Síða 1 af 1

Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 20.aug 2013, 21:33
frá hobo
Hvernig er best að tengja aukarafkerfi með 2 rafgeyma?
Er ekki alveg klár á þessu, eru báðir geymarnir notaðir jafnt í bílnum eða er annar fyrir start og hinn neyslu?
Hvaðan má taka strauminn í nýja kerfið?

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 21.aug 2013, 07:15
frá TBerg
Ég gerði þetta í Grand sem ég átti.
Þá tók ég rafmagnið fra aðalgeyminum, en var með einstefnu svo að aðalgeymirinn tæki ekki rafmagn af aukageyminum. Þá hafði ég aukageymirinn alltaf til vara ef hinn klikkaði. Ég notaði svo aðalgeymirinn bara eins og venjulega með öllu sem kemur með bílnum, en aukageymirinn var eingöngu fyrir aukarafkerfið. Þ.e. Allt aukadót.
Ég var svo með hnífrofa, ( höfuðrofa ) til að aftengja aukageymirinn algjörlega ef ég var ekki að nota eitthvað af aukadótinu í bílnum.

Kv. Tberg

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 21.aug 2013, 17:08
frá hobo
Ég meinti að það eru tveir geymar fyrir í húddinu(Trooper)
Vinna þeir saman eða í sitt hvoru lagi og hvaðan er best að taka strauminn?

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 21.aug 2013, 17:17
frá draugsii
geturðu ekki séð það með því að elta lúmmið? mig minnir að tenginginn á hægri geiminn fari í öryggjabox og eitthvað slíkt en man það ekki fyrir víst
var ekki búinn að skoða þetta nógu vel í þessum bíl sem við erum að rífa

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 21.aug 2013, 19:13
frá hobo
Jú sjálfsagt liggur þetta ljóst fyrir þegar maður stingur hausnum ofan í húdd.
Vildi bara hugsa þetta í huganum áður en maður hefst handa, svo veit ég hvað mönnum finnst gaman að velta sér uppúr hlutum tengdum Trooper :)

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 21.aug 2013, 19:52
frá Navigatoramadeus
þeir vinna alveg örugglega saman (hliðtengdir) og eru tveir því það væri ansi stór einn geymir og erfitt að koma fyrir í húddinu ef það væri einn ca 130Ah, ætla ekki að fullyrða en tel víst það sé alltaf þannig nema menn séu að breyta.

einn 65Ah geymir myndi ekki trekkja gamla díselvél í gang í kulda og orðinn eldri en tvævetra og þá væri ekki til neins að hafa neyslugeymi nema til að hafa rassahitarann í gangi meðan beðið er eftir starti frá öðrum bíl ;)

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 21.aug 2013, 21:49
frá Haukur litli
12V kerfi er oftast með geymana hliðtengda til að hafa fleiri amper.

Hægt væri að hafa einn geymi (Þriðja geyminn.) í skottinu/á pallinum. Hinir tveir eru þá bara fyrir start, sá þriðji væri fyrir þá fyrir ljós, miðstöð, græjur og í rauninni allt nema startið og nauðsynlegasta mótorrafmagn. Þá hefur þú alltaf rafmagn til að starta, þó að geymirinn fyrir ljósin og miðstöðina sé alveg dauður.

Spennustýrt relí hleður startgeymana fyrst, þegar þeir ná 13,5V eða þar um bil þá skiptir relíið yfir á þriðja geyminn og hleður hann og fæðir kerfið. Þegar mótortölvan, kveikjan, eldsneytisdælan, olíuhitari eða hvað annað sem er nauðsynlegt fyrir gang vélarinnar er búið að draga startgeymana niður fyrir 12V (Eða hver sem cut-in spennan á relíinu er.), þá skiptir relíið aftur og hleður startgeymana.

