Síða 1 af 1
V8 rover
Posted: 21.aug 2013, 17:24
frá draugsii
Sælir eru ekki einhverjir hérna sem þekkkja þessar vélar? er að spá hvaða kassar og eða skiftingar passa aftan á þetta
er kanski að spá í að setja svona í hilux
Re: V8 rover
Posted: 21.aug 2013, 19:45
frá Rangur
http://www.islandrover.is/spjallÞarna er heilmikil þekking.
kv.
ÞÞ
Re: V8 rover
Posted: 21.aug 2013, 20:36
frá Svenni30
Sælir, gætir spurt þennan
viewtopic.php?f=29&t=19588
Re: V8 rover
Posted: 21.aug 2013, 21:12
frá jongud
Það er eldri gerð af Oldsmobile-Buick boltamynstri aftaná þessum vélum. En Buick 215 var bara framleidd árin1961-63 (minnir mig) Það er hægt að fá kúplingshús (einhverjir eru að framleiða kúplingshús sem passa).
Svo voru framleiddar TorqueFlite 727 fyrir Rover á tímabili. (1982-87 skilst mér)
Þessir framleiða kúplingshús...
http://www.aluminumv8.com/Svo skilst mér að það sé hægt að rífa kúplingshús-hlutan af einhverri ZF sjálfskiptingu (þeirri sem kom á eftir 727 skiptingunni) og mixa það í kúplingshús fyrir gírkassa.
Re: V8 rover
Posted: 21.aug 2013, 22:28
frá Grímur Gísla
Re: V8 rover
Posted: 22.aug 2013, 18:13
frá uxinn9
[quote="Grímur Gísla"]Er ekki málið að vera með Rover kassana aftan á. Þú getur fengið skriðgír sem boltast við millikassann,
Lendir þá ekki girstöngin aftan við bilstjóran þetta er svo làngt
Re: V8 rover
Posted: 22.aug 2013, 18:21
frá reyktour
http://www.ashcroft-transmissions.co.uk ... oductId=29þetta er gírstönginn aftan á kassan, súper einfalt og getur sett hana þar sem þér hentar.
http://www.ashcroft-transmissions.co.uk ... oductId=16þetta er svo sjálfur skriðgírinn... Hann boltast beint aftan á gírkassan. Svo gott sem plug and play.
Mundu svo að ef það er flókið þá er það ekki Land Rover.
Re: V8 rover
Posted: 22.aug 2013, 18:59
frá kolatogari
ég hef átt bæði innslýtingar vél og blöndungs. Er mun ánægðari með blöndungs vélinna. finnst hún toga betur. Þessar vélar eru ekkjert rosalega sprækar orginal (enda er ég með 3,5L) en toga vel á lágum snúning. Svo má nálgast fullt af performance pörtum til að gera þær mun líflegri. Þær eru til uppí 4,6L hérna heima, En hægt að stækka þær uppí 5L með slatta tilkostnaði.
Hvað gírkassa varðar þá hef finnst mér gamli LT77 góður kostur. Getur nálgast þá mjög ódýrt innan land rover hópsinns. Hann er ekkjert sérlega sterkur en hefur allavega reynst mér verl, svo er nýrri kassinn R380 (minnir mig) sem er mun sterkari að mér skillst, hef aldrey prófað hann.
Það er hægt að fá bæði ZF og Chrysler skiptingar sem passa á þessar vélar. En chrysler útgáfan er ekki algeng í dag, en þó eru nokkrir til. ZF eru skemtilegar skiptingar og hafa verið að reynast þokkalega í breyttum bílum. Ég var einusinni með þannig á 38" breyttum bíl, og hún reyndist bara vel.
Svo hafa menn útum allann heim verið að troða þessum vélum í allskonar bíla. Held meira að segja að einhvern tíman hafi ég rekist á milliplötu fyrir Hilux kassa, þá var reyndar verið að nota Hilux kassa í gamlan Land Rover. En ef þú "googlar" Rover V8 Hilux conversion, þá ætturu að finna einhverjar upplísingar um hvernig þetta gæti gengið saman á ódýran hátt.
