Hitavandamál:(

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
sfinnur
Innlegg: 299
Skráður: 23.apr 2010, 19:40
Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
Bíltegund: 4runner Dísel
Staðsetning: Vogum

Hitavandamál:(

Postfrá sfinnur » 12.júl 2013, 09:30

Er að lenda í því að bíllinn hitnar hjá mér á langkeyrslu, hitinn hreyfist ekki innanbæjar en fer að hitna þegar ég er búinn að keyra í 20-30 mínútur í langkeyrslu, og enn hraðar ef ég er að draga fellihýsið mitt. Þetta er 3.1 dísil úr isuzu og er með vatnskassa úr v6 4runner og rafmagnsviftu.


Ég er með hitamælir á vatnsganginum og í 93 gráðum þá frussast vatn og gufa út í forðabúrið með það miklu trukki að lokið á forðabúrinu skýst af.

Bíllinn er ekkert óeðlilegur að öðru leyti.

Ég er búinn að útiloka vatnslásinn.

Með von um góð svör Finnur(sem þolir ekki hitavandamál).



User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Hitavandamál:(

Postfrá jongud » 12.júl 2013, 10:45

Það er spurning hvort þú sért með nógu stóran vatnskassa. Báðar vélarnar (V6 toyota og izusu) eru að vísu um 3000cc en þú ert með díselvél eftir vélaskiptin.
Ef maður er að skipta um vélar er gróflega hægt að reikna með að kælielementið í vatnskassanum þurfi að vera jafnstórt í rúmsentimetrum og það sem var upphaflega við vélina.
Ef þú mælir rúmmál, (hæð x breidd x þykkt) á original isuzu diesel vatnskassaelementi þá grunar mig að .að sé stærra en það sem þú ert með undir húddinu núna.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hitavandamál:(

Postfrá Stebbi » 12.júl 2013, 12:05

Láttu þrýstiprófa kælikerfið það á ekki að sjóða á honum við 93 gráður ef allt er í lagi, það ætti ekki að gerast fyrr þú ert komin yfir 100 gráður ef kerfið heldur þrýsting. Ódýrast er að byrja á nýjum tappa á vatnskassann áður en þú ferð með hann á verkstæði.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Hitavandamál:(

Postfrá Magnús Ingi » 12.júl 2013, 12:29

Sæll ég var í þessum vandamálum á mínum runner með 2,4 turbo bensín með v6 vatskassa, það var nóg að skifta um tappan á vasskassanum þá steinhætti hann að frussa útum forðabúrið.


Höfundur þráðar
sfinnur
Innlegg: 299
Skráður: 23.apr 2010, 19:40
Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
Bíltegund: 4runner Dísel
Staðsetning: Vogum

Re: Hitavandamál:(

Postfrá sfinnur » 12.júl 2013, 14:17

Original isuzu kassinn er pínulítill og ég er búinn að skipta um tappa sem breytti engu.
Er farinn að hallast að heddi eða heddpakkningu.


olei
Innlegg: 815
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hitavandamál:(

Postfrá olei » 12.júl 2013, 21:10

Taktu tappann af vatnskassanum og horfðu eftir loftbólum með vélina í gangi, prófaðu að gefa svolítið inn líka og vittu hvort þú sérð bólur.

Þetta hljómar eins og heddpakkning.

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Hitavandamál:(

Postfrá StefánDal » 13.júl 2013, 08:05

Það stendur 15psi. á vatnskassatappanum í Trooper með 3.1tdi hjá mér ef það hjálpar eitthvað.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Hitavandamál:(

Postfrá Freyr » 13.júl 2013, 09:37

Varðandi hitamyndun mismunandi véla lít ég svo á að eldsneytiseyðslan spili þar töluvert stórann þátt. Um 1/3 (ef ég man rétt) orkunnar fer burt í formi varma og því ætti að vera þokkalegt samhengi milli eyðslu og varmamyndunnar. Nú er 3,1 Isuzu töluvert sparneytnari en 3vze svo vatnskassinn ætti ekki að vera of lítill.


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Hitavandamál:(

Postfrá Brjotur » 14.júl 2013, 22:20

Þarna var farin heddpakkning , buið að gera við og hann farinn i ferðalag :)


Höfundur þráðar
sfinnur
Innlegg: 299
Skráður: 23.apr 2010, 19:40
Fullt nafn: Sveinn Finnur helgason
Bíltegund: 4runner Dísel
Staðsetning: Vogum

Re: Hitavandamál:(

Postfrá sfinnur » 19.júl 2013, 16:51

Jæja, nú er bíllinn allt annar, hreyfir varla hitamæli þó svo ég dragi fellihýsið. Er búinn að keyra um 1100km og er í Vaglaskógi núna.
Ég ákvað að skipta um hedd og pakkningu eftir að ég fann ekkert annað að bílnum. Byrjaði að rífa um hádegi á föstudaginn og var allt komið saman hálf tvö um nóttina. Fór í ferðalag á Laugardeginum og er enn.


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 49 gestir