Startgeymarnir munu alltaf hafa straum til að koma mótornum í gang, mikið öryggi í því finnst mér. Þriðji geymirinn gæti þá verið öðruvísi geymir sem þolir mikla afhleðslu, en hefur ekki CCA til að starta mótor.

Svo má fara í æfingar með díóður til að einangra kerfin en samt láta þau vinna saman.

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 25.aug 2013, 19:56
frá Sæfinnur
Haukur litli wrote:12V kerfi er oftast með geymana hliðtengda til að hafa fleiri amper.
Hægt væri að hafa einn geymi (Þriðja geyminn.) í skottinu/á pallinum. Hinir tveir eru þá bara fyrir start, sá þriðji væri fyrir þá fyrir ljós, miðstöð, græjur og í rauninni allt nema startið og nauðsynlegasta mótorrafmagn. Þá hefur þú alltaf rafmagn til að starta, þó að geymirinn fyrir ljósin og miðstöðina sé alveg dauður.

Spennustýrt relí hleður startgeymana fyrst, þegar þeir ná 13,5V eða þar um bil þá skiptir relíið yfir á þriðja geyminn og hleður hann og fæðir kerfið. Þegar mótortölvan, kveikjan, eldsneytisdælan, olíuhitari eða hvað annað sem er nauðsynlegt fyrir gang vélarinnar er búið að draga startgeymana niður fyrir 12V (Eða hver sem cut-in spennan á relíinu er.), þá skiptir relíið aftur og hleður startgeymana.

Startgeymarnir munu alltaf hafa straum til að koma mótornum í gang, mikið öryggi í því finnst mér. Þriðji geymirinn gæti þá verið öðruvísi geymir sem þolir mikla afhleðslu, en hefur ekki CCA til að starta mótor.

Svo má fara í æfingar með díóður til að einangra kerfin en samt láta þau vinna saman.

Hvar fær maður svona spennustýrt relay

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 25.aug 2013, 20:21
frá Stebbi
Gætir prufað Rótor í Hafnarfirði eða Rafstillingu í Dugguvogi, annars á þetta að vera til hjá öllum sem eru að selja dót í húsbíla og báta.

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 25.aug 2013, 21:12
frá Haukur litli
Ásco á Akureyri er með 200A spennustýrt relí sem þeir smíða sjálfir, það er ekki dýrt miðað við aðra valkosti.

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 26.aug 2013, 15:30
frá emmibe
Þessi kostar 2400 krónur á Ebay, td 15.000 krónum ódýrara en sambærilegur sem ég fann hérna heima????
Hleðsludeilir.JPG
12 VOLT 100 AMP SPLIT CHARGE RELAY
Hleðsludeilir.JPG (64.45 KiB) Viewed 4152 times

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 26.aug 2013, 15:44
frá StefánDal
emmibe wrote:Þessi kostar 2400 krónur á Ebay, td 15.00 krónum ódýrara en sambærilegur sem ég fann hérna heima????
Hleðsludeilir.JPG


Getur einhver útskýrt fyrir mér munin á þessu og hefbundnum utanáliggjandi startpung?

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 26.aug 2013, 17:00
frá Stebbi
Svona relay á ekki að opna fyrr en hleðslan er komin yfir 13,eitthvað volt. Opnar semsagt þegar það er búið að starta og bíllinn farin að hlaða. Svo er til merkilegri búnaður sem er mikið notaður í húsbílum og þar sem neyslukerfi eru, það relay er með díóðu sem lokar fyrir að rafkerfi bílsins dragi frá neyslugeymunum þegar álagið eykst eins og með td. kösturum, spili eða öðru.

Kæmi mér ekki á óvart að það væri það sem er 15.000 krónum dýrara hérna heima.

Re: Tveir rafgeymar og aukarafkerfi.

Posted: 26.aug 2013, 20:12
frá emmibe
Sami hlutur, díóðudeilarnir eru mun dýrari.
http://www.rotor.is/web/?&OZON=Z3JvdXA9 ... Q9MjI1NQ==