Síða 1 af 1

A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.júl 2013, 12:06
frá bjarni95
Hvernig ég breytti A/C dælunni minni í loftpressu

Ég byrjaði á því að rífa allt gamla A/C dótið úr bílnum (nema pressuna) og var því hent. Freonið var horfið af kerfinu mínu en ef það er ennþá á kerfinu hjá þér skaltu fara varlega í að opna kerfið og gera það í vel loftræstu rými.

Þar næst fór ég í Landvélar og keypti smurglas, vatnsskilju og olíuskilju, einstefnuloka, 0-12bar mæli fyrir panel, slöngu fyrir mælinn og nokkur fittings. Heima átti ég fleiri fittings, flýtitengi og pressostatið. Í byko og Húsasmiðjunni keypti ég standard loftverkfæraolíu (ég myndi samt fá mér loftpressuolíu frekar) og 8mm glæra slöngu.

Þetta var svo allt sett saman svolítið eftir hendinni. Hér fyrir neðan eru svo myndir af öllusaman með texta.

---

Smurglasið sem ég setti loftsíu á og festi svo við vatnskassan.
Image

Hér má svo sjá pressuna sjálfa, inntakið til vinstri og úttakið hægra megin.
Image

Hérna er svo flest hitt, loftið kemur frá pressu í gegnum einstefnuloka, þaðan í pressostatið og inná vatnsskilju, þaðan inná olíuskilju, gegnum þrýstiminnkara og loks út í fittings sem skipta loftinu niður í kútinn, úttakið frammí grilli og svo mæli í mælaborðinu.
Image

Ég læt slá kerfinu út við 9 bar svo ég fékk mér snyrtilegan 0-12 bar mæli í landvélum.
Image

Hraðtengið í grillinu.
Image

Kúturinn undir bílnum.
Image

---

Allt í allt kostaði þetta mig um 35 þús, eitt sem ég á eftir að gera er að færa inntakið ofanaf vatnskassanum framaná hann til að kæla loftið inn aðeins, taka svo lofið útaf dælunni í gegnum koparrörahring framaná vatnskassanum til að kæla loftið útaf pressunni svo að ég nái rakanum og olíunni betur úr loftinu.

-Bjarni

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.júl 2013, 12:11
frá HaffiTopp
Hlýtur að hafa verið pain að koma henni fyrir. Snúast allar AC-dælur í sömu átt eða skiðptir það engu máli hvernig þær eru látnar snúast? Hvernig er með bílvélar, snúast þær allar eins? :D

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.júl 2013, 12:15
frá bjarni95
Þetta er original dæla frá Suzuki sem var í bílnum svo það var ekki vesen

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.júl 2013, 17:59
frá bazzi
Hvað kostaði kúturinn?

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.júl 2013, 18:41
frá -Hjalti-
þessar olíuskiljur frá landvélum einfaldlega þola ekki hitan sem kemur frá þessum AC dælum ef þær eru notaðar lengi í einu sérstaklega ef þú ert búinn með loftið í kútinum og ert farinn að dæla í gegnum hann í dekkinn. allar þéttingar bráðna og þá verður þetta bara subbulegt. hef margoft reynt þetta.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.júl 2013, 18:46
frá gislisveri
HaffiTopp wrote:Hlýtur að hafa verið pain að koma henni fyrir. Snúast allar AC-dælur í sömu átt eða skiðptir það engu máli hvernig þær eru látnar snúast? Hvernig er með bílvélar, snúast þær allar eins? :D


Ég held að 90-ogeitthvað prósent véla snúist í sömu átt, fræg undantekning er Honda, þær snúast í "öfuga" átt.
Ég held að það skipti máli trissustærðin ef verið er að mixa eitthvað á milli tegunda, til að dælan afkasti mátulega m.v. snúning.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.júl 2013, 18:48
frá hobo
Það var fjandi sniðugt og einfalt setup í Hiluxinum mínum gamla, svipað og er í stórum iðnaðarpressum.
Lítill stálkútur fram í húddi, kannski 1 ltr að stærð. Í botninn fór olían og svo segulloki undir kútnum og stillanlegur magnloki neðan á segullokann. Svo var slanga úr lokanum inn í loftinntakið á dælunni. Loftið frá dælunni fór svo í toppinn á kútnum og settist þá olían aftur í kútinn. Svo var úttakið fyrir loftið tekið úr kútnum á stað þar sem olían komst ekki í.
Loftþrýstingurinn semsagt sá um að þrýsta olíunni í loftinntakið.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.júl 2013, 19:48
frá bjarni95
bazzi wrote:Hvað kostaði kúturinn?


