að breyta felgu fyrir beadlock

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
Trans Am
Innlegg: 93
Skráður: 17.okt 2012, 20:41
Fullt nafn: Garðar Viðarsson
Bíltegund: GMC sierra 44"

að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Trans Am » 15.júl 2013, 15:19

að breyta felgu fyrir beadlock, hvar get ég látið græja það og ef þið hafið hugmynd um hvað það kostar? kv Garðar




ulfr
Innlegg: 46
Skráður: 13.júl 2010, 21:54
Fullt nafn: Samúel Úlfur Þór Guðjónsson

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá ulfr » 15.júl 2013, 15:31

Maggi hjá felgur.is hefur verið að þessu sem og Smári í Skerpu líka að mig minnir, mér dettur líka í hug að hafa samband við Renniverkstæði Ægis og kanna hvort þeir hafi verið í svona smíði.


Höfundur þráðar
Trans Am
Innlegg: 93
Skráður: 17.okt 2012, 20:41
Fullt nafn: Garðar Viðarsson
Bíltegund: GMC sierra 44"

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Trans Am » 15.júl 2013, 15:34

ég er kominn með veð í þetta hjá felgur.is = 150 kall.


Gunnar
Innlegg: 226
Skráður: 31.des 2010, 20:09
Fullt nafn: Gunnar Sævarsson
Bíltegund: Wranger YJ 38"

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Gunnar » 17.júl 2013, 12:58

er það verð miðað við að þú kemur með felgur og þeir smíða og setja bedlock á þær?


Höfundur þráðar
Trans Am
Innlegg: 93
Skráður: 17.okt 2012, 20:41
Fullt nafn: Garðar Viðarsson
Bíltegund: GMC sierra 44"

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Trans Am » 17.júl 2013, 15:48

Gunnar wrote:er það verð miðað við að þú kemur með felgur og þeir smíða og setja bedlock á þær?

Jább

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Hjörturinn » 17.júl 2013, 17:46

ég gerði þetta nú bara sjálfur, fékk kit frá USA og grillaði þetta á felgurnar, ekkert nema æði.
(held að kittið sé á 40þús heimkomið)
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Járni » 17.júl 2013, 21:43

Hjörtur, er þetta æði eða æði æði?

Mig langar í svona en framtaksleysið er að koma í veg fyrir það.

Eitthvað ves?
Land Rover Defender 130 38"


Heiðar Brodda
Innlegg: 623
Skráður: 08.mar 2010, 19:59
Fullt nafn: Heiðar Steinn Broddason
Bíltegund: 4Runner '87 38''
Staðsetning: Egilsstaðir

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Heiðar Brodda » 17.júl 2013, 21:53

ég spyr nú bara til hvers en það er mín skoðun kv Heiðar Brodda

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Hjörturinn » 18.júl 2013, 06:17

Þetta er sko æði pæði!

Ef menn eru með góðar felgur í höndunum, semsagt ekki eins og mínar sem voru bognar hér og þar og þokkalega lúnknir með rjómasprautuna þá er þetta ekki svo mikið mál.

Image
Bara taka sér tíma í þetta og mæla allt tvisvar, ekki verra að geta verið með þær á borði sem snýst (ég var með gamalt kerrunaf).
Tékka svo á leka, ég setti aceton inn í felguna og snéri og sá 2 staði þar sem smitaði í gegn, svo kíttaði ég dekkin á.

Dekkin hjá mér voru alltaf að snúast inn í felgunni, spara helling á þessu vs. það að ballansera allt draslið eftir hverja ferð, svo halda þær lofti betur í lágum þrýsting og ekkert mál að umfelga heima í stofu.

Image
Dents are like tattoos but with better stories.


stjanib
Innlegg: 270
Skráður: 01.feb 2010, 04:35
Fullt nafn: Kristján Y. Brynjólfsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá stjanib » 18.júl 2013, 10:08

Hjörturinn wrote:ég gerði þetta nú bara sjálfur, fékk kit frá USA og grillaði þetta á felgurnar, ekkert nema æði.
(held að kittið sé á 40þús heimkomið)


Sæll... manstu hvar þú keyptir þetta í usa?

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: að breyta felgu fyrir beadlock

Postfrá Hjörturinn » 18.júl 2013, 11:12

Keypti þetta að vísu ekki sjálfur, fékk þetta í skiptum, minnir að þetta hafi komið frá summit.
þetta er framleiðandinn:
http://www.aeroracewheels.com/accessorie_pgs/beadlock_kits.html
Dents are like tattoos but with better stories.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 62 gestir