Felgur og breikkanir

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Felgur og breikkanir

Postfrá jongud » 25.aug 2013, 19:50

Ákvað að halda áfram með þessa umræðu í nýjum þræði.
sérstaklega þar sem nýjar (gamlar) upplýsingar komu fram;

Bokabill wrote:Gamlir FEM útreikningar á 18" breiðri felgu.
Image

Image

Álag var sett á felguna við ystu brún.
Eins og sést þá tekur miðjan upp mikið álag og tenging miðjunnar við tunnuna
Tunnan (breikkunin) tekur lítið á sig og má vera mun þynnri að efnisþykkt en annað.


Eru til meiri upplýsingar um þessa útreikninga, t.d. varðandi efnisþykkt og fleira?



User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Bokabill » 26.aug 2013, 10:30

Þetta er orðið yfir 10 ára gamlar pælingar og man ég ekki nákvæmlega hvaða uppstilling þetta er.
Margar þykktir skoðaðar og allskonar álag. Niðurstaðan sú að þyrfti ekki nema 1 til 2 mm þykkt í breikkunina eins og reynslan sýnir og Rúnari Inga Árdal talar um á hinum þræðinum.
Svona útreikningar gera nú lítið annað en staðfesta það sem menn vissu fyrir, þ.e. að krítiskir punktar eru miðjan kringum boltana og tenging miðunnar við tunnuna.
Þess vegna er mikilvægast að felgan passi upp á miðjuhringinn, boltarnir rétt hertir og spenna í felgunni. Þá týna menn ekki boltunum þótt þeir séu ekki endilega af sverustu gerð.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá jongud » 26.aug 2013, 13:03

Þá eru einnig suðurnar þar sem "breikkunartunnan" er soðin við upprunalegu felguhlutana mjög mikilvægar, ekki satt?


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá villi58 » 26.aug 2013, 13:25

Ég mundi aldrei þora að vera á felgum sem væri notað 1,5 mm í tunnuna þar sem álagið frá felgubotninum er mikið, svo er líka munur hvar felgubotninn er staðsettur. Að vera með 54" dekk og 18" - 20" breyðar felgur, það er nú orðið svolítið álag á þessu.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Dúddi » 26.aug 2013, 15:45

Sumardekkin mín eru á orginal landcruiser felgum sem eru með 8,5 í backspace, 18 tommu breyðar úr 1,5 mm, breikkaði þær 2001, alltaf verið 44 tomma a þeim.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá villi58 » 26.aug 2013, 15:53

Dúddi wrote:Sumardekkin mín eru á orginal landcruiser felgum sem eru með 8,5 í backspace, 18 tommu breyðar úr 1,5 mm, breikkaði þær 2001, alltaf verið 44 tomma a þeim.

Mín skoðun er sú að maður er kominn hættulega nálægt því að lenda í veseni, skil ekki hvað menn seilast langt til að spara örfá kíló, komið á mjög grátt svæði, það er bara mín skoðun. Góðar stundir!!!!!!!!
Svo finnst mér bara þægilegra að hafa þykktina svipaða í tunnuni og það sem er í felgunum.


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá sukkaturbo » 26.aug 2013, 19:01

Smá pæling því ég hef ekkert vit á felgubreikkun. En hef eina bjánaspurningu þegar verið er að sjóða saman 5mm og 1,5mm er ekki hætta á að eitthvað misfaristí suðunni þegar efnin eru svona misþykk. Kanski hörku stál í felgunni og svo er sett blikk á móti. kveðja guðni

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Startarinn » 26.aug 2013, 19:11

Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, allavega ekki hvað varðar hörku, en það er viss kúnst að sjóða saman svona misþykkt efni, að fá nægan hita í þykka efnið án þess að fara gegnum það þunna, en það er ekkert sem hæfur suðumaður leysir ekki

En svo eru líka til felgur úr grjóthöðu efni, þar gætu komið upp vandamál, en það fer vitanlega eftir um hvaða efni er að ræða
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

aae
Innlegg: 127
Skráður: 27.apr 2010, 22:23
Fullt nafn: Andri Ægisson

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá aae » 26.aug 2013, 21:10

Ég fór með felgur í sandblástur um daginn. Þegar ég fékk þær til baka voru tvær þeirra með tæringarpittum og einmitt á stað sem maður vill ekki hafa þá, innst í tunnunni uppi við botninn. En sem betur fer höfðu þær ekki verið smíðaðar úr 1,5 mm efni.
Þegar verið er að ákveða þykktir á plötum í stálhluti, t.d. þrýstikúta, er líka tekið tillit til atriða eins og tæringar, suðu og völsunnar á plötum og bætt við þykkt vegna þeirra. Ég myndi aldrei fara í minna en 2,5 mm.

