4-link að framan

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.
User avatar

Höfundur þráðar
Icerover
Innlegg: 29
Skráður: 18.apr 2011, 19:03
Fullt nafn: Ásgeir Ingi Óskarsson

4-link að framan

Postfrá Icerover » 19.aug 2013, 13:12

Sælir meistarar!

Ég er búinn að vera aðeins að spá í fjöðrunarkerfi í jeppann, aðallega 4 link með panhard (5 link) bæði að framan og aftan. Ég er búinn að lesa slatta um það sem á frummálinu kallast anti-squat og anti-dive, en finn ekkert almennilegt í sambandi við framendann. Ég er með radius arma að framan núna og finnst það asnalegt, þe. við það að taka afturdrifskaftið úr og keyra bara í framdrifinu þeytist boddíið upp og niður við gjöf og bremsun. Mv það held ég að hlutlaus fjöðrun væri betri upp á það að gera (anti squat nálægt 100%) er með það uppsett í exelforritinu af pirate4x4.com fyrir afturfjöðrunina, en hvernig ætti það að vera að framan, þá er þetta náttúrulega eins og að bakka fyrir afturfjöðrun eða hvað?

Vonandi er einhver sem skilur þetta pár hjá mér :)

Mbk, Geiri



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: 4-link að framan

Postfrá jeepcj7 » 19.aug 2013, 13:39

Ertu búinn að skoða þetta fram og aftur http://gjjarn.byethost15.com/sjeppar/index.htm
Er reyndar sjálfur á þeirri skoðun að rover fjöðrunin að framan sé málið en að aftan þurfi að vanda vel til verka ef 4 linkið á að virka rétt við sem flestar aðstæður.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: 4-link að framan

Postfrá ellisnorra » 19.aug 2013, 17:34

Ég er sammála Hrólfi, radíus armarnir eru að mínu mati bestir að framan. Það er þó bara mín tilfinning, byggð á því að ég hef mikið keyrt á bíl með 4link að aftan og radís að framan (hiluxinn minn). Núna er ég reyndar kominn á bíl með 4link bæði að framan og aftan og á tíminn eftir að leiða í ljós hvernig mér finnst það.
Vissulega eru mun fleiri slitfletir/fóðringar í 4linkinu og þarf ég rækilega að skoða það á mínum bíl núna þar sem hann er talsvert út um allan veg.

Þetta er eins og margt annað í jeppasportinu meira byggt á trúarbrögðum heldur en öðru. En vel uppsett 4link sem er í góðu ástandi (fóðringar) og vel smíðað gefur mjög mikla möguleika i "fjöðrunargæðum".
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 4-link að framan

Postfrá Kiddi » 21.aug 2013, 19:17

Skemmtileg pæling. Ég er einmitt með 3-link fjöðrun að framan í minni jeppabifreið og þykir hún of lítið þvinguð. Það hjálpar ekki til að ég er með helst til mjúka gorma en ég er einmitt með það í maganum að breyta yfir í radíus arma, annað hvort það eða setja massífa ballansstöng en radíus armarnir gætu kannski skilað sambærilegum árangri og tekið minna pláss og verið léttari.
Það sem er að gerast hjá mér er að hann er að vagga svolítið að framan.

User avatar

Höfundur þráðar
Icerover
Innlegg: 29
Skráður: 18.apr 2011, 19:03
Fullt nafn: Ásgeir Ingi Óskarsson

Re: 4-link að framan

Postfrá Icerover » 21.aug 2013, 21:16

Jamm þetta eru miklar vangaveltur

Kiddi: Hvað heldurðu að sé langt á lóðréttra punkta á stýfufestingunum hjá þér, bæði á hásingunni og í grindinni, það sem ég er aðallega að spá í kröftunum sem virka á sundur/saman hreyfingu við inngjöf/bremsun.

Varðandi að vera út um allan veg og hallast í beygjum þekki ég aðeins, og ætla að nota balancestöng amk að framan þar sem víxlfjöðrun verður yfirdrifin, og ef það verður of vaggandi þá er ekkert annað en að setja svona aftengjanlega stöng með drifloku eins og er mynd af í þræðinum hans Ella um söbbann.

Aðal ókosturinn sem ég sé núverandi radíusarma er að með aðeins slaglengra og flottara fjöðrunarkerfi verður veltan á hásingunni um 20° frá samslætti/sundurslætti og það þykir mér nokkuð mikið brot sem myndast í loftpúða við það. Það gerir kannski púðanum ekkert?

Pæl kveðja, Geiri

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: 4-link að framan

Postfrá Kiddi » 21.aug 2013, 21:50

Sæll aftur

Ég er með 170 mm á milli í grind og 130 á hásingu. Það var ekkert sérstaklega útpælt að öðru leiti en að ég vildi hafa efri stífu lágrétta en láta neðri halla niður frá hásingu og í grind. Það er hægt að gera sig vel geðveikan og rúmlega það með pælingum um hvort hann spyrni sér sundur eða saman við inngjöf og svo miðast það allt við einhvern ákveðinn þyngdarpunkt og blabla sem ég nennti ekki að spá of mikið í.
Mér finnst þetta virka flott að öllu öðru leiti en því að þetta er helst til lítið þvingað. Skil þig samt mjög vel með þetta með loftpúðann það var einmitt ein af ástæðunum fyrir því að ég smíðaði þetta svona á sínum tíma, þ.e. að fá hásinguna til að snúast minna við fjöðrun.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 45 gestir