Sjóða í gólf

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
punktur18
Innlegg: 66
Skráður: 24.okt 2012, 15:28
Fullt nafn: Davíð árni guðbjörnsson

Sjóða í gólf

Postfrá punktur18 » 19.aug 2013, 23:51

Hverning efni og hversu þykkt efni ætti að sjóða í gólfið hjá manni ? er að hrynja einum megin niður.. er ametör í málm smíði hehe



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Sjóða í gólf

Postfrá Polarbear » 20.aug 2013, 10:56

annaðhvort 0.8 eða 1.0 mm þykkar blikkplötur, rafgalvað myndi ég nota.

svo er bara að punkta fast á sem flestum stöðum og sjóða stutta tauma hér og þar til skiptis til að halda hita í lágmarki. annars vindur þetta sig til og dregur sig í allar áttir.


birgir björn
Innlegg: 75
Skráður: 31.jan 2010, 15:55
Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson

Re: Sjóða í gólf

Postfrá birgir björn » 20.aug 2013, 14:39

nota vinnuloftið til að kæla suðurnar á milli eg nota 1,0 í golf og 0,8 í yfirbyggingu


Höfundur þráðar
punktur18
Innlegg: 66
Skráður: 24.okt 2012, 15:28
Fullt nafn: Davíð árni guðbjörnsson

Re: Sjóða í gólf

Postfrá punktur18 » 24.aug 2013, 19:54

þakka svörin, er nauðsynlegt hafa þessi ribs/beads uppá styrk ?


birgir björn
Innlegg: 75
Skráður: 31.jan 2010, 15:55
Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson

Re: Sjóða í gólf

Postfrá birgir björn » 24.aug 2013, 19:57

það er nauðsinlegt að vera með stansaða plötu ef þetta er mikill flötur.

User avatar

pallibj
Innlegg: 5
Skráður: 06.sep 2013, 16:51
Fullt nafn: Páll Sigurður Björnsson
Bíltegund: Chevrolet Suburban
Staðsetning: Reyðarfjörður

Re: Sjóða í gólf

Postfrá pallibj » 06.sep 2013, 23:55

En ef þetta eru bara litlir blettir, ca 200x500 mm blettir?
Og ef nýja platan sem fer á gólfið er sett ofan á gólfið og er soðin innanfrá, á að sjóða hana utanfrá (neðanfrá) líka?
Kveðja frá Reyðarfirði
Páll Sigurður Björnsson
Chevrolet Suburban 1979


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Sjóða í gólf

Postfrá lecter » 07.sep 2013, 00:06

klippa eða skera burtu skemdina og sniða plötu sem er 1,5cm stærri við kaninn og bora hana með ca 5-10cm millibili sjóða svo puntana til er kítti sem er soðið i blautt kitta svo með body kítti yfir eg bora plötuna með svona 8mmm bo

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Sjóða í gólf

Postfrá Freyr » 07.sep 2013, 11:00

Með því að "overlappa" efnið verður samt til rými sem raki þéttist í, er ekki betra að sleppa því og láta plötuendana mætast? Varðandi stönsunina þá brenndi ég mig á því eitt sinn. Sauð í gólfið á jeppa plötu í svipaðri stærð og þú nefnir og það var sláttur í henni, mynduðust af og til smellir þegar hún gekk til eins og tromma. Það bjargaðist hinsvegar með því að slá í hana á nokkrum stöðum með kúluhamri, bæði undir og að ofan, það myndaði spennur í henni svo hún varð stöðug.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Sjóða í gólf

Postfrá lecter » 07.sep 2013, 11:28

ok allt bíl boddy er smiðað þannig að efnið er yfir hvort annað ,,i gólfi lika en kítta þarf allt báumeigin svo vatn fari ekki á milli þess vegna er sniðugt að nota þetta blaut kítti sem er notað við púnt suðu en gallinn er að það brennur i burtu við suðuna en bara i kringum suðu púntinn en svona viðgerðir endast alveg 15-20 ár og er flestum nóg

en auðvitað þarf að stansa stóra fleti i gólfi til að fá styrkinn aftur og losna við spil ef ekkert verkfæri er til á bænum hef ég sett flatjárn undir bilinn á rönd og tjakkað undir lamið svo með kúluhamri ofan á þá kemur smá stans sem getur verið nóg

best að taka plötuna i blikksmiðju og fá hana i gegnum vals hjól aður eða beigju vél ef þetta er aftur gólf þar eru stærri stansar sem bera

þar sem eru styrkingar undir ,,bitar þarf að setja afur


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Sjóða í gólf

Postfrá lecter » 07.sep 2013, 11:35

allt boddy sem er heil soðið tognar og getur brotnað plús að það brennur og verður opnara fyrir ryðmyndun ,, kíttin eru svo góð i dag að það er næstum nóg að líma bara en þá verður allt að vera vel undir búið


birgir björn
Innlegg: 75
Skráður: 31.jan 2010, 15:55
Fullt nafn: Birgir Björn Birgirsson

Re: Sjóða í gólf

Postfrá birgir björn » 07.sep 2013, 19:01

eg mindi ekki overlappa neitt nema nauðsinnlega 90% af þvi riði sem eg hef séð hefur byrjað þannig


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Sjóða í gólf

Postfrá villi58 » 07.sep 2013, 19:51

Polarbear wrote:annaðhvort 0.8 eða 1.0 mm þykkar blikkplötur, rafgalvað myndi ég nota.

svo er bara að punkta fast á sem flestum stöðum og sjóða stutta tauma hér og þar til skiptis til að halda hita í lágmarki. annars vindur þetta sig til og dregur sig í allar áttir.

