Síða 1 af 1

Að skipta um sviss í Runner

Posted: 15.júl 2013, 00:49
frá 66 Bronco
Halló.

Vill einhver vera svo vænn að segja mér hvernig farið er að því að fjarlægja sviss úr 4Runner, það verður að segjast eins og er að ég á ekki tól til að losa rúnnaðar, kónískar rær..

Takk,

Hjörleifur.

Re: Að skipta um sviss í Runner

Posted: 15.júl 2013, 01:24
frá Hfsd037
Þú tekur neðri plasthlífina fyrir neðan stýrið frá og lætur lykilinn í
svissar í #1, skoðaðu undir svissinn, þar ætti að vera kominn lítill pinni út undir svissinum
ýtir á þennan pinna með skrúfjárni eða einhverju tóli og dregur svissinn úr með lyklinum.

Re: Að skipta um sviss í Runner

Posted: 15.júl 2013, 10:55
frá 66 Bronco
Skoða þetta, takk!

Re: Að skipta um sviss í Runner

Posted: 15.júl 2013, 13:28
frá StefánDal
Annars er ekkert mál að ná kónísku boltunum úr með hamri og skrúf/sporjárni, þetta er ekki mikið hert.
Þetta sem Hlynur talar um hér að ofan virkar líka vel.