Pajero kraftlaus

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
grjetar
Innlegg: 6
Skráður: 24.apr 2011, 14:34
Fullt nafn: Grjetar Andri Ríkarðsson

Pajero kraftlaus

Postfrá grjetar » 27.júl 2013, 23:52

Sælir, Núna er ég í vandræðum með pajeroinn minn og ætla ég að sjá hvort þið hafið einhvað í ykkar reynslubanka sem gæti hjálpað.
Ég er með pajero 2002 með 3,5 bensín vélinni núna fyrir c.a 2 mánuðum drap bíllinn minn á sér hérna rétthjá þar sem ég bý úti á landi og verkstæðið sem er hérna sótti bílinn og kíkti á hann, þeir skiptu um kerti og háspennukefli og bensíndælu og tóku reyndar eftir því að það væri mikið sót í vélinni þegar var skipt um bensíndælu fór bíllinn að virka en varð fljótt mjög máttlaus þeir á verkstæðinu höfðu blindað egr lokann og lét ég þá taka það úr en ég fór svo með bílinn til heklu og þeir fundu ekki út hvað væri að bílnum.
Svo núna er hann bara búinn að vera að versna það er eins og að ef einhvað álag kemur þá detti gangurinn bara út og kemur aftur inn, ég var að prufa að taka hvarfakútinn úr en hann batnaði ekkert við það, vélarljósið kemur þegar hann er í álagi en fer svo aftur, þegar ég gef honum inn í lausagangi kemst hann upp í c.a 4.000 snúninga en kokar svo.

er einhver sem gæti vitað hvað er í gangi, kanski best að láta vita að það var sett notuð bensíndæla

með fyrirfram þökk.




Höfundur þráðar
grjetar
Innlegg: 6
Skráður: 24.apr 2011, 14:34
Fullt nafn: Grjetar Andri Ríkarðsson

Re: Pajero kraftlaus

Postfrá grjetar » 28.júl 2013, 00:01

og já þeir hjá heklu þrifu inngjafarspjaldið


flækingur
Innlegg: 110
Skráður: 04.okt 2011, 18:46
Fullt nafn: þórólfur Almarsson

Re: Pajero kraftlaus

Postfrá flækingur » 28.júl 2013, 00:23

gæti verið að tankasían sé stífluð og jafnvel sían í dæluni á motornum. lenti í svipuðu og setti stóra síu á lögnina fram í húddi. þar voru óhreinindi í tank að gera mér lífið leitt.

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Pajero kraftlaus

Postfrá HaffiTopp » 28.júl 2013, 01:34

Loftflæðiskynjarinn eða toppstöðuneminn.


lokkur
Innlegg: 23
Skráður: 06.mar 2013, 22:15
Fullt nafn: Gunnólfur Sveinsson
Bíltegund: MMC

Re: Pajero kraftlaus

Postfrá lokkur » 30.aug 2013, 18:38

Það er pínulítil sía á háþrýstidælunni á milliheddinu, færð einhvern sem kann á þetta til að laga það ekki mikið mál.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 26 gestir