Kútinn hirti ég úr björgunarbát sem "týndist" af skipaskrá...

-Hjalti- wrote:þessar olíuskiljur frá landvélum einfaldlega þola ekki hitan sem kemur frá þessum AC dælum ef þær eru notaðar lengi í einu sérstaklega ef þú ert búinn með loftið í kútinum og ert farinn að dæla í gegnum hann í dekkinn. allar þéttingar bráðna og þá verður þetta bara subbulegt. hef margoft reynt þetta.


Já ég er að lenda í því, bæði glösin hjá mér hafa tútnað út þegar ég dældi fyrst í bátinn, þá var ég með örlítið of litla smurningu á pressunni og hún ofhitnaði. Þar sem einstreymilokinn er á undan glösunun hélst mikill þrýstingur og mikill hiti á glösunum svo að þau fóru að blásast upp. Núna skilja þau olíuna og vatnið ekki eins vel frá svo ég er að lenda í ryðvandamáli í hraðtengjunum.

Hvar annarsstaðar er hægt að fá betri glös og fyrir hvað marga aura?

-Bjarni

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 05.júl 2013, 16:00
frá AgnarBen
-Hjalti- wrote:þessar olíuskiljur frá landvélum einfaldlega þola ekki hitan sem kemur frá þessum AC dælum ef þær eru notaðar lengi í einu sérstaklega ef þú ert búinn með loftið í kútinum og ert farinn að dæla í gegnum hann í dekkinn. allar þéttingar bráðna og þá verður þetta bara subbulegt. hef margoft reynt þetta.


Já ég er að lenda í því, bæði glösin hjá mér hafa tútnað út þegar ég dældi fyrst í bátinn, þá var ég með örlítið of litla smurningu á pressunni og hún ofhitnaði. Þar sem einstreymilokinn er á undan glösunun hélst mikill þrýstingur og mikill hiti á glösunum svo að þau fóru að blásast upp. Núna skilja þau olíuna og vatnið ekki eins vel frá svo ég er að lenda í ryðvandamáli í hraðtengjunum.

Hvar annarsstaðar er hægt að fá betri glös og fyrir hvað marga aura?

-Bjarni[/quote]

Það má ekki staðsetja olíuskiljuna "of nálægt" AC dælunni á lögninni. Reyndu að færa olíuskíljuna eins "langt frá" dælunni á lögninni og þú getur og ef það er ekki hægt settu þá bara inn auka lykkju á loftslönguna um vélarrúmið á milli AC dælu og skiljunnar. Þannig leysti ég þetta amk og hefur þetta verið til friðs síðan !

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 05.júl 2013, 17:39
frá bjarni95
AgnarBen wrote:
-Hjalti- wrote:þessar olíuskiljur frá landvélum einfaldlega þola ekki hitan sem kemur frá þessum AC dælum ef þær eru notaðar lengi í einu sérstaklega ef þú ert búinn með loftið í kútinum og ert farinn að dæla í gegnum hann í dekkinn. allar þéttingar bráðna og þá verður þetta bara subbulegt. hef margoft reynt þetta.


Já ég er að lenda í því, bæði glösin hjá mér hafa tútnað út þegar ég dældi fyrst í bátinn, þá var ég með örlítið of litla smurningu á pressunni og hún ofhitnaði. Þar sem einstreymilokinn er á undan glösunun hélst mikill þrýstingur og mikill hiti á glösunum svo að þau fóru að blásast upp. Núna skilja þau olíuna og vatnið ekki eins vel frá svo ég er að lenda í ryðvandamáli í hraðtengjunum.

