Síða 1 af 1

Surg í patrol í 4 hjóladrifinu

Posted: 15.aug 2013, 14:17
frá frikki
Sælir drengir

Þegar eg set pattann í 4x4 og keiri þá kemur surg þegar ég slæ af og er ekki í átaki.

Þetta er ekki bank þetta er ekki víbringur (driftönn eða kross) og heirist alveg á sama hvaða hraða ég er þegar ég slæ af.

hann er með Ægislokur.

Eg er búinn að skipta um allt innan við hjól (Driflið,legur,pinnalegur,spindillegur) allt smurt og flott.

Getur þetta verið lega í millikassa eða pinjónslega eða ?????? skil þetta ekki.

Re: Surg í patrol í 4 hjóladrifinu

Posted: 15.aug 2013, 16:26
frá Svenni30
Sæll Frikki, þetta var svipað hjá mér á Hilux, vandinn var lega í millikassanum

Re: Surg í patrol í 4 hjóladrifinu

Posted: 16.aug 2013, 00:27
frá stebbi1
Sæll, ertu búinn að taka á dragliðnum á frammskaftinu, átti súkku sem þjáðist af þessu vandamáli, og er ekki frá því að þetta sé að byrja í patrolnum hjá mér.

Re: Surg í patrol í 4 hjóladrifinu

Posted: 16.aug 2013, 11:46
frá frikki
Taka bara á dragliðnum og ath með slag. ?????

Flott fl hugmyndir,, eg fer í þetta í kvöld og gott væri að fá margar hugmyndir..um vandamálið.

Re: Surg í patrol í 4 hjóladrifinu

Posted: 16.aug 2013, 12:51
frá villi58
Það getur verið einfaldast að taka sköftin bara undan og prufa til að útiloka hvar vandamálið er, veist þá hvort er á aftan eða framan.

Re: Surg í patrol í 4 hjóladrifinu

Posted: 16.aug 2013, 13:03
frá frikki
Þetta er pottþett millikassinn gaffallinn er örugglega orðinn slitinn.

Það fer annar millikassi í hann í kvöld.

Það er allt draslið tengt í keirslu nema millikassinn... það eru flansar á bílnum.

Læt vita ef þetta lagast ekki við það. :)

kkv

Frikki