Síða 1 af 1

Stilla 400SBC og Holley

Posted: 09.júl 2013, 08:55
frá StebbiHö
Góðan dag. Hvert á ég að leita til að fá einhvern til að stilla mótorinn hjá mér hérna á höfuðborgarsvæðinu. Er búinn að hafa samband við nokkra og enginn sem vill taka það að sér. Um er að ræða uppgerðann mótor, lítilega tjúnnaðann með Holley blandara ofaná. Combóið kom úr bíl í fyrra og var nánast óekið, mótorinn fór svo í minn bíl í sumar en blandarinn hafði viðkomu á öðrum mótor í millitíðinni. Þegar þetta var í hinum bílnum virkaði þetta mjög vel, en núna er ekki allt eins og það á að vera, gengur og allt það en vantar afl, sérstaklega togið, svo er svona það sem ég kalla truntugang í honum, fret og fúsk. Eins og fyrr segir, er ég búinn að tala við ansi marga og enginn sem er til í að taka þetta að sér, því set ég hér spurningu, hvert á ég að leita?

Kv Stefán

Re: Stilla 400SBC og Holley

Posted: 09.júl 2013, 13:06
frá halendingurinn
Prófaðu Mótorstillingu Garðabæ

Re: Stilla 400SBC og Holley

Posted: 09.júl 2013, 17:58
frá jeepcj7
Með svona græjur í höndunum ættir þú að spyrjast fyrir á kvartmila.is þar er fullt af liði sem er mjög klárt í þessu.
Annars hef ég séð að menn eru að benda á og eru ánægðir með Sigga í Hjólstillingar ehf. Hamarshöfða 587 4955
866 0807 gerir víst allt vel sama hvað er.

Re: Stilla 400SBC og Holley

Posted: 10.júl 2013, 08:57
frá StebbiHö
Já kvartmilan gæti verið svarið. Búinn að tala við marga en Siggi er í fríi og ætli endi ekki með að ég tali við hann þegar hann kemur úr fríinu.