Hvar annarsstaðar er hægt að fá betri glös og fyrir hvað marga aura?

-Bjarni


Það má ekki staðsetja olíuskiljuna "of nálægt" AC dælunni á lögninni. Reyndu að færa olíuskíljuna eins "langt frá" dælunni á lögninni og þú getur og ef það er ekki hægt settu þá bara inn auka lykkju á loftslönguna um vélarrúmið á milli AC dælu og skiljunnar. Þannig leysti ég þetta amk og hefur þetta verið til friðs síðan ![/quote]


Já ég var búinn að láta mér detta það í hug, eins og ég segi neðst í fyrsta póstinum þá ætla ég að setja tvo hringi af koparröri fyrir framan vatnskassan og taka loftið þar í gegn, það er líka auðveldara að ná raka og olíu úr kaldara og þéttara lofti

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.aug 2013, 10:46
frá draugsii
hvaða olíu er best að nota á svona dælur?

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.aug 2013, 22:31
frá -Hjalti-
draugsii wrote:hvaða olíu er best að nota á svona dælur?



sömu og þú notar á vélina.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 04.aug 2013, 22:59
frá villi58
Googlaðu Sanden endless air þá sérð þú bestu lausnina á smurningu á AC dælunum, setja smurkopp og málið dautt.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 05.aug 2013, 16:16
frá Jóhann
Mér var sagt að einstefnulokinn ætti að vera eftir skiljuna það er einhver þrýstimunur yfir hann sem hjálpar skiljunni.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 05.aug 2013, 20:50
frá siggisigþórs
þú átt eftir að bölva því að hafa þessa kúplingu standandi út ú grillinu fulla af snjó settu frekar krana og kall þar og hafðu kúplinguna á slönguni kveðja siggi

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 06.aug 2013, 02:19
frá bjarni95
siggisigþórs wrote:þú átt eftir að bölva því að hafa þessa kúplingu standandi út ú grillinu fulla af snjó settu frekar krana og kall þar og hafðu kúplinguna á slönguni kveðja siggi


Já ég hef nú þegar bölvað henni mikið fullri af drullu en það stendur til að setja kúplinguna í stigbretti jafnvel þegar bíllin verður sprautaður í haust, þá verð ég með tengi í panel.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 06.aug 2013, 02:21
frá bjarni95
Jóhann wrote:Mér var sagt að einstefnulokinn ætti að vera eftir skiljuna það er einhver þrýstimunur yfir hann sem hjálpar skiljunni.


Svona þegar þú nefnir það þá gæti það verið mjög góð hugmynd... Þetta fer á breytingalistann þegar ég skipti um skiljuna þar sem þessi er ónýt sökum hita.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 06.aug 2013, 11:01
frá aae
Ég setti ac dælu hjá mér og nota með henni gamalt vatnsslökkvutæki sem kút. Ég er ekki með skiljur og ekkert pressurestat á þessu. Slökkvitækið kemur með öryggisventli eða loka sem er stillanlegur (bara gormur og skrúfa ) og stillti ég hann á um 6 bar. Það er tappi inn í "sveifarhúsið" á dælunni sem ég set einn til tvo tappa af venjulegri mótorolíu eða 2-3 sprautur úr koppafeitisdælunni 2-3 á ári eða eftir notkun. er svo með loka til að hleypa undan kútnum. Nota dæluna bara til að dæla í dekk og hef ekki orðið var við neina olíu í dekkjum. Ég held að það sé ekki gott fyir þessar ac dælur (þ.e. kúplinguna á þeim) að þær séu að fara í gang þegar vélin er á snúningi. Var með ódýra rafmagnsdælu áður sem ég reikna með að nota fyrir læsingar og slíkt í framtíðinni (þegar ég er búinn að gera við loftlæsinguna :-) )

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 06.aug 2013, 14:23
frá elli rmr
aae wrote:Ég setti ac dælu hjá mér og nota með henni gamalt vatnsslökkvutæki sem kút. Ég er ekki með skiljur og ekkert pressurestat á þessu. Slökkvitækið kemur með öryggisventli eða loka sem er stillanlegur (bara gormur og skrúfa ) og stillti ég hann á um 6 bar. Það er tappi inn í "sveifarhúsið" á dælunni sem ég set einn til tvo tappa af venjulegri mótorolíu eða 2-3 sprautur úr koppafeitisdælunni 2-3 á ári eða eftir notkun. er svo með loka til að hleypa undan kútnum. Nota dæluna bara til að dæla í dekk og hef ekki orðið var við neina olíu í dekkjum. Ég held að það sé ekki gott fyir þessar ac dælur (þ.e. kúplinguna á þeim) að þær séu að fara í gang þegar vélin er á snúningi. Var með ódýra rafmagnsdælu áður sem ég reikna með að nota fyrir læsingar og slíkt í framtíðinni (þegar ég er búinn að gera við loftlæsinguna :-) )


Af því að aircondision miðstöðvar er bara notað þegar bílar eru í hægagangi ?????

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 06.aug 2013, 15:08
frá aae
elli rmr wrote:
aae wrote:Ég setti ac dælu hjá mér og nota með henni gamalt vatnsslökkvutæki sem kút. Ég er ekki með skiljur og ekkert pressurestat á þessu. Slökkvitækið kemur með öryggisventli eða loka sem er stillanlegur (bara gormur og skrúfa ) og stillti ég hann á um 6 bar. Það er tappi inn í "sveifarhúsið" á dælunni sem ég set einn til tvo tappa af venjulegri mótorolíu eða 2-3 sprautur úr koppafeitisdælunni 2-3 á ári eða eftir notkun. er svo með loka til að hleypa undan kútnum. Nota dæluna bara til að dæla í dekk og hef ekki orðið var við neina olíu í dekkjum. Ég held að það sé ekki gott fyir þessar ac dælur (þ.e. kúplinguna á þeim) að þær séu að fara í gang þegar vélin er á snúningi. Var með ódýra rafmagnsdælu áður sem ég reikna með að nota fyrir læsingar og slíkt í framtíðinni (þegar ég er búinn að gera við loftlæsinguna :-) )


Af því að aircondision miðstöðvar er bara notað þegar bílar eru í hægagangi ?????


Nei af því að í ac kerfi er dælan hringrásardæla að vinna við allt önnur skilyrði en þegar er búið að breyta henni í loftdælu.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 06.aug 2013, 15:14
frá bjarni95
aae wrote:
elli rmr wrote:
aae wrote:Ég setti ac dælu hjá mér og nota með henni gamalt vatnsslökkvutæki sem kút. Ég er ekki með skiljur og ekkert pressurestat á þessu. Slökkvitækið kemur með öryggisventli eða loka sem er stillanlegur (bara gormur og skrúfa ) og stillti ég hann á um 6 bar. Það er tappi inn í "sveifarhúsið" á dælunni sem ég set einn til tvo tappa af venjulegri mótorolíu eða 2-3 sprautur úr koppafeitisdælunni 2-3 á ári eða eftir notkun. er svo með loka til að hleypa undan kútnum. Nota dæluna bara til að dæla í dekk og hef ekki orðið var við neina olíu í dekkjum. Ég held að það sé ekki gott fyir þessar ac dælur (þ.e. kúplinguna á þeim) að þær séu að fara í gang þegar vélin er á snúningi. Var með ódýra rafmagnsdælu áður sem ég reikna með að nota fyrir læsingar og slíkt í framtíðinni (þegar ég er búinn að gera við loftlæsinguna :-) )


Af því að aircondision miðstöðvar er bara notað þegar bílar eru í hægagangi ?????


Nei af því að í ac kerfi er dælan hringrásardæla að vinna allt önnur skilyrði en þegar er búið að breyta henni í loftdælu.



