á botnsnúningi á umferðahraða.
Ef þú ætlar að nota þetta undir fjölskylduna smellir þú þér á hedd (býst við að það sé meinið) á 2.8 vélina 1-200 kall og skellir kvikindinu saman og keyrir 2-400 þúsund í viðbót brosandi.
Ef þú ætlar að nota þetta undir fjölskylduna smellir þú þér á hedd (býst við að það sé meinið) á 2.8 vélina 1-200 kall og skellir kvikindinu saman og keyrir 2-400 þúsund í viðbót brosandi.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Við vorum nú búnir að ræða saman félagarnir (ég og Bjarni) um þessar pælingar hjá mér þegar ég var að velta fyrir mér möguleikanum að setja svona mótor í hiluxinn minn, gaman fyrir aðra kannski að pæla í því líka.
viewtopic.php?f=2&t=2760
Þetta er svosem mestmegnis eyðslupælingar, en aðrar pælingar fljóta með þarna líka.
Einnig fullt af 6.2 pælingum hér
viewtopic.php?f=2&t=5332
Hér er svo meira
viewtopic.php?f=5&t=10748
En endilega að spjalla um bílinn hans Bjarna, þetta er ágætis pajero hjá honum en þetta 2.8 dót er ekki að endast þessa bíla, eins og margir þekkja. Það kostar hundraðþúsundkalla að laga þetta og þá er um að gera að velta fyrir sér öðrum kostum.
viewtopic.php?f=2&t=2760
Þetta er svosem mestmegnis eyðslupælingar, en aðrar pælingar fljóta með þarna líka.
Einnig fullt af 6.2 pælingum hér
viewtopic.php?f=2&t=5332
Hér er svo meira
viewtopic.php?f=5&t=10748
En endilega að spjalla um bílinn hans Bjarna, þetta er ágætis pajero hjá honum en þetta 2.8 dót er ekki að endast þessa bíla, eins og margir þekkja. Það kostar hundraðþúsundkalla að laga þetta og þá er um að gera að velta fyrir sér öðrum kostum.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Já Hrólfur, þannig er mál með vexti að heddið er nefninlega heilt í bílnum... Það er restin sem er vandamálið:)
Mótorinn úr bílnum er í Kistufelli, því ég ætlaði að fá þá til að plana blokkina, hún er tærð. En félögunum í Kistufelli fannst þessi mótor nú eiginlega ekki vinnunnar virði, nema þá fara bara í allsherjarupptekt, sem kostar eins og nokkrir svona pajeroar:)
Þannig að nú er ég að velta fyrir mér þessu rugli, því ég hlýt að geta smíðað þetta einhvernveginn ofaní:)
En það er kannski það sem ég þarf að hafa áhyggjur af, það er snúningurinn á mótornum í akstri... en það má alltaf redda því með stærri dekkjum, hann er nú bara á 33" í dag..
Mótorinn úr bílnum er í Kistufelli, því ég ætlaði að fá þá til að plana blokkina, hún er tærð. En félögunum í Kistufelli fannst þessi mótor nú eiginlega ekki vinnunnar virði, nema þá fara bara í allsherjarupptekt, sem kostar eins og nokkrir svona pajeroar:)
Þannig að nú er ég að velta fyrir mér þessu rugli, því ég hlýt að geta smíðað þetta einhvernveginn ofaní:)
En það er kannski það sem ég þarf að hafa áhyggjur af, það er snúningurinn á mótornum í akstri... en það má alltaf redda því með stærri dekkjum, hann er nú bara á 33" í dag..
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Já liggur þannig í því en miðað við að það helsta sem klikkar í þessum vélum er heddið nema að aldrei sé skipt um olíu að þá hlýtur að vera hægt að finna kjallara á slikk ef þú ert með heilt hedd.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Já kannski væri það meira vit.. Hef þó beyrt að það sé algengt að blokkirnar tærist, þannig að heddpakkningar verði aldrei langlífar eftir sú fyrsta fer, nema blokkin sé plönuð.
