Síða 1 af 1
ná glóðarkertum úr trooper
Posted: 02.aug 2013, 09:20
frá biturk
Smá ves, ég er með trooper hedd (4jx1) á borðinu hjá mér á leið í plönun og 3 þeirra eru gikkföst 2 snerust í sundur við minnsta átak og síðasta er alveg pikk
Hvernig á ég að ná helv draslinu úr áður en ég nota heddið sem skotskífu og fleigi bílnum fram af klett í bræðiskasti yfir þessum ógeðslegu mótorum?
Re: ná glóðarkertum úr trooper
Posted: 02.aug 2013, 10:09
frá hobo
Ekki skemmtilegt, er ekki að bora út það eina í stöðunni?
En ef þú ætlar að fleygja bílnum fram af kletti, má ég þá hirða eitt og annað úr honum fyrst? :)
Re: ná glóðarkertum úr trooper
Posted: 02.aug 2013, 12:48
frá Polarbear
brjóta rest, baða í wd-40, bora í gegnum þau og nota svo öfugugga til að skrúfa þetta úr? er þetta ál-hedd?
Re: ná glóðarkertum úr trooper
Posted: 03.aug 2013, 08:22
frá biturk
Já þetta er álhedd, er eina leiðin að bora og snitta svo afganginn úr?
Re: ná glóðarkertum úr trooper
Posted: 03.aug 2013, 10:10
frá Polarbear
byrjaðu á því að reyna að losa þetta úr með öfugugga.
Re: ná glóðarkertum úr trooper
Posted: 03.aug 2013, 14:26
frá 66 Bronco
Halló.
Ég hef með góðum árangri rekið torx bita ofan í sundurskrúfuð glóðarkerti og skrúfað úr. Fyrst skaltu banka dulítið á endann á kertinu með áreki, það getur losað um.
Hjörleifur.
Re: ná glóðarkertum úr trooper
Posted: 03.aug 2013, 14:33
frá Hfsd037
Ég lenti einu sinni í því að snúa glóðarkerti í sundur, ég náði að skrúfa skrúfu ofan í brotið og lét lítið kúbein á endann, tók mjög laust á því og brotið small úr :)
Re: ná glóðarkertum úr trooper
Posted: 03.aug 2013, 20:55
frá Elís H
það borgar sig að láta bora þau úr, hafðu samband niðrí BL og talaðu við ingólf. ég man ekki nafnið á rennismiðnum sem ´´a til stýristykki fyrir borinn. annars boraði ég kerti úr mörgum trooperum, í bílnum , og heppnaðist alltaf en það er samt betra að láta rennismiðinn gera þetta. Spurðu þá í BL. þeir vita það.