Með því að smíða kerfið eins og ég geri það er verið að líkja eftir upprunalegu aðstæðum eins vel og hægt er, dælan og kúplingin fara létt með að byrja á miklum snúningi. Þessar dælar eru mjög sterkar af miklu leyti og ef þeim er haldið rétt við geta þær snúist lengur en bíllinn allur.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 06.aug 2013, 15:22
frá villi58
Ég sé nú ekkert að því að dælan sé að fara á og af af og til, reyndar hannaðar til þess.
Ef gengið er vandlega frá svona dælum og lögnum trygg smurning þá gengur þetta bara ansi vel.
Ég sé að þú ert að fara svona eins og byrjandi við ísetningu á dælu og því sem fylgir, ættir kanski að tala við reynslubolta sem hafa gert þetta til fyrirmyndar, ótal menn sem gætu hjálpað þér og losað þig við mistökin. Kveðja! VR.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 06.aug 2013, 15:31
frá bjarni95
villi58 wrote:Ég sé nú ekkert að því að dælan sé að fara á og af af og til, reyndar hannaðar til þess.
Ef gengið er vandlega frá svona dælum og lögnum trygg smurning þá gengur þetta bara ansi vel.
Ég sé að þú ert að fara svona eins og byrjandi við ísetningu á dælu og því sem fylgir, ættir kanski að tala við reynslubolta sem hafa gert þetta til fyrirmyndar, ótal menn sem gætu hjálpað þér og losað þig við mistökin. Kveðja! VR.


Já ég kem inn í þennan dælubransa sem algjör byrjandi og fylgi ráðum ameríkanans sem hefur nú ekki alltaf reynst vel hér á landi en dælan gengur og er mikið notuð, bæði til að pumpa í dekk og svo björgunarbáta og fleira, svo kom verslunarmannahelgin sterk inn þegar hálft tjaldstæðið vildi fá loft hjá mér hehe, ekkert hefur klikkað hingað til nema vesenið á smurglasinu sem kom bara í fyrstu dælingu svo ég er ánægður og bara frekar stoltur af þessu hjá mér :) ( svona af 17 ára grúskara allavega )

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 07.aug 2013, 22:17
frá Stebbi
Myndi það ekki leysa öll þín hita og olíuvandamál að taka allt loft í gegnum kútinn og olíuskiljuna á lögnina frá kút. Sleppa semsagt þessu T sem er fyrir aftan segullokana.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 07.aug 2013, 22:31
frá HaffiTopp
Stebbi wrote:Myndi það ekki leysa öll þín hita og olíuvandamál að taka allt loft í gegnum kútinn og olíuskiljuna á lögnina frá kút. Sleppa semsagt þessu T sem er fyrir aftan segullokana.


Já og sleppa mælinum inni í bílnum (þótt það sé kúlaðra) þar sem það er einn mælir við pressostatið.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 08.aug 2013, 00:55
frá bjarni95
HaffiTopp wrote:
Stebbi wrote:Myndi það ekki leysa öll þín hita og olíuvandamál að taka allt loft í gegnum kútinn og olíuskiljuna á lögnina frá kút. Sleppa semsagt þessu T sem er fyrir aftan segullokana.


Já og sleppa mælinum inni í bílnum (þótt það sé kúlaðra) þar sem það er einn mælir við pressostatið.


Stebbi: Þar sem kúturinn minn er bara með eitt tengi er það varla lausn hjá mér þó hún sé nokkuð góð ef maður væri með fleiri tengipunkta á kútnum, en að vera með eitt tengi er vandamál þar sem ég þarf að fara með bílinn í leikfimi og halla honum rétt til að ná vatni og öðru úr kútnum um þetta eina tengi.

Haffi: Hvaða áhrif hefur innimælirinn á kerfið? hann er tengdur með 1,5mm hitaslöngu og hefði ég haldið að hann hafi engin áhrif á neitt. Eins og þú segir er miklu kúlaðra að vera með mæli inni ;)
-edit: svo er þarf ég ekkert að opna húddið til að nota kerfið svo mælirinn þar er ekki beint aðgengilegur

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 08.aug 2013, 16:14
frá Jóhann
Ég get nú ekki séð hvað fleiri stútar hafa að gera á kútinn því hann er jú bara forði á kerfinu. Þú getur raðað eins mörgum T stikkjum á lögnina eins og þú villt.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 08.aug 2013, 16:22
frá bjarni95
Jóhann wrote:Ég get nú ekki séð hvað fleiri stútar hafa að gera á kútinn því hann er jú bara forði á kerfinu. Þú getur raðað eins mörgum T stikkjum á lögnina eins og þú villt.


En ef ég hefði tekið loftið í kegnum kútinn fyrst þá hefði loftið kólnað nóg til að skemma ekki út frá sér.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 08.aug 2013, 16:50
frá Jóhann
Þá þarftu að taka út úr kútnum að neðan til að fá rakan úr honum annars safnar þú olíu og vatni í kútin og smurkerfið virkar ekki.
til að fá kælingu þarf að hafa slönguna frá dælu að skilju nógu langa jafnvel hringa hana upp einhvers staðar eða ef þú ert að nota orginal AC dælu þá hefur líka verið kondens eliment til að kæla freonið þú ættir að geta tekið loftið frá dælu þar í gegn fyrir skilju.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 08.aug 2013, 17:28
frá bjarni95
Jóhann wrote:Þá þarftu að taka út úr kútnum að neðan til að fá rakan úr honum annars safnar þú olíu og vatni í kútin og smurkerfið virkar ekki.
til að fá kælingu þarf að hafa slönguna frá dælu að skilju nógu langa jafnvel hringa hana upp einhvers staðar eða ef þú ert að nota orginal AC dælu þá hefur líka verið kondens eliment til að kæla freonið þú ættir að geta tekið loftið frá dælu þar í gegn fyrir skilju.


Kúturinn hefði komið á eftir pressunni og þar sem ég er ekki með hringrásarkerfi á olíunni myndi það virka ágætlega. Þegar ég reif gamla draslið úr bílnum var það búið að standa svo lengi freonlaust og með gat á kerfinu að condeserinn molnaði í höndunum á mér þegar ég losaði hann en ég er búinn að kaupa bæði koparrör og annað element og mun ég setja annaðhvort í bílinn fjótlega, tek auðvitað myndir og uppfæri þráðinn ;)

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 08.aug 2013, 17:30
frá Jóhann
Læk á það

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 08.aug 2013, 17:53
frá Hagalín
Eins spurning.
Eru allar AC dælur þannig uppbyggðar að hægt er á annað borð að nota þær sem loftdælur þótt maður sé búinn að útbúa smurkerfi?
Þegar ég fékk Fordinn hjá mér þá var föst AC dæla sem ekki var búið að setja smurkerfi á. Ég sett nýja AC dælu og setti millitec og smurolíu á hana og ætlaði að setja kerfi á hana eftir fyrstu ferðina. Ég setti hana í gang og hún náði að ganga í 5 min og þá var allt farið aftur.
Núna ætla ég bar að fá mér Nardi loftdælu og setja AC kerfið upp sem AC kerfi eins og það er orginal.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 09.aug 2013, 09:44
frá Jóhann
Eina sem gæti verið i þessu sambandi sé að olían hafi verið of þikk kælivélaolía er mjög þunn.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 09.aug 2013, 11:00
frá olei
Hagalín wrote:Eins spurning.
Eru allar AC dælur þannig uppbyggðar að hægt er á annað borð að nota þær sem loftdælur þótt maður sé búinn að útbúa smurkerfi?
Þegar ég fékk Fordinn hjá mér þá var föst AC dæla sem ekki var búið að setja smurkerfi á. Ég sett nýja AC dælu og setti millitec og smurolíu á hana og ætlaði að setja kerfi á hana eftir fyrstu ferðina. Ég setti hana í gang og hún náði að ganga í 5 min og þá var allt farið aftur.
Núna ætla ég bar að fá mér Nardi loftdælu og setja AC kerfið upp sem AC kerfi eins og það er orginal.

Hér stuttur pistill sem ég skrifaði á annan þráð fyrir nokkru, svarar vonandi spurningunni.