Re: V8 rover
Posted: 22.aug 2013, 19:14
frá draugsii
Já þetta þarf að skoðast betur en ég er rosalega heitur fyrir þessum mótor
Re: V8 rover
Posted: 22.aug 2013, 21:11
frá kolatogari
Hinns vegar eru margir mótorar með meira power fyrir minna verð. til dæmis flestar amerískar V6 vélar sem hafa verið að koma í minni USA jeppum, en þær eru náttúrulega mun þyngri. mig minnir að strípuð Rover vél sé 150kg sem er nú nokkuð lítið fyrir v8 motor.
Re: V8 rover
Posted: 22.aug 2013, 23:14
frá Grímur Gísla
Arnar Þór. skriðgírinn boltast aftan á millikassann við hliðina á drifskaftinu, þar sem er úrtak fyrir aflúrtak. Þú þartf ekkert að breyta neinu. Drifsköft eru áfram orginal og drifstöngin fyrir skriðgírinn er á barka svo þú getur staðsett drifstöngina hvar sem er.
Re: V8 rover
Posted: 22.aug 2013, 23:41
frá draugsii
kolatogari wrote:Hinns vegar eru margir mótorar með meira power fyrir minna verð. til dæmis flestar amerískar V6 vélar sem hafa verið að koma í minni USA jeppum, en þær eru náttúrulega mun þyngri. mig minnir að strípuð Rover vél sé 150kg sem er nú nokkuð lítið fyrir v8 motor.
Það er einmitt það sem heillar mig mest við þessar vélar það er hversu léttar þær eru
hún er nánast í sömu þyngd og 4 cyl kveljan sem er í húddinu á mínum
Re: V8 rover
Posted: 23.aug 2013, 11:45
frá uxinn9
Grímur ég àtti við að ef þú setur vél og kassa Beint úr rover þà endar gírstöngin à asnalegum stað ekki drifstöngin því að þetta sett er miklu leingra heldur en vél og kassi úr hilux .
En list vel à þetta var sjàlfur að spà í svipuðu nema finna mér skiptingu aftan à rover mótorinn i gamla hiluxinn minn
Kv
Re: V8 rover
Posted: 24.aug 2013, 00:57
frá jeepcj7
Ég held að stangirnar komi upp á mjög svipuðum stöðum í hilux og rover,ég sleit eitt sinn 2.4 tdi með kössunum uppúr wrangler og setti rover vél með kössum í staðinn og mig minnir að ekki hafi einu sinni þurft að breyta gatinu í gólfinu.
Þetta var 3.5 efi og 5 gíra kassi sem fór í.
Re: V8 rover
Posted: 24.aug 2013, 20:07
frá Grímur Gísla
Defender kassinn er með gírstöngina færða fram á gírkassanum
http://www.lrseries.com/shop/product/li ... -ASSY.html
Re: V8 rover
Posted: 24.aug 2013, 23:41
frá Rangur
Gamli 5 gíra kassinn (LT77) var til í tveim útfærslum, sú eldri með langa stöng sem fór framarlega á kassann("vörubílastöng") og sú nýrri með styttri stöng og mun aftar. Stöngin er svipað staðsett í nýrri kassanum (R380). LT77 er með bakkgírinn vinstra megin við fyrsta gír en R380 er með hann fyrir neðan fimmta gír.
Getur líka verið gott að vita að millikassinn í Range Rover frá '88 (u.þ.b.) er annar en var þar á undan og í Disco og Defender þó hlutföllin séu þau sömu og í Disco. Hlutföllin í Defender millikassanum eru lægri í háa en voru í Disco og RR en hlutföllin í lága voru alltaf eins (eru reyndar ágætlega lág).
kv.
ÞÞ