Síða 1 af 1
Musso - Fjöðrun
Posted: 21.sep 2010, 22:06
frá streykir
Ég er með musso 1999 módel sem lætur illa t.d. í þegar ójöfnur eru í vegi og t.d. á gatnamótum, þá skoppar hann útum allan veg
Einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að ?
Hvernig gorma og dempara mæla menn með undir svona bíl ?
Re: Musso - Fjöðrun
Posted: 21.sep 2010, 22:58
frá garnett91
veit allavega að afturdemparar í Musso frá KONI í n1 kosta 21 þús stykkið og frá Old Man Emu úr bílabúð benna 24 þús stykkið. Hef heyrt að þetta séu með því besta sem þú getur fengið.
Re: Musso - Fjöðrun
Posted: 25.feb 2014, 14:22
frá Subbi
djöfuls rugl verð á þessum vörum hér heima kosta í USA OME demparanir allan hringinn í 2.5 tonna bíla um 300 Dollara og gormarnir um 200 og það þarf að flytja þetta frá Australíu til USA
Hér slagar einn dempari í verð allra fjögurra úti
Re: Musso - Fjöðrun
Posted: 25.feb 2014, 17:19
frá Guðmann Jónasson
er með Musso '98 á 33" og skipti út original gormunum fyrir Land Rover gorma. Er bara ansi sáttur með þá framkvæmd og útkomu :)
kv.
Guðmann