Síða 1 af 1

Felgubreidd

Posted: 16.sep 2010, 09:07
frá Hansi
Sælir,
Enn og aftur spurning :)
Hvaða felgubreidd er best a Patrol 2001 44" ?
Á 15" léttmálmsfelgur sem eru 14" breiðar er það ekki of mjótt?
Svo meiga þær ekki vera of breiðar heldur til að reyna ekki um of á legur.
Kv. Hansi

Re: Felgubreidd

Posted: 16.sep 2010, 10:42
frá Brjótur
Sæll Hansi

það eru nú skiptar skoðanir um þetta ég er á 18 tommu breiðum var lengi á 16 tommu, og þar á undan 14 tommu, ég mun klárlega halda mig við 17 eða 18 tommu breiðar felgur, og varðandi legurnar eyddu strax pening í að fá þér stúta og nöf frá renniverkstæði Ægis sem eru miklu sterkari og lengra á milli lega, þetta kostar svoldið :)
en það kostar líka allan peninginn ef þú lendir í stóra tjóninu með stút og naf.
Vafalaust eiga nú einhverjir eftir að segja þér að þetta þurfi ekki og 14 tomman sé nóg en þetta er mín skoðun að fenginni reynslu, og gangi þér vel.

kveðja Helgi

Re: Felgubreidd

Posted: 16.sep 2010, 10:56
frá Hansi
Takk fyrir þetta Helgi.
Hugsa að ég fari í þetta. Og þetta "vandamál" sé þar með úr sögunni.
Felgurnar reyndust 16" breiðar þegar ég mældi þær í morgun svo líklega hafa þær verið breikkaðar.
Simrad CP 32 Gpsið bíður enn eftir tilboði frá þér Helgi ;) Komið úr bílnum.
Kv. Hans

Re: Felgubreidd

Posted: 16.sep 2010, 12:19
frá Izan
Sæll

Ef þú átt 16" felgur eru þær fínar fyrir 38" sumardekk ef þú notar svoleiðis. Komdu við tækifæri austur og þar lærirðu að velja felgur við hæfi. Ég er á þeirri skoðun að 18" felgur séu fínar fyrir 44" dekkin en ekki undir því. Hér hafa verið smíðaðar 21" felgur en ég veit ekki til að þær hafi verið notaðar mikið.

Ég á enga reynslu af 44" dekkjum.

Kv Jón Garðar.

Hér fyrir austan eru menn á því að það sé ekki breyttur jeppi fyrr en hann hefur verið lengdur óheyrilega milli hjóla og á hálfri tommu breiðari felgum en dekkin eru.

Re: Felgubreidd

Posted: 16.sep 2010, 12:32
frá KÁRIMAGG
16" TIL 17" ER LÁGMARKS FELGUBREIDD FYRIR 44" UNDIR PATROL MYNDI ÉG HALDA

Re: Felgubreidd

Posted: 16.sep 2010, 22:57
frá Hansi
ok, felgurnar hja mér eru bara 14" breiðar (hóst)
Mér var í kvöld bent á 42" IROK þau væru góð og slyppu á 14" breiðar felgur....
Hvað finnst mönnum um þau
Kv Hans

Re: Felgubreidd

Posted: 16.sep 2010, 23:47
frá Izan
Sæll

Eru ekki 42" irok dekkin alltaf með 16" gati? Þú ert kannski með 16" felgur s.s. á hæðina.

Kv Jón Garðar

Re: Felgubreidd

Posted: 17.sep 2010, 00:03
frá Hansi
nei ég er með 15" felgur...
Super Swamper IROK - Nylon
Stærðir Burður
39,5 x 13,5 - 15 6PR á svona
42 x 14 - 15 6PR Held þetta séu dekkin
42 x 14 - 16 6PR
42 x 14 - 16,5 6PR
49 x 21 - 16,5 6PR
42 x 14 - 17 6PR
49 x 21 - 17 6PR
Super Swamper IROK - Nylon
Nylondekk með þykkum munsturbitum. Flott dekk til aksturs á vegum og
vegleysum með styrkingum útá hliðar hjólbarðans. Góðir losunareiginleikar
í drullu, snjó og slabbi. Hægt að bora, negla og flipaskera.
http://www.n1.is/media/bilathjonusta/HjolbardarWEB.pdf pdf skjal yfir dekk hjá N1
KV. Hansi

Re: Felgubreidd

Posted: 17.sep 2010, 10:32
frá Tómas Þröstur
Þegar rætt er um þessar felgu breiddir þá kemur upp í hugann hvort ekki sé örugglega stýristjakkur undir bílnum. Hafa komið upp styrkleika vandamál á sektorsarmi. Stýristjakkurinn léttir á arminum og sektornum sjálfum.