Ég ætlaði t.d. að fá þá Kistufelli til að skipta bara um heddpakkningu fyrir mig í vetur þegar ég þóttist þurfa að koma bílnum í gagnið, og þeir vildu ekki taka það að sér nema plana blokk, og ég hafði ekki minnst á það við hann að blokkin væri tærð, hann gerði bara ráð fyrir því í pajero :)
En svo er líka miklu meira gaman að geta sagst vera með 8cylindra.... hehe:)
Ég ætlaði t.d. að fá þá Kistufelli til að skipta bara um heddpakkningu fyrir mig í vetur þegar ég þóttist þurfa að koma bílnum í gagnið, og þeir vildu ekki taka það að sér nema plana blokk, og ég hafði ekki minnst á það við hann að blokkin væri tærð, hann gerði bara ráð fyrir því í pajero :)
En svo er líka miklu meira gaman að geta sagst vera með 8cylindra.... hehe:)
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
- Innlegg: 3176
- Skráður: 31.jan 2010, 16:02
- Fullt nafn: Gísli J Gíslason
- Bíltegund: Nissan patrol
- Staðsetning: Þarna fyrir austan.
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Afhverju ekki prufa að skella 6,2 ofaní?? Hefur það verið gert við pæju?? Nú ef ekki þá ertu fyrstur til að gera það :)
Kv. Gísli
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Myndi persónulega reyna að finna 2,8 patrol eða sambærilegt (þeas ef línusexa passar í pajero??).
6,2 er hundleiðinlegur hlunkur sem er algerlega orðinn úreltur, frekar skella í hann v8 bensín (og er ég svarinn dísel kall)).
Myndi I-6 mótor passa í svona bíl? hefur einhver gert þannig swap?
6,2 er hundleiðinlegur hlunkur sem er algerlega orðinn úreltur, frekar skella í hann v8 bensín (og er ég svarinn dísel kall)).
Myndi I-6 mótor passa í svona bíl? hefur einhver gert þannig swap?
Dents are like tattoos but with better stories.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Spurning með þyngdirnar, veit einhver hvað 6,2 er þungur? Ég er búinn að finna hérna á einhverjum lista að 6,5 sé 644lb, eða 292kg.... http://www.gomog.com/allmorgan/engineweights.html
Og hvað er 2,8 mótorinn þungur?
Og hvað er 2,8 mótorinn þungur?
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: 6.2 dísel í Pajero?
6.2 er svipuð að þyngd og 6.5, aðeins léttari þar sem það er ekkert turbo dót á henni. Langsamlega léttasta díselvélin úr kanahrepp og þarmeð máttlausust og á minnst inni þegar að það kemur að því að skrúfa upp. Raunhæfar tölur væru öðru hvoru megin við 200 hestöfl með turbo af 6.5 og smá klappi.
Þyngdarmunurinn á henni og 2.8 pajero er ekki til að tala um það og V8 passar flott ofaní húddið á pajero. 2.5 bíllinn stendur með nefið upp í loftið þegar það er komin 302 ford í húddið með skiptingu, svo þungar eru þessar 4 cyl dísel vélar.
Þyngdarmunurinn á henni og 2.8 pajero er ekki til að tala um það og V8 passar flott ofaní húddið á pajero. 2.5 bíllinn stendur með nefið upp í loftið þegar það er komin 302 ford í húddið með skiptingu, svo þungar eru þessar 4 cyl dísel vélar.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: 6.2 dísel í Pajero?
