Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá Arsaell » 28.júl 2013, 22:07

Sælir, núna er ég með smá vandamál þar sem ég er að svissa út drifum með 4.1 hlutfalli úr l200 fyrir drif úr pajero með 5.29. Miðað við allar upplýsingar sem að ég hafði náð að verða mér útum á netinu þá átti þetta að að passa á milli drif úr second generation pajero og l200 bílsins hjá mér. Þegar allt draslið var hinsvegar komið uppá borð og maður byrjaði að skoða þetta fyrir alvöru þá kom nú í ljós að þetta var ekki alveg svo einfalt að bolta bara l200 drifinu með 4.1 köglinum úr og pajero drifinu með 5.29 köglinum í einsog ég hafði gert ráð fyrir. Eftir miklar pælingar og mælingar þá er niðurstaðan sú að innvols drifhúsana sé nánast eins fyrir utan að legubakkinn situr aðeins hærra í l200 húsinu og það hús er um 1.5 cm lengra. En nú vantar mér upplýsingar um það hvort ég ætti ekki að geta svissað á milli invols húsanna og hvert sé best fyrir mig að fara með þá til að láta að stilla þá inn? Það gæti verið soldið föndur að stilla þetta inn þar sem 5.29 pinjónin er styttri en 4.1 pinjónin, en húsið aftur á móti lengra. Set inn nokkrar myndir til útskýringa:
Viðhengi
Image0135.jpg
Image0134.jpg
Image0133.jpg
Síðast breytt af Arsaell þann 29.júl 2013, 09:40, breytt 1 sinni samtals.



User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.42

Postfrá Stebbi » 28.júl 2013, 23:18

Ertu viss um að þú sért ekki með 7.25 Pajero drif og 8" L200 drif.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.42

Postfrá Arsaell » 29.júl 2013, 08:22

Ja, ég hélt að 5.29 hlutföllin höfðu bara komið í bílum með 8" framdrifi en þori nú ekkert að fullyrða um það. Vísar þessi tommu tala til þvermáls hringsins?

Skiptir það máli að drifið sé minna ef það passar í húsið?

Og þetta átti nátturlega að vera 5.29 en ekki 5.42 einsog ég skrifaði fyrst.


Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá Arsaell » 29.júl 2013, 11:03

Eftir að hafa googlað þetta aðeins meira þá sýnist mér að upplýsingarnar sem ég hafði fengið um að 5.29 drifið væri 8" líkt og í L200 bílnum séu vitlausar og þetta sé 7.25" drif einsog þú minntist á. Samkvæmt mínu googli þá er ekki til neitt 8" high pinion 5.29 drif, aðeins 7.25. Hins vegar er 4.88 til 8" með high pinion.

En þá eru nú góð ráð dýr er þá nokkuð annað en að gleyma þessu og finna sér 4.88?

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá jeepcj7 » 29.júl 2013, 13:58

Er ekki hægt að koma drifinu complett í bílinn í sínu húsi?
Ég myndi skoða það að breyta frekar festingum lítillega ef td. munurinn er bara púðinn við pinjóninn ætti það að vera lítið mál.
Þú ættir að vera með 8" drif í höndunum ef það kemur úr 92´+ pajero er nokkuð viss um að minni drifin hafi bara verið í kassaboddýinu 83-91,held að drifið að framan stækki reyndar ca.89-90.
Er ekki örugglega 28 rillu öxull inn í drifið sem þú ert með? Eldri minni drifin eru 25 rillur minnir mig og voru til low pinion líka en það var hægt að færa þau á milli bíla í húsinu með smá moddi.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Ágúst83
Innlegg: 261
Skráður: 09.apr 2011, 09:59
Fullt nafn: Ágúst Snær Hjartarson
Bíltegund: pajero

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá Ágúst83 » 29.júl 2013, 14:02

hentu þessu og settu hásingu undir ég gerði það og sá ekki eftir því


Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá Arsaell » 29.júl 2013, 14:43

jeepcj7 wrote:Er ekki hægt að koma drifinu complett í bílinn í sínu húsi?

Það var nú upprunalega planið en aðal gallinn við það er að annar innri öxullinn er nokkuð styttri og að staðsetning á vacum búnaðinum er framan á drifinu á pajero dótinu en neðan á því í L200 bílnum, held nú samt að það ætti að sleppa undir. Spurning hvort að besta lendingin í þessu sé ekki að nota bara pajero drifið, drifhúsið og vacum búnaðinn af því, en öxulinn úr l200 bílnum og lengja bara rörið utan um þann öxul svo að þetta passi.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá grimur » 30.júl 2013, 00:35

Galloper er original með 5.29, sá beinskipti allavega.
Kannski passar eitthvað í eitthvað meðnað ná sér í þannig framköggul, ætti að vera lítið mál að finna þannig, gæti verið bíll í Vöku ef þeir eru ekki búnir að henda honum...

