Síða 1 af 1

Færa innvols milli sjálfskiptinga?

Posted: 12.júl 2013, 10:59
frá Bragi Hólm
Er að velta fyrir mér að láta færa innvols á milli sjálfskiptinga. Um er að ræða 904 skiptingar. Því önnur, V skiptingin er ekki ekin nema 27þús á meðan L skiptingin er alveg grilluð. Er að pæla hvort hægt væri að finna einhvern ódýran í þetta verk og hvort það borgi sig. Því þetta eru alveg eins skiptingar nema önnur fyrir V mótor og hin fyrir L mótor svo það er munur á húsinu. Það er bara ekki til peningar hjá fólkinu sem á þetta til þess að láta taka upp L skiptinguna og líka stórlega efast að það borgi sig uppá líftíma bílsins að gera. Enn datt þá í hug hvort það væri bara ekki sniðugt að færa innvols á milli.

Re: Færa innvols milli sjálfskiptinga?

Posted: 15.júl 2013, 08:06
frá biturk
það er í sjálfu sér ekkert mál ef maður er með manual yfir þetta....