er einginn búinn að prufa bT4 cummins en,,,, i þessa smá jeppa alla japan og fleira
ég setti frekar bens 2,9 eða musso 2,9 i svona bil svo er til held ég 3,2 og 3,5l
ég var að fá bens 2,9 E 98 arg þar er finn motor i svona og ekki tala um eiðsuna hún er i bensanum ca 300km fyrir 5000kr samt er hann ekinn 370,000km
minsta vesenið er að fá sér bara jeppa með velinni sem þú ætlar að nota og losa sig bara við jeppan sem þú hefur þvi að gamli jeppinn eiðir jafn miklu með nýja motornum hver er þá tilgangurinn að færa hann yfir i annan jeppa ef þú vilt v8 bensin finnur þu bara þannig bil ef þu vilt 6,2 eða 6,5 færðu þér suburban og selur bajero jeppann ég fekk mér bensin suburban 95 hann eiðir 14minst á langkeyrslu ef hann fer ekki yfir 1500rpm sumar timi en 17 i bænum ..en veturinn er að koma þa fer hann upp i 20l ég er að hugsa um bt 4 i hann en efast um að ég nenni þvi
ég setti frekar bens 2,9 eða musso 2,9 i svona bil svo er til held ég 3,2 og 3,5l
ég var að fá bens 2,9 E 98 arg þar er finn motor i svona og ekki tala um eiðsuna hún er i bensanum ca 300km fyrir 5000kr samt er hann ekinn 370,000km
minsta vesenið er að fá sér bara jeppa með velinni sem þú ætlar að nota og losa sig bara við jeppan sem þú hefur þvi að gamli jeppinn eiðir jafn miklu með nýja motornum hver er þá tilgangurinn að færa hann yfir i annan jeppa ef þú vilt v8 bensin finnur þu bara þannig bil ef þu vilt 6,2 eða 6,5 færðu þér suburban og selur bajero jeppann ég fekk mér bensin suburban 95 hann eiðir 14minst á langkeyrslu ef hann fer ekki yfir 1500rpm sumar timi en 17 i bænum ..en veturinn er að koma þa fer hann upp i 20l ég er að hugsa um bt 4 i hann en efast um að ég nenni þvi
Síðast breytt af lecter þann 01.sep 2013, 01:44, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Það var verið að ræða um það í öðrum þræði að þunginn á V-áttunni sé það mikill að burðargeta bílsins að framan sé ekki nógu mikil.
Allavega gæti maður lent í vanda með skráningu þar sem maður fer yfir burðargetuna á framstellinu.
Allavega gæti maður lent í vanda með skráningu þar sem maður fer yfir burðargetuna á framstellinu.
-
- Innlegg: 102
- Skráður: 28.maí 2010, 19:21
- Fullt nafn: Bragi Guðnason
- Bíltegund: LC 80, Hilux xc
Re: 6.2 dísel í Pajero?
jongud wrote:Það var verið að ræða um það í öðrum þræði að þunginn á V-áttunni sé það mikill að burðargeta bílsins að framan sé ekki nógu mikil.
Allavega gæti maður lent í vanda með skráningu þar sem maður fer yfir burðargetuna á framstellinu.
Við létta gúgglun kemur í ljós að 6.2 mótor er um 700 lbs eða 350 kg. Til samanburðar er toyota 2.4 TD um 260 kg. Þarna er um 90 kg munur sem samsvarar einum fullorðnum manni í þyngd. Varla færi einn auka farþegi að sprengja burðargetuna? Maður spyr sig.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: 6.2 dísel í Pajero?
2.4 er reyndar með járnhedd en 2.8 er með álhedd,en Bjarni skelltu þér bara í að prófa þetta með tvöfalt púst verður sándið örugglega flott.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 6.2 dísel í Pajero?
bragig wrote:jongud wrote:Það var verið að ræða um það í öðrum þræði að þunginn á V-áttunni sé það mikill að burðargeta bílsins að framan sé ekki nógu mikil.
Allavega gæti maður lent í vanda með skráningu þar sem maður fer yfir burðargetuna á framstellinu.
Við létta gúgglun kemur í ljós að 6.2 mótor er um 700 lbs eða 350 kg. Til samanburðar er toyota 2.4 TD um 260 kg. Þarna er um 90 kg munur sem samsvarar einum fullorðnum manni í þyngd. Varla færi einn auka farþegi að sprengja burðargetuna? Maður spyr sig.
700 pund er fyrir strípaða vél, með túrbínu er yngri systirin töluvert þyngri eða 380 kg;
The published weight for a late 1990s 6.5TD, as used in a pickup or Suburban, is about 835-lbs
Hinsvegar veit ég ekki hver burðargetan er á Pajeró
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Sælir mér ferst ekki að segja öðrum til enda alltaf á villgötum sjálfur. Hef átt einhverja bíla með 6,2 og komið að einhverjum. Svo slepptu þessu fáðu þér bara aðra 2,8 eða 2,5 og keyrðu helling á fjöllum. Þetta bilar og skilar litlum krafti og er um 400 kg með öllu. kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 82
- Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
- Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bíltegund: Willys
Re: 6.2 dísel í Pajero?
Jæja drengir, búinn að fara í heilan hring og flikk flakk heljarstökk í hausnum og er nú kominn með hendurnar á 2,8 mótor sem fer í.
Takk fyrir umræðurnar, þær hjálpa :)
Takk fyrir umræðurnar, þær hjálpa :)
Bjarni Benedikt
Willysdellukall
Willysdellukall
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur