Síða 1 af 1
Stýfu augu
Posted: 26.júl 2013, 21:34
frá Hjörvar Orri
Sælir/ar
Ég var að pressa fóðringarnar úr stýfunum hjá mér um daginn, og leist alls ekki á blikuna þegar fóðringarnar voru komnar úr, vegna þess að augun/rörin sem fóðringarnar eru í voru haugriðguð. Er hægt að versla þetta einhversstaðar eða þarf að fara að renna þetta? Stýfurnar eru undan 4runner og ætlaði ég að lengja þær og nota orginal augun.
Re: Stýfu augu
Posted: 26.júl 2013, 22:02
frá Hfsd037
Hjörvar Orri wrote:Sælir/ar
Ég var að pressa fóðringarnar úr stýfunum hjá mér um daginn, og leist alls ekki á blikuna þegar fóðringarnar voru komnar úr, vegna þess að augun/rörin sem fóðringarnar eru í voru haugriðguð. Er hægt að versla þetta einhversstaðar eða þarf að fara að renna þetta? Stýfurnar eru undan 4runner og ætlaði ég að lengja þær og nota orginal augun.
Hvort ertu að tala um að aftan eða framan?
Oftast eru slífarnar pressaðar úr um leið og nýjar fóðringar eru settar í.
Re: Stýfu augu
Posted: 26.júl 2013, 23:08
frá Hjörvar Orri
Svo ég geri mig betur skiljanlegan, að þá er ég með 4runner sem ég er að færa afturhásinguna aftar. Ég ætlaði að lengja stýfurnar, sem sagt skera augun af öxlinum og steikja nýja öxul á milli. Ég pressaði fóðringarnar úr, því þær voru að öllum líkindum orginal og hefðu bráðnað þegar þegar nýji öxullinn hefði verið soðinn á augun!! En eftir að hafa pressað fóðringarnar úr, kom í ljós að augun voru mjög riðguð að innanverðu og dæmdi ég þau ónýt. Þess vegna er ég að grennslast fyrir um hvar hægt sé að versla augu í stýfusmíði.
Vona að þetta sé skiljanlegra hjá mér.
Re: Stýfu augu
Posted: 27.júl 2013, 00:09
frá Hfsd037
Já þetta er aðeins skiljanlegra :)
Ég hélt að þú værir að tala um framstífurnar, þar eru slífarnar pressaðar út nefnilega :)
En færðu þér ekki bara nýjar stífur undan 4runner, þeas ef þú ert með orginal stífur að aftan, liggur út um allt þessa daganna.
Borgar sig ef augun eru orðin efnisþunn.
Re: Stýfu augu
Posted: 27.júl 2013, 00:23
frá Sveinbjörn V
http://www.et.is selur benz fóðringar og rör (augu) sem menn nota mikið í 4 link.
Re: Stýfu augu
Posted: 27.júl 2013, 01:08
frá ellisnorra
Sveinbjörn V wrote:http://www.et.is selur benz fóðringar og rör (augu) sem menn nota mikið í 4 link.
Jebb hef unnið úr efni frá þeim og mæli með því.
Re: Stýfu augu
Posted: 27.júl 2013, 10:37
frá Heiðar Brodda
sæll færð þér musso fóðringar passa í minnir mig 3'' rör kv Heiðar Brodda
Re: Stýfu augu
Posted: 27.júl 2013, 14:28
frá fannar79
Musso afturstífu fóðringar er málið kosta um 2500 stk minnir mig hjá benna
Re: Stýfu augu
Posted: 27.júl 2013, 22:25
frá Hfsd037
fannar79 wrote:Musso afturstífu fóðringar er málið kosta um 2500 stk minnir mig hjá benna
Svipað hjá ET, ég fékk fóðringar með slífum hjá þeim í framstífurnar mínar um daginn, kostaði skitin 12 þús kall sem er mjög sanngjarnt miðað við frá hvaða merki þær koma :)