Stilla 400SBC og Holley
Posted: 09.júl 2013, 08:55
Góðan dag. Hvert á ég að leita til að fá einhvern til að stilla mótorinn hjá mér hérna á höfuðborgarsvæðinu. Er búinn að hafa samband við nokkra og enginn sem vill taka það að sér. Um er að ræða uppgerðann mótor, lítilega tjúnnaðann með Holley blandara ofaná. Combóið kom úr bíl í fyrra og var nánast óekið, mótorinn fór svo í minn bíl í sumar en blandarinn hafði viðkomu á öðrum mótor í millitíðinni. Þegar þetta var í hinum bílnum virkaði þetta mjög vel, en núna er ekki allt eins og það á að vera, gengur og allt það en vantar afl, sérstaklega togið, svo er svona það sem ég kalla truntugang í honum, fret og fúsk. Eins og fyrr segir, er ég búinn að tala við ansi marga og enginn sem er til í að taka þetta að sér, því set ég hér spurningu, hvert á ég að leita?
Kv Stefán
Kv Stefán