Svo er gott að klippa úr þannig að sé ekki 90 gráður heldur hafa rúnaða beygju t.d. fyrir þá sem eru í bjórnum að strika eftir botninum og fá c.a. þann radíus, þannig verpist efnið ekki eins mikið. Svo sjóða lítið í einu og kæla strax t.d. með blautri tusku þá verður lámarks verping.


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Sjóða í gólf

Postfrá lecter » 07.sep 2013, 23:40

fyrirgefið hlustið nú á fagmennina í þessu einginn bill er smiðaður öðruvisi en að overlappa samskeitin ,,, allt boddy sem er 08mm 1 mm er þannig annars liðast boddy i sundur allt boddy sem er heilsoðið er stórskemt og ryðgar miklu fyrr allt boddy er kittað báðumeiginn til að halda ryðmyndun i lágmarki ,,, þið breytið þessu ekkert hér ,, ég hef sjálfur lært bifreiðasmiði og skipasmiði rennismiði eldsmiði og er vélvirki ,,,, og hef endursmiðað földa bila svo marga að tölu hef ég ekki kanski 500 bila fyrir utan tjónabila en oft sér maður stór skemt boddy sem búið er að ryðbæta en i bretti er hægt að heilsjóða og kæla með lofti eða vatni þó er alltaf gaman að sjá gömlu snillingana með tin eða silfur og var alltaf stansað niður og overlappað svo platan fell niður og varð i sömu hæð svo flaut tinið undir og lokaði allt undir það er flott


en suðan skiptir ekki mali i innra boddy eins og gólfi innri brettum heldur frágangur á grunni malningu og kíttinu ,,,

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Sjóða í gólf

Postfrá jeepson » 07.sep 2013, 23:48

Ég fékk félaga minn til ða hjálpa mér við að skipta um sílsa í cherokee sem að ég átti. Sílsaefnið var beygt í vinnuni og ég notaði 1,2mm þykt efni. Ég boraði 8mm göt með 50mm millibili þar sem ytri og innri síls mætast að neðan. Svo var sílsinn punktaður pastur á 4 eða 6 stöðum og svo hafist handa við að punktasjóða þetta sitt á hvað til að fá sem minstann hita í draslið. Þetta lukkaðist rosalega vel. Svo mæli ég með að nota tveggja þátta epoxy grunn og svo mála vel yfir grunninn. Gangi þér vel með ryðbætingarnar.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Sjóða í gólf

Postfrá Freyr » 08.sep 2013, 09:07

Fróðlegur þráður.

Varðandi frágang til að aftra ryðmyndun, notið þið grunn eða málningu á fletina sem liggja saman og ekki er hægt að mála eftirá? Sjálfur hef ég notað wurth zink-grunn á slíka fleti en er einhver betri leið


HGJ
Innlegg: 26
Skráður: 21.jún 2011, 12:10
Fullt nafn: Haraldur Gunnar Jónsson

Re: Sjóða í gólf

Postfrá HGJ » 08.sep 2013, 11:59

Góður þráður
Hvaða kítti er best að nota í að líma saman body?


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Sjóða í gólf

Postfrá lecter » 08.sep 2013, 12:48

hvaða kitti og hvort sé gott að mála undir flestir eru að nota raf galf efni þetta grá og 08-1 mm

fleti sem eru settir saman annar gamall hinn nýr eins og i silsunum þar sem er bara skipt um að utan ,, þa er fint að slipa gamla kantinn vel grunna með zink en nota kitti sem þolir hita þegar það er blautt það er kallað púntsuðu kitti

en yfir að utan er fint að nota 2 þátta grunn stálgrunn eða zink grunn siðan td wurth boddy kitti sem er i dósum og penslast ég nota það eða sambærilegt boddy kitti afhverju pensil jú td i tjóna réttingum sér maður að bilarnir eru margir penslaðir maður sér oft pensilstrokurnar i kittinu svo maður fór að gera eins til að fagmenn sm skoða bilinn eftir á finni ekki tjónið ,,,,svo vel hafði maður metnaðinn að ekkert mátti sjást sem minnir á tjónið

´´eg fekk einu sinni brjálaðan kúnna sem kvartaði yfir nýum range Rover að jeppinn væri svo slæmur og vinnan að hann gæti ekki tekið við bilum,,maðurinn stóð öskrandi út á plani,,þetta var stór forstjóri hér i bæ svo það var ná i mig og ég látin svara fyrir verkið þar sem allir stóðu við bilinn eg fór strax að hlæja og sagði ja þetta eru ferleg vinnu brögð en þetta er orginal þvi miður ég vann bara hina hliðaina tjónið var hinumeigin.þið eruð vitleisumeiginn og fór svo inn að vinna ,,, það var mikið rætt um þetta i kaffi timum næstu daga ,, svo það er alltaf gaman að vanda sig og gera vel









gangi ykkur vel i boddy smiðinni það virðist vera nóg af verkefnum fram undan i okkar jeppum


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 53 gestir