Síða 1 af 1

Val á dempurum

Posted: 06.aug 2013, 12:24
frá HaffiTopp
Hvað segja menn um gæði og virkni eftirfarandi dempara:

Rancho

Bilstein

Old Man Emu

Hvað af þessu ætti maður að fá sér að framan í klafabíl?

Re: Val á dempurum

Posted: 06.aug 2013, 23:41
frá spámaður
Ég get allavega sagt um bilstein að það voru teknir orginal demparar úr gmc sierra 6.5 diesel ekin þá 340 þús.km og þeir voru ekki einu sinni byrjaðir að leka..hvorki gasi né olíu en dempara gúmíin voru sigruð algjörlega..hefði hent þeim í aftur ef ég hefði ekki verið búinn að kaupa nýja monroe gas magnum sem fóru undir..var ekki allur munur eftir það.en allavega þá er bilstein vandað dót og hef átt rancho undir willys þeir voru góðir en fóru að leka ekki svo gamlir.
kv hlynur.

Re: Val á dempurum

Posted: 07.aug 2013, 10:54
frá Óskar - Einfari
Væri gaman að heyra álit frá fleirum... ég er í sömu hugleiðingum. Hef alltaf verið hrifinn af OME og er að spá í OME Nitrocharger Sport. Benni hefur reyndar aldrei átt þá til, hafa bara átt standard útgáfuna, ekki sport (amk ekki í minn bíl) gæti farið svo að ég panti þá að utan. Ég er reyndar að spá í bæði dempara og gorma.

Re: Val á dempurum

Posted: 07.aug 2013, 12:37
frá HaffiTopp
Takk fyrir það strákar. En það sem ég var að spá var OME að aftan, sem sagt 2ja tommu hækkunargorma og dempara.
Og stillanlega Rancho 9000 að framan. Lýst bara svo fjandi vel á OME miðað við afspurn og svo heillar það mann að vera með stillanlega að framan og geta leikið sér með það eftir því hvar maður er að keyra.
Hvernig finnst mönnum sem hafa reynt þessir Rancho 9000 hafa komið út?

Re: Val á dempurum

Posted: 07.aug 2013, 21:51
frá Stebbi
Ég man ekki eftir því að hafa séð Rancho 9000 öðruvísi en grútógeðslega og handónýta nema þá sem eru nýjir í pakkanum. Er með svona undir bílnum hjá mér að aftan og það týndist stillitakkinn í akstri og núna er hann demparalaus öðru megin og þeir líta út fyrir að vera eldri en jörðin. Þetta eru eflaust rosalega góðir demparar þegar þeir eru nýjir en þeir virðast eldast á ljóshraða.