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá Stebbi » 30.júl 2013, 01:30

Til að taka allan misskilning af þá er 7.25" í öllum Pajero frá gen1 út gen2.5 nema 2.8 dísel og 3.5 bensín. Þekki það ekki alveg með '00-'13 bílana en mér þykir það ekkert ótrúlegt þó það sé sama 7.25" drifið í þeim líka að framan. 4.92 er það lægtsta sem fæst í 8".
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá Arsaell » 30.júl 2013, 08:19

Er galloperinn þá ekki með annað hvort 7.25" drif eða 5.29 sem að er ekki high pinion sem að myndi ekki passa í þetta hús, er driflínann í galloperinum ekki bara úr gen 1 pajero? er einhver hér sem þekkir það?

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá HaffiTopp » 30.júl 2013, 09:40

Það er verið að tala um stærð á drifinu OG drifhlutföllinn þannig að Valhopparinn er því með bæði 7,25" drif (stærð) og 5,29:1 (hlutföllin). Reyndar er 4.88:1 algengast í Pajero 2 og 2,5 gen með díselvélunum. 5.29 er hinsvegar frekar sjaldgæft í þeim. Allavega virðist Valhopparinn oftar vera með 5.29 heldur en Pajeroinn.
Grímur, er ekki einhver stensilsplata inná húddinu eða við vélina sem segir hver hlutföllin í bílnum eru?

User avatar

smaris
Innlegg: 232
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá smaris » 30.júl 2013, 10:26

Er búinn að rífa 2 Galloper 2,5d beinskipta og voru þeir með 4,88 low pinion sennilega 7,25".
Reif einnif 2,5d sjálfskiptan Pajero og var hann 5,29 high pinion sennilega 7,25" og einn v6 3000 sjálfskiptan með 4,88 high pinion líklega 7,25". Einnig búinn að rífa Starex 1999 2,5d beinskiptan, hann var með 4,88 en skoðaði ekki drifið nógu vel áður en ég lét það frá mér.
Er líka að rífa Starex 2004 2,5 CRDi og er hann með 3,90 8" high pinion drif. Hefði þurft að skoða 1999 Starex drifið betur til að vera viss um að hvort það væri 7,25" eða 8".
Mig vantar 4,10 eða 4,22 8" high pinion framdrif og 9" afturdrif ef einhver gæti bent mér á úr hverju það gæti passað til að setja í 33" Starex 2003. Á 9" afturlæsingu en vantar 8" framlæsingu líka.

Kv. Smári 896-7719.


Höfundur þráðar
Arsaell
Innlegg: 171
Skráður: 23.mar 2010, 13:07
Fullt nafn: Ársæll Þór Jóhannsson
Bíltegund: Dodge Durango

Re: Pajero/L200 drif úr 4.1 í 5.29

Postfrá Arsaell » 30.júl 2013, 13:36

HaffiTopp wrote:Það er verið að tala um stærð á drifinu OG drifhlutföllinn þannig að Valhopparinn er því með bæði 7,25" drif (stærð) og 5,29:1 (hlutföllin).


Já það er einmitt sem að ég var að meina að 5.29 drifið úr galloperinum væri annað hvort 7.25 tommur að stærð, eða ef það væri 8 tommu þá væri það ekki high pinon sem að myndi ekki passa í húsið.
En samkvæmt áströlskum mitsubishi áhugamanni þá er þetta svona:

5.29 hlutföllin finnast í eftirfarandi:
4 cylinder (all)
front 7.25" MB185457, rear 8" MB241981

Gen 1 3.0 V6 (all)
front 8" MB241981, rear 9" MB598486

Gen 2 3.0 V6 (auto only)
front 7.25" MB831032, rear 9" MB598486

A Gen 1 3.0 V6 front diff is a 8" low pinion a Gen 2 3.0 V6 5sp front diff is a 8" high pinion but the Gen 2 3.0 V6 auto has a 7.25" high pinion front diff.
Unfortunately there is no 8" high pinion 5.29.
The Gen 1 & 2 3.0 V6's all run the same 9" rear diffs.

Svo að ég held að það sé útur myndinni að skipta út involsinu á milli húsa, það að nýta hinsvegar bara pajero kögullinn einsog hann er gæti samt enn verið möguleiki.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 20 gestir