Síða 1 af 1
Vw Transporter ekki í gang kaldur?
Posted: 30.aug 2013, 08:34
frá Stjáni
er með gamlann transporter dísel hann fer ekki í gang kaldur nema vera dreginn og þá reykir hann helling fyrst eftir að hann fer í gang en er svo fínn þegar hann er orðinn heitur og rýkur þá alltaf í gang.
Hugmyndir um hvað þetta gæti verið eru vel þegnar kv. Kristján :)
Re: Vw Transporter ekki í gang kaldur?
Posted: 30.aug 2013, 08:43
frá Þorri
Biluð forhitun þá annaðhvort stýringin fyrir hitunina eða kertin sjálf ónýt myndi vera mitt fyrsta gisk.
Re: Vw Transporter ekki í gang kaldur?
Posted: 30.aug 2013, 08:50
frá Navigatoramadeus
ónýt glóðarkerti, relayið fyrir kaldstartið/glóðarkertin eða stýribúnaðurinn því tengdur.
ef ljósið í mælaborðinu (fyrir kaldstartið, gult með undnum vír) er annað hvort ekki að lýsa neitt eða lýsir meira en það ætti að gera (fyrstu ca 5 sek) eru líkur á að eitthvað af fyrrtöldu atriðunum sé málið.
ættir að komast að relayinu og getur heyrt það "klikka" þegar svissað er á, þá er amk relayið að virka.
þá er hægt að spennumæla geyminn meðan svissað er á, glóðarkertin draga talsverðan straum svo spennan fellur aðeins (ca 0,1-0,3V) á meðan forhitunin er á.
þægilegast er að vera með ampertöng og mæla hvert glóðarkerti fyrir sig. ca 20A og fallandi.
Re: Vw Transporter ekki í gang kaldur?
Posted: 30.aug 2013, 08:55
frá Stjáni
Takk kærlega :)
Re: Vw Transporter ekki í gang kaldur?
Posted: 30.aug 2013, 10:01
frá lecter
flott ráð hjá ykkur
hér er eitt gott ráð sem gott er að vita eiga menn svona bil
ég á svona bil ég lenti í þvi að kald start rofinn i sogrein (hitarinn) bilaði og hann sló út öriggi en sama öriggi er fyrir oluverkið en samt mældi ég spennu á oluverkið ,en hann fór ekki i gang ,,en hitaði glóðakertin samt
Re: Vw Transporter ekki í gang kaldur?
Posted: 03.sep 2013, 20:51
frá Stjáni
Snilld skoða þetta :)