User avatar

Höfundur þráðar
jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá jongud » 27.aug 2013, 08:52

Það er auðvitað ansi mikilvægt að halda felgunum við og passa upp á ryð. Enda hvílir allur þungi bílsins á þeim og allt afl fer í gegnum þær, bæði frá drifrás og svo afl við hemlun.
Hinsvegar er líka mikilvægt að hugsa til þess að sá hluti bílsins sem er neðanvið fjaðrirnar (ófjaðrandi þyngd) er hlutur sem skiptir töluvert miklu máli fyrir aksturseiginleika.
Því minni massi sem er neðanvið fjaðrir því betri aksturseiginleikar.


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Dúddi » 27.aug 2013, 18:25

Ég skil bara ekki afhverju menn eru að keyra á álfelgum, léttmálmsfelgum og jafnvel plastfelgum ef menn eru ekki að eltast við örfá kíló í felgum. Kosturinn við stálfelgur framyfir þessar er sá í mínum huga að maður getur rétt stálfelguna og jafnvel soðið í hana uppá fjöllum og þessvegna kýs ég léttar stálfelgur.
Ef menn hafa ahyggjur af að felgurnar sem er verið að keyra á gefi sig þannig að slys hljótist af þá held ég að það væri nær að spá í þessu dekkjadrasli sem við erum að keyra á, allskonar tegundir sem hvellspringa á endahraða uta vegi.
Eina felgan sem ég hef soðið í vegna þess að hun var að brotna var breykkuð ur 4 mm efni á rosaflottu vélaverkstæði og suðan var svo köld að hún hélt ekki, spurning hvort hann hefði geta brætt þynnra efni kall greyið sem gerði þetta.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá jeepson » 27.aug 2013, 18:43

Dúddi wrote:Ég skil bara ekki afhverju menn eru að keyra á álfelgum, léttmálmsfelgum og jafnvel plastfelgum ef menn eru ekki að eltast við örfá kíló í felgum. Kosturinn við stálfelgur framyfir þessar er sá í mínum huga að maður getur rétt stálfelguna og jafnvel soðið í hana uppá fjöllum og þessvegna kýs ég léttar stálfelgur.
Ef menn hafa ahyggjur af að felgurnar sem er verið að keyra á gefi sig þannig að slys hljótist af þá held ég að það væri nær að spá í þessu dekkjadrasli sem við erum að keyra á, allskonar tegundir sem hvellspringa á endahraða uta vegi.
Eina felgan sem ég hef soðið í vegna þess að hun var að brotna var breykkuð ur 4 mm efni á rosaflottu vélaverkstæði og suðan var svo köld að hún hélt ekki, spurning hvort hann hefði geta brætt þynnra efni kall greyið sem gerði þetta.


Ég er sammála þér í þessu með felguvalið. Álfelgur eiga að vera undir malbiksbílum. Reyndar keypti ég álfelgur til að setja undir frúar pattann þar sem ða mig vantaði ódýrar 10" breiðar felgur. En passaði mig ekki á því að mæla backspace'ið. Og get því miður ekki notað þær nema að drulla allann bílinn út. En ég er búinn að finna stálfelgur sem ég ætla að kaupa. Maður er altaf að hugsa um þetta með að lenda á steini eða einhverju. Þá getur maður í flestum tilvikum lagað stálfelguna án mikilla vandræða.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá nobrks » 27.aug 2013, 19:10

Dúddi wrote:Ég skil bara ekki afhverju menn eru að keyra á álfelgum, léttmálmsfelgum og jafnvel plastfelgum ef menn eru ekki að eltast við örfá kíló í felgum....


Það er nú bara þannig að í frosti álið verður deigara meðan stálið verður stökkara , þannig það er oft hægt að rétta álið nægilega.

Var með pundmælinn í höndunum um daginn, og vigtaði álfelgu 15x17.5 með álbeadlock og svo orginal toyota stálfelgu 17x6 og þær voru jafn þungar eða um 16-17kg !

Svo það er klárlega hægt að spara sem svarar grönnum farþega í þessum felgumálum.

Varðandi efnisþykkt í breikkuðum felgum, þá minnir mig að Gísli G í torfærunni hafi verið með 1.0 eða 1.5mm í tunnunum, og þar eru átökin klárlega meiri en í götubíl á´blöðrudekkjum. En allt hefur sín takmörk, og þá sérstaklega því breiðari sem felgan verður frá miðjunni.

í´svona greiningu þarf líka að passa sig að vera ekki með fullkominn hring, því leið þú bætir við dæld eða öðrum göllum breytast niðurstöðurnar talsvert. það væri gaman að sjá´tölurnar á greiningunni sem myndirnar eru frá.