Ég man eftir þremur útgáfum af aircon dælum. Ein týpan er byggð eins og hefðbundin vél, sveifarás í lokuðum kjallara og stimplar sem vísa (oftast) upp á við. Í þeim er málið að hafa olíu í sveifarhúsinu og ekkert vesen. Algeng dæla var YORK, tveggja stimpla sem hefur gert það mjög gott sem loftdæla - og þær eru raunar seldar sem loftpressur. Þær ganga alveg þangað til þær verða olíulausar, rétt eins og bílvélar. Chrysler var líka með þessa týpu af aircon - minnir að hún sé V tveggja stimpla.

Síðan er það "stjörnuhreyfill", sveifarás í miðjunni og stimplar vísa út frá honum. Harris heitir ein slík, algeng í GM og er ágæt loftdæla ef passað er upp á að nægur smurningur sé í sveifarhúsinu. Loftið fer þó í gegnum sveifarhúsið í henni. Í henni er ekki hægt að vera með olíu á sveifarhúsinu eins og í þeim sem ég nefni að ofan því að hún skolast gegnum stimplana og út með loftinu. Feiti í sveifarhúsið virkar á þær.

Loks er það algengasta týpan í dag - sem er liggjandi skáplansdæla (eins og t.d í Patrol sem þráðastofnandi er með). Ýmist eru þær með stimpla í öðrum endanum og skáplanið í hinum, eða með stimpla í báðum endum og með skáplanið í miðjunni. Almennt séð eru skáplansdælur nokkuð afkastamiklar, sérstaklega þær tvöföldu. Gallinn er að menn hafa brætt úr þeim í unnvörupum. Þar kemur til skortur á smurningi inn á skáplanið sem þrystir á stimpilstengurnar og/eða stimplana sjálfa. Olíuglas hjálpar helling en betra er að koma feiti beint á skáplanið. Það er í sumum tilvikum lítið mál þar sem inntaksstúturinn opnar göng beint inn á það. En semsagt - svona dæla virkar ekki lengi sem loftdæla ef ekki eru gerðar sérstakar ráðstafanir til að tryggja að hún smyrji sig - og það er misjafnt eftir týpum hvað virkar.


Ef menn eru með síðustu útgáfuna - sem er lang algengust - og nota hana eingöngu til að pumpa í dekk, þá er álita mál hvort að það borgar sig að vera með kút og þrýstirofa við dæluna eða hreinlega bara slöngu frá dælunni og opinn dælustút.

Með því að vera með opinn stút (og engan kút sem er hlaðið inn á) þá sér dælan aldrei hærri þrýsting en er í dekkjunum, eða þar um bil. Þá þarf hún að þrýsta upp í kannski 30 psi og um leið og slöngunni er kippt af ventlinum þá blæs dælan álagslaust gegnum slönguna - sem kælir hana frekar en hitt.

Ef hinsvegar verið er með kút og þrýstirofa þarf dælan að þrýsta upp í 100 psi (eða hvað það nú er sem rofinn er stilltur á) Þegar byrjað er að pumpa slær dælan síðan inn þegar þrýstingurinn hefur fallið, t.d niður í 80 psi, síðan fellur þrýstingurinn á henni að því sem er í dekkinu meðan pumpað er og loks aftur upp í 100 psi þegar slangan er tekin af dekkinu. Þetta þýðir einfaldlega að dælan er að vinna á mun hærri þrýstingi sem þýðir mikið meira álag á hana og mikið meiri hitamyndun í henni.

Re: A/C Dæla í loftpressu - Hvernig ég gerði þetta

Posted: 09.aug 2013, 11:51
frá Tollinn
Er ekki bara lang þæginlegast að nota aircon dælurnar eingöngu fyrir dekkjadælingu og litla rafmagnsdælu fyrir loftkerfið. Eins og ég var með þetta einu sinni þá tók ég allt loft út úr kút og því þurfti ég að fylla á kútinn um leið og ég fyllti á dekkin, þ.e. fljótur að dæla í fyrsta dekkið vegna forðans á kútnum en svo tók kúturinn til sín á meðan ég dældi í hin dekkin. Myndi halda að það væri fínt að geta skotið af kútnum og inn á úttakið að dekkjum en leyfa svo litlu dælunni að dunda sér við að fylla kútinn meðan airconið sér um restina.

kv Tolli