Síða 1 af 1

F-150 á 46"

Posted: 04.júl 2013, 00:54
frá bragi
Þá er komið að því að stækka skónna og röravæða.

Komið er í hús; Dana 60 framrör undan '93 F-350 og Ford 10.25 undan '90 F-350. Búið var að setja 4.88 hlutföll í þær og NoSpin í framhásinguna. Stýristjakkur fylgdi einnig með.
Einnig er ég kominn með 46" MT BajaClaw á 16"x17" felgum m/kúluloka.

Hugmyndin er að fara í 4/5link að framan og síkkja fjaðrirnar að aftan nema að radius armur teljist hentugri að framan.
Bilstein 5100 demparar verða líklegast fyrir valinu (er þegar með slíkan að framan, snilldin ein) en á eftir að skoða Koni (verðið spilar þar inn í).
Eins vantar mig gorma að framan en mér datt í hug að gormar úr F-250 (bensín) gætu komið til greina. Vitleya eða væri annað skárra ?
Í dag er hann 1600+ kg að framan og um 1200 kg að aftan. Ég býst við 3-400 kg þyngdaraukningu, aðallega að framan.

Það eru ýmsar pælingar í gangi með þetta allt saman en líklegast verður þetta haft eins einfalt og hægt er til að byrja með og notast við það sem er til staðar.
Ég er mikið að spá í að fara í lægri hlutföll, 5.13 eða 5.38, þar sem ég er með bensínbíl og E-Locker að framan aftur (allar tengingar til staðar).
300+ hestar ættu að geta snúið þessu eitthvað en á óskalistanum er NP203 milligír og NP273 og skipta þá út BW4406 sem fyrir er en hann er með slip-yoke að aftan.
Með NP273 fengi ég flans og gæti þá græjað drifskaft með tvöföldum lið og handbremsu á millikassann (ef pláss verður). Líklegast verður þá að snúa pinjón upp á móti.
Ég hallast að 5.38 en hvor hlutföllin myndu henta betur að ykkar mati ?

Hugmyndir hafa verið á reiki með afturlás en TrueTrack hljómar ekki illa. Ég er ekki mikið fyrir loftlása, þeir eru dýrir og mér finnst best að hafa sem minnst af lofti (einnig í dekkjunum) :)
Útvær úrhleypibúnaður er þó á listanum og að koma Fini dælunni fyrir, annað hvort í húddinu eða á varanlegan stað á pallinum m/hraðtengjum.

Ég hef verið að skoða það að skipta skálabremsunum út fyrir diskabremsur á 10.25 hásingunni. Ég er komin niður á tvo aðila, [img]http://www.tsmmfg.com/2670.html]TSM[/img] annars vegar, sem er með allan pakkann og hins vegar [img]http://www.ruffstuffspecialties.com/catalog/STER-DISC.html]RuffStuffSpecialties[/img] en þeir eru með bracket og segja hvað þurfi við að éta. TSM býður hins vegar einnig upp á dual bremsudælu bracket.

Mig langar því að spyrja hvort einföld bremsudæla gæti dugað fyrir 46" dekk eða væri ráð að setja 2 dælur á hjól ?

Það væri gaman að fá ykkar pælingar og hugmyndir í kringum þetta verkefni.

Re: F-150 á 46"

Posted: 04.júl 2013, 07:41
frá sukkaturbo
Sæll Bragi það verður spennandi að fylgjast með þessu hjá þér og vonandi fáum við að sjá myndir frá þér að breitingarferlinum. Svona þræðir er mjög skemmtilegir til lestrar og skoðunar. Jörgen félagi minn er með Ford 350 á 54" dekkum með 10,25 ford aftan og til hafða dana 60 að framan 35 rillu og fleiru góðgæti og er með four link fjöðrun. Hann flutti inn diskabremsur á afturhásinguna og dælur með handbremsunni í og var verðið ásættanlegt hingað komið. Þetta er komið undir Fordinn og bíllinn kominn með fullaskoðun og bremsar og gerir á þessum dekkum. Svona ford eins og þú ert með er í svipaðri þyngd og 80 Cruser. Því ekki að nota td.orginal framgormana og demparana úr Cruser. Þetta dót er að virka finnst mér og eru td. dempararnir að mínu mati mjög góðir og ódýrir.kveðja guðni á sigló

Re: F-150 á 46"

Posted: 04.júl 2013, 09:58
frá ivar
Sælll Bragi.

Velkominn með þessa umræðu hér inn. Nánast beið eftir því.

Nokkrar ábendingar:
Varðandi gorma að framan þá set ég spurningamerki við F250 gorma. Ég er með F350 á orginal gormum og er nokkuð sáttur. Bíllinn hjá mér viktar 2,8T að framan í ferð svo það er töluvert meira en 1600kg. Gæti því verið hastur. Einnig myndi ég sjálfur m.v. hvað mér sýnist þú vera að eyða miklu í þetta setja coil-over frá FOA eða öðrum sambærilegum. Gætir kannski fengið dempara á c.a. 100þ stk komið til landsins klárir.

Í sambandi við lása þá er mín reynsla sú að TrueTrac sé snilld og mæli með því. Hinsvegar er ég búinn að uppgvöta að á 46" togar hann í stýrið á sléttum vegi undir álagi. Þetta gerist ekki á 41" með 10" felgum. Í ljósi þessarar reynslu og þess hvað ég þoli illa hreyfingar í stýrinu myndi ég alltaf fara í manual lás að framan og ég myndi taka loftlásinn.

Í hlutföllum færi ég ekki lægra en 5.13. Bæði munar miklu á styrk á 5.13 og 5.38 og svo finnst mér 5.13 í reynd of lágt á sumrinn þegar ég er á 41". Myndi hugsa út í það sér í lagi ef þú ert með lolo á dagskrá. Þá gæti verið skoðandi að fá sér bara 4.88 jafnvel.
Reiknaðu út snúninginn á vél á 100kmh á 41" þegar þú ert á 5.38 hlutföllum og kannaðu hvort þú sért sáttur.

Varðandi afturbremsur þá koma 10.25 orginal með diskabremsum á nýrri bílunum. Ég er með þann búnað og er ekkert að kvarta ennþá. Handbremsan er í skál inní disknum og hefur ekki bilað ennþá amk. Hugsanlega ódýrara að setja bara eh bolt-on orginal en hef þú ekki skoðun á því.
Varðandi 2 dælur held ég að það sé óþarfi. Bara vera með eina nægilega öflugan. Gæti hinsvegar verið að þú þyrfti glussabooster fyrir bremsurnar eins og er orginal í F350 bílnum.

Ég er þeirrar skoðunar að radius armar að framan með þónokkru bili á milli festinga á hásingu sé málið en ég byggi það á því að ég vil ekki mikinn velting á hásingu þrátt fyrir balance stangarleysið. Hinsvegrar ef það ætti bara að nota bílinn á hálendi og lítinn malarvegaakstur væri ég sennilega með stefnuna á 4 link.


Annars er þetta með jeppabreytingar eins og margt annað. Skoðanir um hlutina ráða miklu og notkun manna er mismunandi.