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá snöfli » 27.aug 2013, 23:26

Ál og ál eru tveir mismunandi hlutur. Steyptar álfelgur eru úr melmi með þónokkri íblödum efna sem gerir það að verkum að þær eru allajafnan stökkar og brotna því en bogna ekki. Það eru hisvegar til felgur úr hreinna melmi (spunnar og það oft samsettar) sem hrekkur ekki heldur bogar og hefur flesta eiginleika stálfelgna nema þungann. l.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Kiddi » 28.aug 2013, 00:29

Á einhver svona felgu teiknaða í nákvæmum málum í SolidWorks eða Inventor? Það væri gaman að skoða þetta nánar en ég nenni ómögulega að rífa dekkin mín af til þess að mæla upp felguna almennilega :-)

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Bokabill » 28.aug 2013, 09:06

Auðvitað er þessi greining miðuð við fullkominn heim, engar beyglur, suður oþh. en niðurstaðan er afgerandi.
Modelið er til ef einhver vill tilraunast með það.

Image

Þessi felga er til í Inventor, get sent það í email ef einhver vill.

Hin felgan var teiknuð beint í ANSYS minnir mig.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Kiddi » 28.aug 2013, 13:00

Sæll

Það væri gaman ef þú nenntir að senda mér þetta á kristinnm-at-gmail.com


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá grimur » 28.aug 2013, 18:25

þetta þykir mér skemmtileg umræða, og aldrei þessu vant hef ég ekki fullmótaða skoðun á málefni sem snýr að burðarþoli. Það er nefninlega þannig með felgur að það er ekki alveg hlaupið að því að reikna burðinn af einhverju viti í tunnunni. Fjölmargir þættir vega inn hvernig álagið dreifist á efnið. Almennt séð held ég(veit ekki, það er mikill munur á að halda og vita) að það sé skynsamlegt að eiga inni töluvert af efnisþykkt vegna mögulegra suðugalla, tæringar, beygla og þessháttar. öryggisfaktor upp á sirka 3x ætlað álag í jafn krítísku fyrirbærí og felga er getur því varla talist fráleitt. Fyrir það eitt út af fyrir sig held ég að 3mm sé ágætis nálgun almennt séð. Þynnra getur gengið eins og dæmi sanna að því gefnu að allt sé í lagi, suður vel heppnaðar, engin tæring, efnið tekið rétt úr plötunni og svo framvegis. Persónulega mun ég ekki taka þannig sénsa.

Hitt er alveg rétt að miðjurnar feila oftast, enda þarf tunnan fljótt á litið bara að ver helmingur af miðjunni í þykkt þar sem álagið sirka skiptist í tvennt við yfirganginn frá miðju í tunnu.

Kv
G


juddi
Innlegg: 1240
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá juddi » 28.aug 2013, 21:46

Hefur þessi felga á teikninguni verið smíðuð ?
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is

User avatar

Maggi
Innlegg: 264
Skráður: 31.jan 2010, 00:32
Fullt nafn: Magnús Blöndahl
Bíltegund: WranglerScrambler

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Maggi » 28.aug 2013, 21:55

Sæll,

Það væri vel þegið ef þú nenntir að senda þetta á mig magnusblo@gmail.com

kv
Maggi
Wrangler Scrambler

User avatar

Bokabill
Innlegg: 51
Skráður: 31.mar 2011, 11:02
Fullt nafn: Jóhannes Jensson

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Bokabill » 29.aug 2013, 10:23

juddi wrote:Hefur þessi felga á teikninguni verið smíðuð ?


Smári í Skerpu smíðar þessar felgur, mikið notað undir Unimog hásingarnar.
Er í raun bara eins og Hummer felgurnar eru.

Image

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Hfsd037 » 30.aug 2013, 04:09

Ég er nú búinn að keyra um á álfelgum í 4 ár í öllum mögulegum aðstæðum sem finnast á þessu landi og hef ekki neitt út á þær að setja, keyra á grjót í úrhleyptu í mjög miklu frosti og þessháttar.
En ég tók eftir því eitt skiptið að þegar ég var að umfelga AT felgur í svona stórri vörubíladekkjarvél að þær eru hreinlega algjört drasl sem þola ekki neitt við hliðin á felgunum sem ég er með undir jeppanum mínum núna.
Gæðin fara hreinlega eftir framleiðenda.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

Polar_Bear
Innlegg: 21
Skráður: 20.apr 2014, 11:49
Fullt nafn: Einir G. Kristjánsson
Bíltegund: Ford Econoline

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Polar_Bear » 08.okt 2015, 18:15

Sæll

Það væri vel þegið að fá þetta sent í einirk@simnet.is

Kv Einir
Member Of The_Polarteam

User avatar

Örn Ingi
Innlegg: 73
Skráður: 15.aug 2010, 02:47
Fullt nafn: Örn Ingi Magnússon
Bíltegund: HJ61

Re: Felgur og breikkanir

Postfrá Örn Ingi » 08.okt 2015, 23:51

Máttt senda mer þetta á orni86 hja simnet.is takk kærlega


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir